Ófeigur - 15.08.1951, Side 21
ÓFEIGUR
21
að öll framleiðslustörf yrðu felld niður, út af aðgerð-
um konungs. Lét konungur þá að vilja þegnanna. Senni-
legt má telja, að stallbræðrum Vigfúsar Guðmundsson-
ar hafi verið ókunn öll þessi saga um aðstöðu þeirra
konunga, sem lengst höfðu verið þjóðhöfðingjar Is-
lendinga. En furðulegt var, að þeir höfðu með öliu
gleymt, að hinir konunghollu Bretar höfðu fyrir munn
sinna æðstu kirkjuhöfðingja blandað sér í einkamál hins
vinsæla konungs Játvarðar VIII, svo að hann mátti
ekki giftast þeirri konu, sem hann unni, nema með
því móti að afsala sér kórónunni.
Ég hafði ennfremur þá aðstöðu til Sveins Bjöms-
sonar, að á mér hvíldi nokkur ábyrgð um framkvæmd
hans á ríkisstjórastarfinu. Árið 1939 kom hann hingað
til lands um líkt leyti og Stauning var hér til að láta
forkólfar krata og Framsóknar ganga undir próf um
vilja þeirra til skilnaðar og lýðveldismyndunar. Sagði
Stauning svo frá eftir heimkomu sína að honum þótti
lítil hætta á skilnaði því að ekki hafði hann rekist á
nema einn mann, sem óskaði eftir „fullu frelsi“ þjóð
sinni til handa. 1 sama mund kom Sveinn Björnsson i
útvarpið og flutti þar ræðu sem Valtýr Stefánsson
prentaði orðrétta í Mbl. Hélt sendiherra landsins við
hirð Kristjáns X, fram þeirri skoðun að konungssam-
band Islands og Danmerkur væri varanlegt þó að mál-
efnasambandinu væri sagt upp. Sendiherrann var þess-
vegna á þeirri skoðun að persónusamband væri ýtrasti
frelsisauki, sem þjóðin gæti vonast eftir. Var þessi skoð-
un enn hatramlegri fyrir það að sendiherra taldi Kópa-
vogseiða Islendinga virka sönnun fyrir gildi hins danska
konungdóms á íslandi. Ég ritaði þá í Tímann fræðilega
grein um málið og benti m. a. á að varla mundu Þjóð-
verjar telja sig bundna af nauðungarsamningunum í
Versölum eftir fyrri heimsstyrjöldina eða Tékkar af
valdaráni Hitlers í Tékkóslóvakíu. Þóttu rök mín svo
gild, að eftir þetta reyndist enginn maður á Islandi svo
djarfur að vilja hindra lýðveldismyndun með tilvitnum
í Kópavogseiða. Hitt má telja fullvíst að vitneskju sína
um óbeit Islendinga á fullu frelsi hefur Stauning haft
úr samtölum við Hermann, Eystein og Stefán Jóhann,
sem allir voru þá í stjórn og dögum oftar með Stauning