Ófeigur - 15.08.1951, Side 24
24
ÓFEIGUR
ekki að verulega gagni sökum rangrar meginstefnu.
Yfirsjón flokksins var, að hann reyndi í hart nær átta
ár að verða samstíga við bolsivika og eyðilagði, eins
og maður, sem segir ósatt fyrir rétti, málstað sinn og
góða samvizku. Hugsjónirnar hurfu algerlega, en valda-
streita kom í staðinn. Lyftándi áhugamál fóru sömu
leið. Æskan fékk engin viðfangsefni nema augnabliks-
gróðaáhyggjur. Myndarlegir ungir menn, sem starfa
við Tímann og Dag eru bældir af valdastreitumönn-
um í flokksstjórninni, eins og bezt sást í fyrra sumar,
þegar Þórarinn Þórarinsson og Haukur Snorrason tóku
djarfmannlega í streng með þjóðlegum hagsmuniun í
landvamarmálunum, en aðeins einu sinni. Grá loppa kom
út úr fimmtuherdeildarbjarginu og stöðvaði heilbrigða
framsókn vaskra ungra manna.
Blöðin og flokkarnir sofnuðu sameiginlega. Á síð-
ustu árum er ekki borið við að halda myndarlega ræðu
á Alþingi. Málin eru öll afgerð á leynifundum bak við
tjöldin. Hin opinbera meðferð, sem þingskrifarar herma
frá, er aðeins leiksýning, óskáldleg og óskemmtileg.
Alþingi hefur misst allt álit hjá almenningi. Þegar
þing er sett, koma helst rónar til að heiðra lög-
gjafarsamkomuna með nærveru sinni. Hvergi eru
haldnir almennir fundir til að ræða hreinskilnislega og
í fullri alvöru vandamál dagsins. Um tíma fóru sumir
helztu stjórnmálaskörungarnir með togleðursbrúðu og
búktalara á samkomur til að draga áheyrendur að leið-
inlegum ræðum um valdabrask þeirra.
*
Háttvirtir kjósendur mega ekki telja sig algerlega
óábyrga um þá skemmilegu upplausn þjóðskipulagsins,
sem fylgt hefur gistivinastarfsemi borgaranna hjá kom-
múnistum. Ef menn spyrja um sparisjóðs og banka-
innstæðumar og um ásigkomulag verðbréfanna, þá fá
þeir þær fréttir, að krónan sé talin vera 13 aurar, en sé
mun minni og á hraðri leið niður á við. Ef þeir
spyrja um opinber mannvirki, olíuna og benzín í bíla
og báta eða um brauðið, sem menn neyta við hverja
máltíð, þá er ætíð sama svar: Mest af þessu em gjaf-