Ófeigur - 15.08.1951, Side 25

Ófeigur - 15.08.1951, Side 25
ÖFEIGUR 25 ir frá góðusömu fólki í öðru landi, sem vill afstýra liallæri á Islandi. # Vigfús Guðmundsson stóð með fleira fólki á sögu- legum vegamó.tum, þegar hann myndaði meiri hluta í blaðstjórn Tímans til framdráttar gistivináttunni. Upp úr því fór Framsóknarflokkurinn og samhliða honum hinir tveir borgaralegu flokkarnir beint í voðann, Bolsi- vikar sáu um að peningaeign landsmanna fór fyrir lítið. Uppeldi barna og unglinga var sett í þær skorður sem ólíklegastar voru fyrir heilbrigt og andlega vak- andi þjóðlíf. Framundan er algert fjárhagsöngþveiti og óhjákvæmilegt millibilsástand, þegar þjóðin reynir að reisa sig á legg og byrja í fátækt og vanmætti að vinna fyrir þeim brauðmolum, sem hún leggur sér til munns. Margir Framsóknarmenn reyna að halda því fram að í raun og veru hafi þeir aldrei látið glepjast af bolsi- vikum, þar sem hinir tveir flokkarnir hafa ómótmæl- anlega fallið fyrir freistingunni og búið með fimmtu- herdeildinni í stjómarráðinu. Þessir Framsóknarmenn segja, að þeir séu algerlega hreinir af öllu samneyti við þá menn, sem borgararnir kalla nú í blöðum og á mann- fundum hreina og beina föðurlandssvikara. Snemma i júlí í sumar var ég staddur á stjórnmálafundi á Akur- eyri. Þar var einnig einn af reyndustu þingmönnum Framsóknarmanna Bemharð Stefánsson. Hann taldi sig og sína hreina af samneyti við byltingarflokkinn. Ég benti honum á óþægilegar staðreyndir, sem sýna hið gagnstæða. Vorið og sumarið 1942 var stöðugur samdráttur um sameiginlega stjórnarmyndun milh Framsóknar og bolsivika og þann tíma allan starfaði nefnd með kjömum mönnum úr báðum flokkunum að undirbúningi samstjórnar. Um vorið spörkuðu Brynj- ólfur og Einar hastarlega í Hermann og Eystein með stómm fúkyrðum í þinginu en játuðu samningabröltið hreinlega. Heilan vetur hafði kommúnistaflokkurinn stöðugt uppi hótanir í bingi og utan þings um að taka af samvinnufélögunui alla verzlun með landbúnaðar-

x

Ófeigur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.