Ófeigur - 15.08.1951, Blaðsíða 29
ÖFEIGUR
29
og krata að láta ríkið ganga í ábyrgð fyrir öllu tapi
á bátaútveginn, lagði Ölafur Thors til að, ef gróði
yrði á síld á næstu vertíð skyldi kúfurinn renna upp
í tapið á bátafiskinum. Gegn þessu risu allir kommún-
istar og allt þinglið Framsóknar, það sem var undir áhrif-
um gistivinastefnunnar. Þegar kom til loka atkvæða-
greiðslu um málið var ég einn á móti. Enginn annar
þingmaður var laus undan áhrifum galdrakonunnar aust-
rænu. Tjónið af þessari óafsakanlegu og frámunanlegu
heimskulegu atkvæðagreiðslu er talið 165 milljónir
kr. Og á þessu ógleymanlega brjálsemiskvöldi í sögu
Alþingis gekk Framsókn, sem var þó ekki í ríkisstjórn
með kommúnistum mun lengra í niðurlægingunni heldur
en kratar og Mbl.menn. Nú hafa leiðtogar og blöð þrí-
flokkanna samskonar viðhorf til kommúnista eins og
Haraldur hárfagri til sinnar galdrakonu eftir að hula
sjúkrar ástríðu var fallin frá augum hans og heil-
brigð dómgreind komin heim. Sama er um börnin úr
þessu vanheilaga sambandi byltingar og borgara. Þau
bera sorglega mikinn svip af móðerni: Útvegurinn er
þjóðnýttur. Uppeldiskerfi þjóðarinnar forheimskar
nemendurna og setur gjaldþol foreldranna í hættu.
Bankar og sparisjóðir sjá ekki fram úr erfiðleikum
dagsins. Atvinnulíf þéttbýlisins er helsjúkt og virðist
komið að falli. Dýrtíðin veldur því að þjóðin er hætt að
vinna fyrir daglegu brauði. Það var raunaleg sjón að
sjá leiðtoga og liðsmenn heillar þjóðar endurleika með
sjálfstæði, fjármál og menning Islendinga æfintýri
Noregskonungs úr gamma hinnar töfrafríðu en gegn-
rotnu austurlandagaldrakindar.
*
■4
Ríkið hefir um undanfarin fjögur ár haldið uppi
umfangsmiklum hemaði í Vestmannaeyjum. Er nokkuð
um hann getið í síðasta hefti Ófeigs. Stjórnin hafði
látið stórdómarann og fjölmennan hóp endurskoðenda
herja í Eyjum framan af vetri en eftir mikil átök hafði
stórdómarinn haldið til Reykjavíkur með lið sitt til
endurskipulagningar. Tók hann með sér allt bókhald
Helga Benediktssonar en rætur viðskifta hans standa
víða í Eyjum, þannig að hér var um heilt skjalasafn að
ræða. Helgi gat ekki talið fram til skatts og fékk
Eysteinn ekki tekjur úr þessum landshluta nema að