Ófeigur - 15.08.1951, Síða 35
ÖFEIGUR
35
Þrjár kynslóðir
á sama óðali.
Margir langferðamenn fara yfir Skjálfandafljót hjá
Goðafoss. Fæsta, sem eru ókunnugir í Þingeyjarsýslu,
mun gruna að ofan við hinn fræga foss er ein af lengstu
og fegurstu sveitum landsins, Bárðardalurinn. Milli
Goðafoss og Aldeyjarfoss sem er hjá fremstu bæjum
bygðarinnar, eru 40 km. I þúsund ár hafa Bárðdæl-
ingar átt sókn yfir þetta vatnsfall, sem er að jafnaði
120 m á dreidd. Bygðin er báðu megin fljótsins; dalur-
inn er gróinn mjög og gróðursæll. Öldum saman hafa
gengið þjóðsögur um vænleika sauðanna í Bárðardal.
Þær sögur voru tiltölulega sannar. Sveitin er og hefur
verið kostabygð, en víða eru þar 5 km. milli bæja.
Flestar jarðir í Bárðardal voru stórar og mannfrek-
ar, þegar nýi tíminn, vélaöldin, hóf innreið sína í land-
ið, fyrir hálfri öld. Á stærstu jörðunum voru oft þrír
vinnumenn og jafnmargar vinnukonur. Kirkjustaður-
inn, Lundarbrekka, er í miðjum dal, austanverðum.
Hvergi er fegurra en þar. Bærinn er í hvammi, sem
er opinn mót suðri. Allur inndalurinn blasir við af
hlaðinu á Lundarbrekku og óbygðin fram undir jökla.
Um aldamótin síðustu bjó 4 Lundarbrekku gamall,
hæglátur, stilltur og hagsýnn óðalsbóndi, Jónas Jóns-
son. Hann átti fjölmennan frændagarð í Bárðardal og
Mývatnssveit. Jónas var talinn með efnamestu bænd-
um í dalnum. Hann fór tryggilega að öllu. Hafði nægi-
ega margt vinnufólk, heyjaði vel, átti fyrningar í flest-
um árum. Var greiðvikinn og góður búþegn. Hætti aldr-
ei á neitt, sem kalla mátti ógætni. Varð aldrei fyrir
viðgeranlegum óhöppum, en kunni líka að stýra fram
hjá skerjum. Jónas var einn af þeim traustu, öruggu
og fastlyndu bændum, sem bygðu með þori og mann-
dómi fyrstu sjálfseignarverzlun fólksins, Kaupfélag
Þingeyinga.
Þegar aldur færðist yfir Jónas bónda á Lundar-
brekku, tók við búinu tengdasonur hans og frændi
Baldur Jónsson. Hann var alinn upp svo að segja á