Ófeigur - 15.08.1951, Page 40

Ófeigur - 15.08.1951, Page 40
40 ÖFEIGUR um íslenzkir og sænskir sálmar. Skömmu síðar komu ungu hjónin heim í Bárðardal og tóku við búi sínu á Lundarbrekku. Ingigerður hlýðnaðist boðum ritning- arinnar, fylgdi eiginmanni sínum til framandi þjóðar og gerði hans land að sínu landi. Sökum málakunn- áttu sinnar nam Ingigerður íslenzku bæði fljótt og vel; talaði og ritaði að mörgu leyti eins og væri hún borin og barnfædd hér á landi. Henni virtist jafnlétt um alla aðra aðstöðu í hinum nýju heimkynnum. Lægni hennajr við erfið verk um sauðburðinn, fyrsta vor henn- ar á Íslandi var vottur um, hve vel henni lét að verða myndarhúsfreyja í íslenzkri sveit. Sumarið 1950 og veturinn sem því fylgdi, var alveg óvenjulegur harð- indakafli, einkum á Austur- og Norðurlandi. I tíu mánuði var sífelld norðaustanátt í þessum landshlut- um, stórrigningar og krapi um sumarið og haustið, en hríðar og fannfergi þegar leið fram á vetur. Þessi tími var ein hin mesta þolraun fyrir bændastétt lands- ins. Á Lundarbrekku komu óþurrkamir minna við en víða annarsstaðar, því að þar voru votheyshlöður og vélþurrkun. Þegar kom fram á vetur, var svo mikið fannfergi í Bárðardal, að lítið var um ferðalög innan sveitar og til annarra bygða. Þó höfðu mislingar bor- izt í sveitina með ferðamanni úr fjarlægu héraði. Sú veiki hafði ekki gengið í Bárðardal í áratugi. Ungt fólk og miðaldra kastaðist niður með miklum sótthita. Lá fólk hættulega veikt á mörgum bæjum samtímis. Tveir af efnisbændum Bárðardals, Jónas Baldursson og Hermann Pálsson á Stóruvöllum, létust svo að segja samtímis. Mislingarnir voru ekki í þetta sinn sú milda landfarsótt, sem börn ljúka af án verulegra þjáninga. Hér var um að ræða fárlegan og bráðdrepandi sjúk- dóm. Kalla mátti nálega ókleift, eins og snjóalögin voru, að ná í skyndi til héraðslæknisins á Breiðumýri, eftir endilöngum Bárðardai og yfir Fljótsheiði. Jónasi Baldurssyni elnaði sóttin um háttatíma og var andað- urum miðnætti. Fjölskyldan, sveitin, sýslan og land- ið höfðu misst góðan dreng. Hann var enn dýrmæt- ari þjóðfélaginu af því að hann hafði frá þess sjónar- miði tvo mjög sjaldgæfa eiginleika: Löngun og orku til að vera góður bóndi í afskektri sveit, með djúpar rætur í erfðavenjum forfeðranna og nútíma félags-

x

Ófeigur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.