Ófeigur - 15.08.1951, Blaðsíða 40

Ófeigur - 15.08.1951, Blaðsíða 40
40 ÖFEIGUR um íslenzkir og sænskir sálmar. Skömmu síðar komu ungu hjónin heim í Bárðardal og tóku við búi sínu á Lundarbrekku. Ingigerður hlýðnaðist boðum ritning- arinnar, fylgdi eiginmanni sínum til framandi þjóðar og gerði hans land að sínu landi. Sökum málakunn- áttu sinnar nam Ingigerður íslenzku bæði fljótt og vel; talaði og ritaði að mörgu leyti eins og væri hún borin og barnfædd hér á landi. Henni virtist jafnlétt um alla aðra aðstöðu í hinum nýju heimkynnum. Lægni hennajr við erfið verk um sauðburðinn, fyrsta vor henn- ar á Íslandi var vottur um, hve vel henni lét að verða myndarhúsfreyja í íslenzkri sveit. Sumarið 1950 og veturinn sem því fylgdi, var alveg óvenjulegur harð- indakafli, einkum á Austur- og Norðurlandi. I tíu mánuði var sífelld norðaustanátt í þessum landshlut- um, stórrigningar og krapi um sumarið og haustið, en hríðar og fannfergi þegar leið fram á vetur. Þessi tími var ein hin mesta þolraun fyrir bændastétt lands- ins. Á Lundarbrekku komu óþurrkamir minna við en víða annarsstaðar, því að þar voru votheyshlöður og vélþurrkun. Þegar kom fram á vetur, var svo mikið fannfergi í Bárðardal, að lítið var um ferðalög innan sveitar og til annarra bygða. Þó höfðu mislingar bor- izt í sveitina með ferðamanni úr fjarlægu héraði. Sú veiki hafði ekki gengið í Bárðardal í áratugi. Ungt fólk og miðaldra kastaðist niður með miklum sótthita. Lá fólk hættulega veikt á mörgum bæjum samtímis. Tveir af efnisbændum Bárðardals, Jónas Baldursson og Hermann Pálsson á Stóruvöllum, létust svo að segja samtímis. Mislingarnir voru ekki í þetta sinn sú milda landfarsótt, sem börn ljúka af án verulegra þjáninga. Hér var um að ræða fárlegan og bráðdrepandi sjúk- dóm. Kalla mátti nálega ókleift, eins og snjóalögin voru, að ná í skyndi til héraðslæknisins á Breiðumýri, eftir endilöngum Bárðardai og yfir Fljótsheiði. Jónasi Baldurssyni elnaði sóttin um háttatíma og var andað- urum miðnætti. Fjölskyldan, sveitin, sýslan og land- ið höfðu misst góðan dreng. Hann var enn dýrmæt- ari þjóðfélaginu af því að hann hafði frá þess sjónar- miði tvo mjög sjaldgæfa eiginleika: Löngun og orku til að vera góður bóndi í afskektri sveit, með djúpar rætur í erfðavenjum forfeðranna og nútíma félags-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ófeigur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.