Ófeigur - 15.08.1951, Síða 42
42
ÖFEIGUR
horf. Jörðin er ættargarður. Þar fer fram nýtt land-
nám, eftir því sem ættin stækkar, meðan land er til
að rækta. Sumstaðar í Þingeyjarsýslu er ættargarður-
inn meira en þrískiptur. I Bárðardal, gegnt Lundar-
brekku er margbýli á jörðinni Stóruvellir. Þar
eru víðáttumiklar, eggsléttar grundir, landrými
fyrir fjölmörg ný heimili. Þar þarf ekki annað en
bera tilbúinn áburð á landið, þá er þar komið full-
myndað tún. Þar sem þorp myndast, og helzt ættar-
garður, leysa raforkan og fjölbreyttar vinnuvélar úr
miklu af þeim félagslegu örðugleikum, sem einyrkja-
kynslóðin fyrsta átti við að búa. Alveg sérstaklega
leysa ættarþorpin þann vanda, sem leiðir af því að
ein hjón, oft með lítil börn, geta tæplega, sökum fjar-
lægða, tekið þátt í félagslegu og mannlegu samneyti,
sem er mönnum eðlilegt og óhjákvæmilegt.
Heimili voru fyrr á tímum mannmörg, af því að
fastráðin hjú bættust við fjölskylduna og áttu sinn
þátt bæði í framleiðslustörfum og sameiginlegri and-
legri ánægju. Einyrkjatímabilið reyndi of mikið á for-
eldrana og að nokkru leyti á börnin. Þriðja skeiðið hefst
fyrir alvöru með tilkomu amerísku landbúnaðarvél-
anna. Með þeim var hægt á stuttum tíma að skapa
ræktarland nálega eftir þörfum. Stórjörð með góðum
ræktunarskilyrðum verður, undir nútímakringumstæð-
um, að mörgum jörðum. Gömlu stórbýlin eru nú á
dögum eins og hringurinn Draupnir, sem skapaði eftir
föstum reglum nýja hringa í sinni mynd. Þessi þró-
un er í félagslegum efnum mesta nýjung sveitamennsk-
unnar á fslandi. Enn skortir víða skilning á mikilvægi
ættarþorpsins. Enn eru til vaskir menn, sem þreyta
kapp við Gretti Ásmundsson, reyna að bjóða einver-
unni byrginn og sýna hverju sterkur vilji kann að
áorka.
Jónas Baldursson hafði í huga mörg verkefni og öll
hnigu þau í eina átt. Hann vildi mega taka á með þeim,
sem voru að byggja upp landið, bæði inni í dölum og
út við sjávarsanda. Ég held, að ef honum hefði auðnazt
að starfa fullan vinnudag, mundi hann hafa orðið
góður liðsmaður við að fá fleiri og fleiri Islendinga
til að skilja, að jafnvel mesta kraftahetjan gat ekki un-
að einn í skála sínum. Ég hygg, að áhrif Jónasar hefðu
ekki fyrst og fremst komið fram í rituðu eða mæltu