Ófeigur - 15.08.1951, Page 43

Ófeigur - 15.08.1951, Page 43
ÖFEIGUR 43 áróðursmáli, heldur með þátttöku í sjálfu landnáms- starfinu. Honum fannst, að Islendingar væru í land- eigna og landyfirráðamálum líkt settir og hinn vitri ættarhöfðingi Gyðinga, sem sagði þegar hjarðmenn frændanna deildu um beitilandið: ,,Ef þú fer til hægri, þá fer ég til vinstri.“ Ef til vill hefur víðsýni ættföð- urs Gyðinga í þessu efni átt nokkurn þátt í að þessi gáfaða þjóð lifir enn, þrátt fyrir mestu þrautir. Hún lifir áfram og tekur saman tjöldin og hreyfanlega hluti til að flytja í heimkynni Abrahams hinn tvístraða ætt- stofn úr öllum álfum heims. Hér bíður íslenzkrar æsku líka mjög stórt viðfangsefni. Hvar sem hraustur dreng- ur fellur í valinn frá byrjuðu dagsverki, verður dæmi hans eggjun fyrir þá, sem eftir lifa að láta merki réttr- ar stefnu ekki falla, heldur vera borið fram til sigurs. Hversvegna gefa Bandaríkin? Framhald af bls. 34 mundi bolsivikar æða yfir löndin eins og skógar- eldur í ofviðri, og að lyktum vinna á frjálsu þjóðun- um líkt og skrælingjar á hvítum mönnum í Grænlandi fyrr á öldum. Enn hafa Bandaríkin eina ríka ástæðu til að hjálpa hinum þurfandi þjóðum. Framleiðslumáttur landsins er svo mikill, með ríkum náttúrugæðum, véltækni og atorku, að góðir markaðir eru óhjákvæmilegir, ef ekki á að falla yfir landið og hinn vestræna heim kreppa eins og sú, sem hófst í Vesturheimi 1929 og var svo máttug, að lönd öll skulfu og Bandaríkin öllu mest. Hagspekingar bolsivika hafa treyst á að þetta fyrir- bæri mundi endurtakast og leggja viðnámsþrótt hinna frjálsu þjóða í rústir. Leiðtogum Bandaríkjanna er ljós þessi hætta. Rússar verjast þessari hættu með skipulagi framleiðslu sinnar, alveg sérstaklega með þrælahaldi, nauðungarflutningi verkamanna milli lands- hluta og héraða og margháttuðum kúgunarráðstöfun- um. Slíkt fyrirkomulag er með öllu fordæmanlegt í aug- um þeirra þjóða, sem þekkja andlegt og stjórnmálalegt frelsi. Hinsvegar er hætta af kreppum yfirvofandi og verður ekki til lengdar skotið á frest með atvinnu við vígbúnað og gjöfum til annarra þjóða.

x

Ófeigur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.