Ófeigur - 15.08.1951, Page 46
46
ÓFEIGUR
varaleysi. Nægir greindar og fræðimenn eru í þingi,,
stjórn og utan þings til að gera á nokkrum vikum
góða stjórnarskrá. En núverandi flokkar eru svo önn-
um kafnir við valdastreitu yfirstandandi tíma að þeir
hætta ekki á að hefja störf við nýja stjórnarskrá. Þeir
óttast hugsanlegt fylgistap og röskun hlutfalla í valda-
taflinu ef deilur yrðu um einstök atriði nýrra stjórnar-
laga. Allmikill áhugi er vakinn fyrir nýrri og bættri
stjórnarskrá, en flokksleiðtogar reyna að þegja mál-
ið í hel. Samt mundu leiðtogar borgaraflokkanna verða
mjög fúsir til að gera viðhlýtandi stjórnarlög ef þeir
vissu að hugur kjósenda væri einbeittur og vakandi í
málinu. Stjómarskrárböl Islendinga er þessvegna
bæði að kenna leiðtogum og liðsmönnum og þó mest
hinum fyrrnefndu. Enginn vafi er á að Islendingum
væri fyrir beztu að kjósa sér forseta til 3—4 ára enda
mætti endurkjósa hann einu sinni. Forsetinn veldi sér
ráðherra án tilnefningar þingsins. Forsetinn og ráðu-
neyti hans framkvæmdi löggjöf landsins. Alþingi semdi
lögin og hefði í sínum höndum skattlagningarvald og
ákvörðun um hversu fé landsins skuli varið. Þingið
yrði þá skyldugt að leggja fram fé til þess að stjórn-
in gæti framkvæmt þá löggjöf sem þingið hefir sam-
þykkt. Ef ósamkomulag kemur í ljós milli forseta og
þingsins þá stöðvast nýar framkvæmdir meðan svo
stendur. Hinsvegar heídur þjóðfélagið áfram sinni
göngu. Ábyrg ríkisstjórn heldur þjóðarskútunni fljót-
andi með hinum föstu gjaldstofnum sem þingið verður
að láta fylgja hverri löggjöf sem kostar útgjöld. Með
þessu skipulagi fær þingið ekki að blanda sér í stjórnar-
myndanir eða framkvæmdaratriði. Landið er aldrei
stjórnlaust. Fólkið í landinu hefir á kjördegi með
fáum pennastrikum, valið landinu stjórn til 3—4 ára,
Flokkarnir neyðast ekki til að eyða mánuðum og árum
í stjórnarmyndun og verða þá oftar en skyldi að láta
ríkissjóð bera kostnaðinn við að fullnægja kröfum
stuðningsmanna. Sífræg dæmi um þetta efni'eru til frá.
stjórnarmyndun Ólafs Thors 1944. Þá krafðist Alþýou-
flokkurinn að sett yrðu launalög og aðallega mótuð
samkvæmt kröfum stéttarfélags launamanna. Stjórnin
var mynduð og staðið við sáttmálann. Dæmið er alger-
lega hversdagslegt. Gjaldendur hafa oft endranær orðið
að borga fyrir þingkosna ríkisstjórn öllu meira en í