Ófeigur - 15.08.1951, Side 54

Ófeigur - 15.08.1951, Side 54
54 ÖFEIGUR byggðina saman, leggja 1 eyði afdalajarðir, en mynda nýrækt og svokallaðar samvinnubyggðir, þar sem fólk- ið getur búið þétt saman. Ekki mun Ófeigur átelja myndun ættargarða úr stórjörðum. En hitt er fásinna, að sækjast eftir að eyða gamlar byggðir. Óvíða er meira strjálbýli er nærri Látrabjargi, þar sem sveita- fólkið bjargaði fyrir skömmu enskri skipshöfn frá bráðum dauða. Hefur þessi atburður verið kvikmynd- aður og lýst mjög erlendis í þeim virðulega tilgangi að auka hróður landsins. Hefur þjóðin ekki gert neitt á síðari árum sem kastað hefur á hana meiri ljóma heldur en björgunarafrek sveitamanna við Látrabjarg. Bar þar ekki eingöngu til hin vasklega framganga þeirra, sem unnu að björguninni, heldur og öll fram- koma þeirra, sem byggðu sveitina. Kom þar jafnt til greina verktækni þeirra, sem var frábær, þrek þeirra og hugprýði, stilling þeirra, gestrisni og manndómur í hvívetna. Ef farið væri að leggja byggðir í eyði hér á landi til að spara vegi, síma, presta, lækna og póst- göngur, þá mundu heimili fólksins, sem unnu björg- unarafrekin, verða framarlega á fordæmingarlistanum. Afskekktu byggðirnar hafa alltaf verið þjóðinni til gagns og sæmdar. Þar hefur fæðzt upp þrekmikið fólk og hugkvæmt. Þar hafa erlendir og innlendir sjómenn þrásinnis leitað hælis í sárum nauðum og fengið þá hjálp og aðhlynningu, sem þeim lá mest á. Viturlegra mundi vera, að skipa í öllum stærri kaupstöðum nefnd- ir til að semja við sveitafólkið í hinum afskekktu byggð- um landsins um að þeir taki til sumardvalar og mennt- unar efnileg börn úr þéttbýlinu til að láta þau þrosk- ast við hin einstæðu skilyrði, sem mótað hafa fólkið sem öðlazt hefur ódauðlega frægð við Látrabjarg og starfa annarstaðar við sambærileg skilyrði. En það eru lífshættir allra afskekktra byggða, þar sem landið og erfiðleikar þess kenna hverri kynslóð að vera hetjur í mannlegum skilningi. Nýtt uppeldi. Núlifandi kynslóð hefur verið athafnasöm við að reisa nýja skóla. Hinsvegar hefur víða misheppnazt að hagnýta þessar dýru og oft mjög myndarlegu stofn- anir. Samkvæmt kerfi því sem bolsivikar fengu lög-

x

Ófeigur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.