Orð og tunga - 08.07.2019, Side 53

Orð og tunga - 08.07.2019, Side 53
Katrín Axelsdóttir: Áhrifsbreytingar í þágufalli Þórarins 41 Hún hefði líka gengið upp með barón og fj ölmörgum öðrum orðum. En það hefði kannski mátt búast við því að Þórar-inn lagaði sig að fyrirmyndum með hljóðfræðilega líkari stofn, s.s. hamar-inn (eða humar-inn og jaðar-inn) og bikar-inn (eða kopar-inn og pipar-inn), mynd greinis (-num eða -inum) ræðst nefnilega oft af hljóðafari í enda stofns. Orðið hamar er í þágufalli með greini jafnan hamr-inum. En Þórarinn hefði ekki getað lagað sig beint að slíkri fyrirmynd því að í nafninu eru tvö r í stofni og útkoma hlutfallsjöfnunnar væri fremur ankannaleg, *Þórrinum.23 Bikarinn er í þágufalli bikar-num.24 Slík fyrirmynd hefði gefi ð myndina *Þórarnum. En þett a gerðist af einhverjum ástæðum ekki, a.m.k. eru engar heimildir um þessa mynd. Ástæðan er kannski sú að menn kusu að sneiða hjá orðmynd með rn-klasa (sbr. 3. kafl a). Hér hefur verið talað um þann möguleika að nafnið Þórarinn hafi verið endurtúlkað og greint eins og samnöfn með greini. Það þarf samt ekki að þýða að menn hafi beinlínis litið á Þórarinn sem sérnafn með greini. Ekkert annað bendir heldur til þess að svo hafi verið. Samhengið í dæmunum um Þórarinum hjá Katrínu Axelsdótt ur (2018:24–30) virðist alltaf „venjulegt“, þarna virðist ekki vera um að ræða sömu sérstöku aðstæðurnar og þegar greini er bætt við mannanöfn (sjá (i) í nmgr. 20). Í sumum þessara dæma eru líka önnur sérnöfn nefnd í sömu andrá og þau eru greinislaus.25 Það er ekki konar aðstæður (eða í sama hlutverki) og þegar það er notað með greini: Biskup/ biskupinn var vinsæll meðal alþýðu manna. Hér gegnir hin greinislausa mynd biskup sama hlutverki og biskupinn, hún er ákveðin án þess þó að vera merkt þannig með greini. Það er því til að orðið biskup hafi innbyggða ákveðni (e. inherent defi niteness), rétt eins og nöfn. Orðið biskup getur með öðrum orðum vísað til eins tiltekins manns án þess að hafa greini en þett a er eitt helsta einkenni nafna. Þessi líkindi kunna að hafa valdið því að orðið biskup var líklegri fyrirmynd í breytingu á mannsnafni en fyrir fram mætt i ætla. 23 Í nútímamáli þekkjast þágufallsmyndirnar hamarinum og humarinum eins og auð velt er að ganga úr skugga um með netleit. Á grundvelli slíkra mynda hefði Þórarinum auðvitað getað orðið til. En engar heimildir eru um að þessar myndir hafi verið til fyrr á öldum. 24 Á netinu eru ýmis dæmi um þágufallsmyndina bikarinum (sem væri sambærileg Þórarinum) og þessi mynd er sýnd í Málfarsbankanum. Hún er þar við hlið bikarnum sem er örugglega miklu algengari mynd í nútímamáli og sú eina sem sýnd er í Beygingarlýsingu íslensks nútímamáls í þágufalli eintölu með greini. Óvíst er um aldur myndarinnar bikarinum. Í Guðbrandsbiblíu (Biblia 1584) er eitt dæmi um orðið bikar í þágufalli eintölu með greini (Jeremía 25:28) en þar er myndin bikarnum. Bikarinum er hugsanlega ung mynd og ef hún var óþekkt þegar Þórarinum kom fyrst upp hefur hún vitaskuld ekki haft áhrif. 25 Ef allir á þeim svæðum þar sem myndin Þórarinum tíðkaðist hefðu skilið Þórar- tunga_21.indb 41 19.6.2019 16:55:54
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.