Orð og tunga - 08.07.2019, Page 53
Katrín Axelsdóttir: Áhrifsbreytingar í þágufalli Þórarins 41
Hún hefði líka gengið upp með barón og fj ölmörgum öðrum orðum.
En það hefði kannski mátt búast við því að Þórar-inn lagaði sig að
fyrirmyndum með hljóðfræðilega líkari stofn, s.s. hamar-inn (eða
humar-inn og jaðar-inn) og bikar-inn (eða kopar-inn og pipar-inn),
mynd greinis (-num eða -inum) ræðst nefnilega oft af hljóðafari í
enda stofns. Orðið hamar er í þágufalli með greini jafnan hamr-inum.
En Þórarinn hefði ekki getað lagað sig beint að slíkri fyrirmynd því
að í nafninu eru tvö r í stofni og útkoma hlutfallsjöfnunnar væri
fremur ankannaleg, *Þórrinum.23 Bikarinn er í þágufalli bikar-num.24
Slík fyrirmynd hefði gefi ð myndina *Þórarnum. En þett a gerðist af
einhverjum ástæðum ekki, a.m.k. eru engar heimildir um þessa
mynd. Ástæðan er kannski sú að menn kusu að sneiða hjá orðmynd
með rn-klasa (sbr. 3. kafl a).
Hér hefur verið talað um þann möguleika að nafnið Þórarinn
hafi verið endurtúlkað og greint eins og samnöfn með greini. Það
þarf samt ekki að þýða að menn hafi beinlínis litið á Þórarinn sem
sérnafn með greini. Ekkert annað bendir heldur til þess að svo hafi
verið. Samhengið í dæmunum um Þórarinum hjá Katrínu Axelsdótt ur
(2018:24–30) virðist alltaf „venjulegt“, þarna virðist ekki vera um
að ræða sömu sérstöku aðstæðurnar og þegar greini er bætt við
mannanöfn (sjá (i) í nmgr. 20). Í sumum þessara dæma eru líka önnur
sérnöfn nefnd í sömu andrá og þau eru greinislaus.25 Það er ekki
konar aðstæður (eða í sama hlutverki) og þegar það er notað með greini: Biskup/
biskupinn var vinsæll meðal alþýðu manna. Hér gegnir hin greinislausa mynd biskup
sama hlutverki og biskupinn, hún er ákveðin án þess þó að vera merkt þannig
með greini. Það er því til að orðið biskup hafi innbyggða ákveðni (e. inherent
defi niteness), rétt eins og nöfn. Orðið biskup getur með öðrum orðum vísað til eins
tiltekins manns án þess að hafa greini en þett a er eitt helsta einkenni nafna. Þessi
líkindi kunna að hafa valdið því að orðið biskup var líklegri fyrirmynd í breytingu
á mannsnafni en fyrir fram mætt i ætla.
23 Í nútímamáli þekkjast þágufallsmyndirnar hamarinum og humarinum eins og
auð velt er að ganga úr skugga um með netleit. Á grundvelli slíkra mynda hefði
Þórarinum auðvitað getað orðið til. En engar heimildir eru um að þessar myndir
hafi verið til fyrr á öldum.
24 Á netinu eru ýmis dæmi um þágufallsmyndina bikarinum (sem væri sambærileg
Þórarinum) og þessi mynd er sýnd í Málfarsbankanum. Hún er þar við hlið bikarnum
sem er örugglega miklu algengari mynd í nútímamáli og sú eina sem sýnd er í
Beygingarlýsingu íslensks nútímamáls í þágufalli eintölu með greini. Óvíst er um
aldur myndarinnar bikarinum. Í Guðbrandsbiblíu (Biblia 1584) er eitt dæmi um
orðið bikar í þágufalli eintölu með greini (Jeremía 25:28) en þar er myndin bikarnum.
Bikarinum er hugsanlega ung mynd og ef hún var óþekkt þegar Þórarinum kom
fyrst upp hefur hún vitaskuld ekki haft áhrif.
25 Ef allir á þeim svæðum þar sem myndin Þórarinum tíðkaðist hefðu skilið Þórar-
tunga_21.indb 41 19.6.2019 16:55:54