Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2006, Qupperneq 2

Skessuhorn - 20.12.2006, Qupperneq 2
2 MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2006 Næsta Skessuhom 3. janúar Jólablað Skessuhorns er jaih- framt síðasta blað ársins. Næst kemur Skessuhorn út miðviku- daginn 3. janúar. Fréttaþjón- usta verður á vef Skessuhorns alla virka daga og er hægt að koma með fréttaábendingar og beiðnir um birtingu tilkynninga í síma 433-5500 eða 894-8998. Að vanda var reynt að vanda til efnistöku í jólablaði okkar. Til liðs við fasta starfsmenn fyrirtækisins komu nokkrir lausapennar að skrifum og við- talagerð fyrir blaðið. Þetta eru þau Anna Lára Steindal, Jóhanna Harðardóttir, Ofeigur Gestsson og Sigrún Ósk Krist- jánsdóttir. Einnig skrifa átta fulltrúar sinna svæða úr lands- hlutanum kveðjur úr héraði. Auk þess hafa ýmsir fleiri lagt Skessuhorni lið við þessa há- tíðaútgáfu blaðsins. Færum við öllu þessu góða fólki bestu þakkir fyrir, sem og öðrum sem stutt hafa okkur á árinu. Okkar fyrsta verk á á nýju ári verður m.a. að kynna úrslit í kosningu á Vestlendingi ársins 2006. Hittumst heil á nýju ári - gleðilega hátíð! F.h. Skessuhoms ehf. Magnús Magnússon, ritstjóri Til minnis Skessuhorn minnir á hinar ýmsu guðsþjónustur og samveru- stundir í kirkjum Vesturlands um hátíðirnar. Sjá má upplýsingar um messur á bls. 44. Vectyrhorfwr Allt útlit er fyrir að Rauð jól með risastórum staf. Búast má við umhleypingum og lægðagangi nú í „vitlausu viku" (stundum einnig kölluð „stauravika" eða „augnavika") með talsverðri úr- komu. Víða verður suðvestan hvassviðri og úrkomusamt, eink- um hér á Suður- og Vesturlandi. Hitasveiflur verða talsverðar, en gera má ráð fyrir hlýindum á að- fangadag. Spivrniruj viKijnnar í síðustu viku var spurt á Skessu- hornsvefnum: „Borðar þú skötu á Þorláksmessu?" Cóður meiri- hluti, eða 67,9% sögðust gera það. 29,8% eru ákveðnir í að gera það ekki, en 2,2% höfðu ekki enn ákveðið það. Næstu tvær vikur er spurt: : „ Var árið 2006 þér og þínum hagfellt" Svaraðu án undanbragða á www.skessuhorn. is Vestlendiníjtyr vih-Mnnar Að þessu sinni eru vestlendingar vikunnar björgunarsveitarmenn um allt Vesturland sem vinna nú við sölu á jólatrjám og í fram- haldinu fara beint í sölu flugelda til að fjármagna starfsemi sveita sinna. Þessu fólki öllu verður seint fullþakkað fórnfúst starf sitt bæði við rekstur sveitanna og ekki síst að vera ávalt til taks þeg- ar eitthvað bjátar á. Orkuveitan kaupir hitaveitu Skorrdælinga Frá undirritun kaupanna. F.v. Guðlaugur Þór Þórðarson, stjómarformaihir OR, Stein- unn Fjóla Benediktsdóttir varaoddviti, Davíð Pe'tursson oddviti Skorradalshrepps og Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Síðastliðinn miðvikudag var gengið frá kaupum Orkuveitu Reykjavíkur á hitaveitunni í Skorradal. Um er að ræða borholu í eigu Skorradalshrepps og veitu- kerfi sem var í eigu Hitaveitu Skorradals ehf. Kaupverð er 54 milljónir króna sem greiðast með reiðufé og yfirtöku skulda að upp- hæð 26 milljónir króna. Orkuveita tekur við rekstri hitaveitunnar um áramótin. Hitaveitan í Skorradal tók til starfa árið 1996 og í tilkynningu ffá Orkuveitunni segir að hún þarfnist orðið talsverðra endurbóta. Hún þjónar bæði býlum og bústöðum í dalnum en nær þó til tiltölulega ht- ils hluta þeirrar miklu sumarhúsa- byggðar sem þar er. Að mörgu er að huga við enduruppbyggingu veitunnar og mun Orkuveita Reykjavíkur nota næsta árið til að leggja drög að því með hvaða hætti verður staðið að uppbyggingunni að því er ffam kemur í tilkynning- unni. „Markiniðið er að veitan þjóni sem best vaxandi markaði fyr- ir heitt vatn í öllum Skorradalnum eða þar sem hagkvæmt kann að vera að hitaveituvæða." Með kaupum þessum eykst enn starfsemi Orkuveitu Reykjavíkur á Vesturlandi því í dag rekur fyrir- tækið veitur á Akranesi, Hvanneyri, Varmalandi, Bifröst, í Grundar- firði, Borgarnesi, Munaðarnesi, Norðurárdal, Reykholti og í Stykk- ishólmi. HJ Tillaga felld um að Fannahlíð verði stjómsýsluhús Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar felldi í síðustu viku tillögu um að breyta einu af félagsheimilum í sveitarfélaginu, Fannahlíð, í stjóm- sýsluhús. Það var Magnús Hannes- son sem lagði tdllöguna ffam og í henni var gert ráð fyrir að breyting- in yrði til bráðabirgða næstu 2-3 árin. Nokkrar umræður urðu um til- lögu Magnúsar á fundinum og vom skoðanir skiptar. Að lokum var til- lagan felld með fjórum atkvæðum gegn þremur. Félagsheimilið Fannahlíð stendur í norðausturhlíðum Akrafjalls. Hús- sem skóli og félagsheimili ffá upp- ið var byggt á árunum 1954-1959 í hafi. Fannahlíð mun enn vera nýtt landi Stóru-Fellsaxlar og hefur til fundahalda og hafa félög í sveitar- þjónaði íbúum Skilmannahrepps félaginu þar aðsetur. IIJ \Tlja ldæða skólann á kostnað stúkubyggingar Bæjarstjórn Akraness vísaði á þriðjudag til bæjarráðs tillögu minnihlutans um að klæðning verði sett á Brekkubæjarskóla á næsta ári. I tillögunni segir að um leið verði hætt við að byggja stúku við knatt- spyrnuvöllinn á Jaðarsbökkum „og þeim 15 milljónum króna sem áætl- aðar em í þá ffamkvæmd varið í endurbótanna," eins og segir í til- lögunni. I greinargerð með tillög- unni segir að klæðning skólans sé Jón Oddur íbróttamaður ársins íþróttasamband fatlaðra hefur tilnefnt Jón Odd Halldórsson ffá Hellissandi íþróttamann ársins úr röðum fatlaðra íþróttamanna. Jón Oddur vann fyrr á árinu til brons- verðlauna í 100 metra hlaupi á heimsmeistaramótinu í frjálsí- þróttum í flokki T35. Jón Oddur, sem keppir fyrir Reyni á Hell- issandi, hlaut einnig þennan titil í fyrra og hefur nú hlotið hann þrisvar sinnum. HJ ónýt og hún mikil lýti á húsinu. „I síðustu fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir endurbótum á húsinu, en að þeim hefur ekki orðið á þessu ári. Nú er svo komið að ekki verð- ur lengur beðið með að hefjast handa við endurbætur. Stór göt era komin á klæðningu hússins og hef- ur vatn greiðan aðgang að einangr- un. Ef ekki verður hafist handa mun þurfa að taka alla einangrun utan af húsinu áður en það er klætt. Shk aðgerð er miklu dýrari en þær endurbætur sem fyrirhugaðar vom. Þess vegna era þessar endurbætur fyrirbyggjandi gegn skemmdum og spamaður þegar til ffamtíðar er lit- ið,“ segir orðrétt í greinargerðinni. Gunnar Sigurðsson forseti bæj- arstjórnar lagði til að tillögunni yrði vísað til bæjarráðs til umfjöll- unar og var það samþykkt sam- hljóða. HJ Ibúar við Anahlíð vilja lagfæringar á götunni íbúar við Ánahlíð í Borgamesi hafa sent yfirvöldum Borgarbyggð- ar bréf vegna auglýsingar um deiliskipulag lóðar Dvalarheimilis Aldraðra í Borgarnesi þar sem minnt er á slæmt ástand í götunni. Byggðaráð Borgarbyggðar hefur vísað erindinu til skipulags- og bygginganefhdar. Ibúarnir sendu bréf til forstöðumanns fram- kvæmdasviðs Borgarbyggðar þar sem vakin er athygli á bágu ástandi ýmissa mála í götunni í tengslum við fyrirhugaðar framkvæmdir á lóð Dvalarheimilisins. Ekki er af hálfu íbúanna um að ræða mótmæli við byggingaframkvæmdirnar, en vakin er athygli á því að nýbyggingin mrmi skyggja mest á íbúðir við Anahlíð. Hinsvegar vilja íbúarnir úrbætur í götimni, eins og segir orðrétt í bréfinu: „Það vantar gang- braut, gatan er mikið nomð af gangandi fólki á öllum aldri, margt af því þarf að nota hjálpartæki en aðstaðan er engin nema á miðri gömnni. Einnig geta bílar ekki mæst með góðu móti og úrbóta er þörf í bílastæðismálum.“ BGK Aætlunarbíll valt MÝRAR: Áætlunarbíll fór út af Snæfellsnesvegi sunnan við Hít- ará á þriðjudagskvöld í síðustu viku. Mikil hálka var á veginum þegar slysið átti sér stað. I bfln- um vora átta farþegar auk öku- manns og allir sluppu án meiðsla. Að sögn lögreglu skemmdist bfllinn lítilsháttar. -hj Styrkir byggingu reiðhallar STYKKISHÓLMUR: Bæjar- stjórn Stykkishólmsbæjar sam- þykkti einróma í síðusm viku að veita Hestaeigendafélagi Stykk- ishólms allt að 15 milljónir króna til byggingar reið- skemmu. Bæjarstjóm samþykkti einnig að skilmálar og skilyrði verði sett þegar fyrir liggur af- greiðsla Hestamannafélagsins Snæfellings á erindum Hesteig- endafélags Stykkishólms og Hesteigendafélags Grundar- fjarðar vegna styrkveitingu landbúnaðarráðuneytisins til reiðhúsa. Eins og fram hefur komið í frétmm Skessuhorns fékk Hestamannafélagið Snæ- fellingur 15 milljónir króna í styrk frá ráðuneytinu tdl bygg- ingar reiðskemmu í Grundar- firði. -hj Tíu vilja verða verkefhisstjórar AKRANES: Tíu umsóknir bár- ust um nýja stöðu verkefhis- stjóra æskulýðs- og forvamar- mála hjá Akraneskaupstað en umsóknarfresmr rann út 8. des- ember. Umsækjendur era: Erna Hafnes Magnúsdóttir Reykja- vík, Gunnar Kristinn Þórðarson Reykjavík, Halldór Hlöðversson Egilsstöðum, Heiðrún Janusar- dóttir Akranesi, Helga Atladótt- ir Þýskalandi, Ingibjörg Har- aldsdóttir Akranesi, Óli Örn Atlason Reykjavík, Sigrún Rík- harðsdóttir Akranesi, Steinunn Eva Þórðardóttir Akranesi og Þorkell Héðinn Haraldsson Reykjavík. -hj Skólastjóraskipti RI YKHÓLAR: Áslaug Gutt- ormsdóttir hefur tekið við starfi skólastjóra Reykhólaskóla af Hilmari Þór Hafsteinssyni. Hilmar tók við starfinu í sumar en sagði því lausu á dögunum. Mennta- og menningarmála- nefnd fór þess á leit við Áslaugu að hún tæki við starfinu út skólaárið. Jafnframt ákvað nefndin að auglýsa starfið laust til umsóknar í febrúar. -hj Hrafii fjölgar Islandsmetum sínum AKRANES: Hrafn Traustason liðsmaður Sundfélags Akraness hefur verið iðinn við að slá Is- landsmetin að undanfömu og um helgina bætti hann einu meti í safn sitt þegar hann bætti ís- landsmet drengja í 400 metra fjórsundi á jólamótd KR. Hann bætti metið um 3 sekúndur og synti vegalengdina á 4.48,69. Hrafn setti einnig Akranesmet í 100 metra bringusundi á mót- inu. Þá bætti Rakel Gunnlaugs- dóttir eigið met í 200 metra bringusundi stúlkna og syntd á 2.34,68. -hj
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.