Skessuhorn - 20.12.2006, Síða 24
MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2006
24
Urslit íjólasögiisamkeppni eldri grunnskólabama
í aðventublaði Skessuhorns í lok
nóvember var kynnt til sögunnar
samkeppni um gerð jólasögu með-
al nemenda eldri bekkja grunn-
skólanna á Vesturlandi. Þátttaka í
samkeppninni var mjög góð, en
alls skiluðu sér í keppnina 126 sög-
ur frá nemendum flestra grunn-
skóla á Vesturlandi og má geta þess
að það er ríflega tvöfaldur fjöldi
miðað við síðasta ár.
Fimm manna dómnefnd sem
skipuð var starfsfólki Skessuhorns
las sögurnar yfir og varð niður-
staða hennar að ein saga þótti
skara framúr. Það var sagan
„Rassaskellir snýr heim,“ eftir
Mána Sigurðsson, nemanda í
Grunnskóla Borgarfjarðar á
Kleppjárnsreykjum. Máni segir
sögu óþekka jólasveinsins í her-
búðum Grýlu sem á unga aldri tek-
ur sér vist í Víti hjá Kölska
nokkrum. Hann sér þó að sér og
leitar sátta við bræður sína og
móður og ekki síst að verða betri
drengur og jólasveinn. Máni hefur
tekið við verðlaunum sínum; full-
kominni stafrænni myndavél.
I öðru sæti í keppninni varð jóla-
saga í bundnu máli eftir Elísabetu
Asdísi Kristjánsdóttur nemanda í
Grunnskólanum Tjarnarlundi í
Saurbæ. I þriðja sæti varð Edvard
Oliversson nemandi í Varmalands-
skóla í Borgarfirði. Fyrir annað
sætið er í verðlaun gjafabréf að
andvirði 10 þúsund krónur og fyr-
ir þriðja sætið 5.000 kr.
Þátttakendum öllum eru færðar
bestu þakkir fýrir að vera með. Það
er alveg ljóst að meðal tmgra íbúa
á Vesturlandi býr efni í mörg góð
skáld.
Ma'rti Sigurðsson frá Hvítárbakka í Borgarfirði.
Rassaskellir snyr heim
Einu sinni var jólasveinn sem
hét Rassaskellir. Hann bjó ekki
hjá Grýlu. Hann bjó hjá Kölska í
helli hans í Víti. Rassaskellir var
hrekkjóttur og vondur. Hann
hafði ekki búið alla tíð hjá Kölska.
Grýla ól hann upp fyrir langa,
langa löngu; árið 0,0000,00,1, en
þá voru allir jólasveinamir ljótdr,
hrekkjóttir og vondir. Þegar
Grýla breytti um uppeldisstefnu
og vildi að jólasveinamir yrðu
góðir, neitaði Rassaskellir að
hlýða. Hann vildi ekki vera góð-
ur jólasveinn. Grýla var ekki sú
þolinmóðasta og sendi hann til
Kölska í Víti, því þar passaði
hann inn. Þar bjó hann í aldir
alda en allt í einu fékk hann leið á
Kölska og vildi fara aftur heim til
jólasveinanna. Hann skrifaði þá
Grýlu bréf, en í því stóð:
„Kæra Grýla“ Viltu vera svo
væn að taka mig aftur til jóla-
sveinanna. Eg skal lofa því að
vera alltaf heima og fara aldrei til
byggða með hinum jólasveimm-
um svo þú þurfir ekki að búa til
fleiri jólagjafir. Eg lofa líka að
vera stilltur og ég skal hjálpa þér
að flengja jólasveinana þegar þeir
era óþekkir.
Kveðja Rassaskellir.“
Grýla fékk bréfið og las það og
hugleiddi málið alla nóttina.
Þegar hún fór á fætur daginn eft-
ir skrifaði hún honum bréf, en í
því stóð:
„Kæri Rassaskellir! Eg skal
leyfa þér að koma aftur til jóla-
sveinanna með því skilyrði að þú
verðir alltaf heima eins og þú lof-
ar í bréfinu þínu. Þú verður að
koma þér sjálfur til okkar en jóla-
sveinarnir leggja af stað til
byggða þann 11. desember og ef
þú hittir þá á leiðinni gemrðu
spurt þá til vegar.
Kveðja Grýla."
Rassaskellir flúði frá Kölska
þann 9. desember. Fyrsta nóttin
var ekki sem best, því hann varð
að láta sér lynda að sofa með rón-
um bæjarins. Hann lagði síðan af
stað til fjalla með nóg af vatni og
mat, sem hann hafði fundið í
ruslatunnu á bak við gamlan veit-
ingastað. Þegar hann hafði geng-
ið í heilan sólahring hitti hann
Stekkjastaur sem var á leið til
byggða. Hann sagði honum að
hann ætti að stefna í norður þá
kæmi hann að lokum að helli
Grýlu. Stekkjastaur gat rétt svo
munað eftir þessum skrýma
bróður sínum Rassaskelli, en til
að hann yrði ekki spældur gaf
hann honum áttavita til að rata
heim. Rassaskellir tók þá stefn-
una á norður og gekk næstu 7
daga í þá átt. Þegar hér var kom-
ið sögu var kominn 18. desember.
Allt í einu sá hann glitta í eitthvað
rautt í fjarska. Hann tók stefnuna
á þetta rauða og sá þá hvar þar var
kominn Hurðaskellir bróðir
hans. Rassaskellir heilsaði hon-
um feginn og spurði hann hve
langt væri eftir að helli Grýlu.
Hurðaskellir sagði honum að
hann þyrfti að ganga í 6 daga og
þá ætti hann að vera kominn. Þeir
Hurðaskellir og Rassaskellir gátu
ekki talað meira saman því það
kom hreindýrahjörð og truflaði
þá. Rassaskellir hélt ferð sinni
áfram og efdr 5 daga hitti hann
enn einn bróður sinn, hann
Kertasníki. Þeir heilsuðu hvor
öðram, en Rassaskellir spurði
hann til vegar. Kertasníkir sagði
hann bara þurfa að ganga í einn
dag erm í norðurátt. Kertasníkir
sagð honum að Grýla stæði fýrir
utan hellinn og væri að bíða efirir
honum. Rassaskelfir dreif sig þá
af stað og næsta dag kom hann að
hellinum og sá hvar Grýla stóð
dauðþreytt fyrir utan. Hann
hljóp þá til hennar og knúsaði
hana. Grýla knúsaði hann líka og
gaf honum að borða. Rassaskell-
ir var mjög svangur og borðaði 5
lambalæri á augabragði. Um
kvöldið fékk hann að opna jóla-
pakka og skemmtu þau sér kon-
unglega. Þar með var löngu
ferðalagi lokið og Rassaskellir
hafði ákveðið að taka nýja stefnu í
lífi sínu og verða góður og hjálp-
samur jólasveinn. Ekki fleiri Vít-
isferðir.
Máni Sigurðsson, 11 ára.
Kleppjámsreykjaskóla
Hvítárbakka
Ferðalagið
__ - Efiir EMsabetu
Asdísi Kristjánsdóttur
Eftir Edvard Oliversson
Ég segi ykkur sögu af lítilli snót,
Sem var bæði fógur, falleg ogfljót.
Hún bljóp um eins og vindurinn
sem þaut
Og er hún stansaði heyrði hún
lítið flaut.
Þetta varfugl sem sagði,
KOMDUNÚi Ogafstað
hann lagði.
Stúlkan litla trítlaði afstað
Eins og fuglinn hana bað.
NEISKO SJAÐU! Þarna hún sá,
Lítil bjalla þama lá.
Hún glitraði eins og konungs höll,
I snjónum sem var hvítur sem mjöll.
Hún að hjóllunni varlega gekk
Og sá að á hjóllunni miði he'kk.
Hún las á miðann og á honum stóð,
I mér heyrist ekkert hljóð.
Hún hristi hjölluna ofur blitt
Og í hjartanu varð ósköp hlítt.
Þá birtist hjá henni álfkona góð,
við hlið hennar lítið hreindýr stóð.
Alfkonan hafði glóbjart hár,
En úr auga hreindýrs lak lítið tár.
Þakka þérfyrir stúlka mín!
Nú kemst hreindýrið heim til stn!
Þú befur verið ósköp góð!
Þó að ekki í hjöllunni heyrist hljóð,
Þá hefur bjallan töfra mátt
Semflytur okkur í rétta átt!
Nú sagði hreindýrið og brosti
I þessum nístings kulda ogfrosti.
Ósk eina vil ég veita þér
Því mikið þú hefur hjálpað mér.
Þá vil ég óska mér ofur heitt
Aðfriður ríki vítt og breitt
Um heiminn þessi heilögujól!
Og svo sungu þau saman;
Heims um ból.
Heim á leið nú haldið var,
Foreldrar stúlkunnar biðu þar.
Og stúkan litla sagði þeim,
Að friður ríkti um allan heim.
Elísabet Asdís Kristjánsdóttir.
7. bekk Grunnskólanum
Tjamarlundi
371 Búðardal.
Seint eitt kvöld í desember 1995
lá lítrill strákur í litla rúminu sínu.
Það sem þótti þó einkennilegt var
að þessi litli drengur var ekki sofn-
aður. Hann bara lá með skæru bláu
augun sín sem læst væru og þóttist
sofa. Jólasveinninn var þó að fylgj-
ast með þessum litla dreng og
hugsaði með sér að hann yrði nú
samt að gefa honum eitthvað í skó-
inn. Þessi prýðis drengur sem hafði
hagað sér svo vel að jafnvel laufin á
birkitrjánum fýrir framan blokkina
hans höfðu gert meira af sér síðast-
liðið ár. Jólasveinninn tók þá
ákvörðun að gefa litla drengnum í
skóinn. Seinna sömu nótt kom jóla-
sveinninn svífandi á sleðanum sín-
tun. Enginn bjölluhljómur né hróp
og köll í sjálfum jólasveininum.
Hann hafði þó vit á því að taka
bjöllumar af hreindýrunum. Hann
læddist að glugga litla drengsins og
laumaði grænum matchbox dótabíl
í skó sem fægður hafði verið það
sama kvöld (það fannst á sápulykt-
inni).
En hvað um það. Drengurinn
hélt þó að hann hefði platað sjálfan
jólasveininn. Þegar hann heyrði í
honum utan við gluggann þá
renndi hann sér í kanínuinniskóna
sína og laumaðist út. A meðan að
jólasveinninn klöngraðist niður af
annarri hæð hafði litli drengurinn
nægan tíma til þess að fela sig í
poka jólasveinsins. Hann gat þó
ekki fýlgst með hvert leið hans lá
því að hann lokaði pokanum. Hann
fann þó að þessi ferð var löng og
einnig tók hann eftír því að jóla-
sveinninn talaði við sjálfan sig á
leiðinni. Rödd jólasveinsins var ró-
andi svo að drengurinn sofnaði og
vaknaði ekki fýrr en að sleðinn var
stopp. Gægðist út um opið á pok-
anum en sá ekkert nema snjó. Þeg-
ar hann síðan læðist út úr pokanum
stendur jólasveinninn rétt á bakvið
hann og segir; „sæll litli vin.“
Drengurinn hrekkur svo við að
hann rekur upp svo hátt öskur að
fólkið hinumegin á hnettinum
heyrði áreiðanlega í honum. Þá
sagði jólasveinninn „ekki þessi
óskapans læti, ég geri þér ekki
mein,“ og rak síðan upp þessa
svakalegu hláturroku. Drengurinn
var smá stund að átta sig á öllum
þessum látum en byrjar þó að hlæja
með honum. Þegar þeir höfðu báð-
ir jafhað sig á hlátrinum bauð jóla-
sveinninn honum í skoðtmarferð
um verksmiðjuna sína af því að
hann hafði hvort eð er fundið
fýlgsni jólasveinsins. Hann sýndi
honum álfana sem hjálpuðu honum
fýrir jólin og allt dótið sem átti eft-
ir að gefa börnum í skóinn og
margt, margt fleira.
Drengurinn hugsaði með sér
hvað það væri óskaplega gaman að
vera jólasveinn. Þá heyrist í jóla-
sveininum; „veistu drengur minn
að það var óskaplega gaman þegar
að ég var yngri en nú er ég svo
gamall og lúinn að rétt bráðum tek-
ur einhver annar við af mér og það
gæti verið þú.“ Strákurinn hugsar
með sér: „Vá! Otrúlegt að þú getur
lesið hugsanir.“ ,Já, það get ég,“
sagði jólasveinninn og brosti breitt.
„Vissir þú þá að ég ætlaði allan tím-
an að laumast í pokann þinn,“ sagði
drengurinn vandræðalegur. Hann
svarar því játandi en segir svo. „Nú
þurfum við að koma þér heim,“ og
á augabragði er hann kominn heim
og liggur í rúminu sínu í náttfötun-
um alveg eins og þegar að hann
lagði af stað með jólasveininum.
Hann stekkur upp úr rúminu og
segir við mömmu sína að hann hafi
farið ofam' pokann hjá jólasveinin-
um og farið heim til hans og hitt
hreindýrin og allt. Þá svarar
mamma hans: „Ertu nú alveg viss
um það,“ og glottir út í annað. Þá
rann það upp fýrir litla drengmun
að þetta hafði bara verið draumur.
Endir
Edvard Oliversson
' 14 ára - 9. bekk
Varmalandsskóla
Hrafnakletti 2, .Borgamesi