Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2006, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 20.12.2006, Blaðsíða 25
ggBSailBMMBIM MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2006 25 Vesturland 2006 í múli og myndum í sumar kom síðan ung stúlka úr Grundarfirði, Sigurbjörg Sandra Pétursdóttir, erni til bjargar sem frægt varð. Sýndi hún mikla djörfung með því að handsama fuglinn og halda honum þar til hjálp barst. Erninum, sem fékk nafnið Sig- urörn, var komið til aðhlynningar og sleppt nú í upphafi að- ventu, endurnærðum og frískum. Umsjón: Magnús Magnússon. Ljósmyndir: Blaðamenn Skessuhoms, fréttaritarar ogfleiri. Vesturland morgundagsins Á fjölmennri ráðstefnu um framtíð Vesturlands undir yf- irskriftínni „Á fleygiferð - Vesturland morgundagsins," og haldin var á Bifröst í lok janúar voru flutt ýmis fróðleg er- indi sem vörpuðu ljósi á þau gríðarlegu sóknarfæri sem bíða svo gott sem handan við hornið fyrir íbúa og samfélagið hér á Vesturlandi. Yfir það heila tekið endurspeglaði ráðstefnan mikla bjartsýni um framtíð landshlutans sem sýnir sig í því að þensla er mikil, íbúaþróun er víðast hvar í rétta átt, mik- ið er byggt og atvinnuleysi lítið á landsmælikvarða. Þar spáði fráfarandi rektor Háskólans á Bifröst því að Vesturland gætí orðið eitt helsta vaxtarsvæði landsins og að íbúafjöldi þess getí tvö- eða þrefaldast á næstu 10 til 15 árum. Þetta eru tölur sem segja má að endurspegli meiri bjartsýni um íbúa- þróun en heyrst hafi áður á opinberum vettvangi. Runólfur sagði jafnframt að háskólarnir á Hvanneyri og á Bifröst geymi aðgöngumiða að þekkingarsamfélagi morgundagsins og mannauðurinn sé sú auðlind sem býr í þekkingu okkar, menntun, huga og þjóð og sú auðlind sé ein af þeim fáu sem ekki klárist. Lengsti viðlegukantur landsins Nýr viðlegu- kantur Grundar- tangahafnar var formlega tekinn í notkun í byrjun febrúar. Skipa- komum hefur fjölgað gríðar- mikið á Grund- artanga undan- farin ár og þang- að komu 270 flutningaskip árið 2005. Mikl- ar vonir eru bundnar við að umferð um Grundatanga- höfn muni stór- aukast áfram og þar verði í fram- tíðinni ein helsta umskipunarhöfn landsins sam- hliða því að þrengir að hafn- sækinni starf- semi á dýrara landi á höfuð- borgarsvæðinu. Nýi viðlegukanturinn á Grundartanga er 500 metra langur, um 500 þúsund rúmmetrar af efni fóru til uppfyllingarinnar og framkvæmdin kostaði um 500 milljón- ir króna. Þegar Iitið er um öxl og árið 2006 gert upp má með nokkurri vissu halda því firam að árið hafi verið Vest- lendingum bæði gjöfult og gott í víðum skilningi. Árið einkenndist af framkvæmdum á öllum svæðum lands- hlutans, atvinnuleysi var lítið sem ekkert og veðráttan var þokkaleg. Þó má segja að nýliðinn nóvembermánuð- ur hafi einkennst af umhleypingum og vorið hafi verið kalt. Á fyrri hluta ársins fóru ffam kosningar til sveita- stjóma. Eins og jafnan í aðdraganda kosninga er tekist á, teknar ákvarðanir um framkvæmdir sem e.t.v. er ekki til fyrir og annað gert í þeim tilgangi að fegra ásýnd stjómmálaafla sem vilja ná glæsilegu endurkjöri. Nokk- ur sveitarfélög á Vesturlandi sameinðust samhliða eða í kjölfar kosninganna í vor og em nú 10 talsins í gamla Vesturlandskjördæmi. Og enn nálgumst við kosningar. I vor verður kosið til Alþingis og hafa nú þegar nokkrir stjómmálaflokkar kynnt ffamboðslista sína, en aðrir eiga það effir. Vafalaust verður hart tekist á um málefhi, fólk og áherslur í aðdraganda kosninganna í vor. Enn sem fyrr er mikilvægt að íbúar láti í sér heyra, bendi væntanlegum stjómmálamönnum á hagsmunamál sín og sinna svæða og sofi ekki á verðinum á neinn hátt. Munum það að þingmenn em ekkert annað né meira en fulltrúar fólksins. Það er ágæt Ieið til að ná athygli þeirra að beina athugasemdum og fyrirspumum til þeirra í gegnum fjölmiðil eins og Skessuhom. Við sjáum því ffam á fjömgt kosningavor hér á fféttaveitu Vestur- lands. Þegar fféttir Iiðins árs í Skessuhomi em rifjaðar upp kemur eitt og annað í ljós og af nægu er að taka. Blaða- menn hafa á árinu haff í mörg hom að líta og ekki á neinum tímapunkti glímt við fféttaþurrð. Hróður blaðs- ins og samnefhds fféttamiðils á netinu hefur verið að aukast og er nú svo komið að rekstur útgáfufyrirtækis- ins er í góðu jafnvægi. Segja má að tími hafi verið til kominn í Ijósi þess að Skessuhom hefur nú verið starf- rækt í 9 ár og gengið í gegnum erfiðleika á köflum. Sýn- ir þessi viðsnúningur umffam annað að íbúar á Vesmr- landi hafa með stuðningi sínum loks sýnt það í verki að þeir vilja hafa öfluga fféttaveitu starfandi á Vesturlandi. Lesendum og velvildarmönnum Skessuhoms víðsveg- ar um Vesturland, og utan þess einnig, em hér með færðar bestu þakkir fyrir ánægjulegt samstarf á árinu, með von um viðburðaríkt, gjöfiilt og gleðilegt ár 2007! Nafnið Peningasveit hlaut ekki brautargengi Á íbúaþingi, sem íbúar væntanlegs sveitarfélags sunnan Skarðsheiðar sóttu í upphafi árs tóku nemendur Heiðarskóla virkan þátt. Þeir fluttu erindi um sýn unga fólksins á hið nýja sveitarfélag og möguleika þess í ffamtíðinni. Meðal þess sem unga fólkið gerði fyrir þingið var að kanna hug nemenda og starfsfólks Heiðarskóla hvert ætti að vera nafn hins nýja sveitarfélags. I nýjum nöfnum var áberandi að fólk leitaðist við að nýta örnefhi á svæðinu. Má þar nefna Skarðshreppur, Skarðsheiðarbyggð, Glymhreppur, Akraskarð og Hvalborg. Til örnefna verður sjálfsagt að telja himininn og ein tillaga kom með nafninu Himnasveit. Af fleiri nöfnum má nefna Álfaborg, Grunnaíjarðarhreppur, Grunnifjörður, Melaþúfa, Skessuheiði, Sunnanhreppur og Hreppahreppur. Hlutskarp- ast í vali þeirra var þó nafnið Peningasveit, sem skírskortar til góðrar fjárhagsstöðu. Það nafn hlaut hinsvegar ekki náð fyrir augum fullorðna fólksins sem valdi að nefna sveitarfé- lagið Hvalfjarðarsveit, eins og alþjóð veit. Nýr Baldur I ársbyrjun var ákveðið að ráðast í stækkun Breiðafjarðar- ferjunnar Baldurs. Fest voru kaup á nýrri og hraðskreiðari ferju sem kom til heimahafnar í Stykkishólmi sl. vor. Nýja ferjan getur flutt allt að 50 bíla og 300 farþega. Ránfuglar í sviðsljósinu Fuglar komu talsvert við sögu á árinu sem er að líða. Ekki einungis að margir ræddu um framtíð rjúpunnar og skot- leyfa á hana, heldur voru öllu grimmari og fáséðari fuglar í sviðsljósinu. Myndarlegur fálki fannst í grjótgarðinum und- ir Olafsvíkurenni í lok janúar. Það voru íbúar sem komu fuglinum tíl bjargar, skítugum og grútugum en líklega hefur fuglinn komið fullnálægt múkka sem mikið er af á þessum stað. Fálkinn var fluttur á Náttúrufræðistofnun til frekari aðhlynningar. ur Sigmundsson sérleyfisakstri milli Vesturlands og höfuð- borgarsvæðisins eftir áratuga farsælt starf og nýtt fyrirtæki tók yfir sérleyfið. I annan stað urðu þau tímamót að Strætó bs. hóf áætlunarakstur á Akranes í fyrsta skipti. Leiðakerfi Strætó er þannig framlengt með legg á Akranes þar sem farnar eru margar ferðir á dag alla daga vikunnar. Viðtökur hafa verið góðar og nýta heimamenn á Akranesi ferðirnar óspart, enda ódýr ferðamáti, niðurgreiddur af ríki og Akra- neskaupstað. s------------------------------ Konráð maður ársins 2005 Konráð Andrésson, stjórnarformaður og stofnandi Loftorku í Borgarnesi ehf. var í upphafi árs kosinn Vestlend- ingur ársins 2005. Fyrirtæki hans hefur á undanförnum árum og áratugum vaxið og dafnað undir hans stjórn og er í dag stærsti vinnustaðurinn í Borgarbyggð og stærsta verk- takafyrirtækið í landshlutanum. Konráð hefur nú dregið sig í hlé frá daglegri stjórnun í fyrirtækinu en vinnur þar engu að síður fullan vinnudag 6 daga vikunnar þó kominn sé á átt- ræðisaldur. Þeir sem tilnefndu Konráð nefndu einkanlega það hversu farsæll og þrautseigur frumkvöðull og stjórnandi hann hafi alla tíð verið. Akumesingar duglegir að nota Strætó Á nýársdag var brotið blað í almenningssamgöngum á Vesturlandi í tvennum skilningi. I fyrsta lagi hætti Sæmund-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.