Skessuhorn - 20.12.2006, Page 31
skessuhoeri
MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2006
31
Við viðurkennum alla trú
- en ekki eru allir sem viðurkenna okkur
Olafur Haraldsson.
Aðventan er tími mikils annríkis
hjá flestum, enda í mörg hom að líta
við undirbúning jólanna. 1 öllum
hamaganginum vill það gleymast að
fjöldi fólks heldur ekki jól, að
minnsta kosti ekki í hefðbundnum
skilningi, og tekur lítinn þátt í und-
irbúningnum sem við hin erum svo
upptekin af. Eirm af þeim er Ólafur
Haraldsson, en hann tók bahá’ítrú
fyrir þrjátíu og fimm árum. I samtali
við Skessuhom segir Ólafur ffá jóla-
haldi fjölskyldtumar og grundvallar-
kenningum trúarinnar.
Höldum okkar hátíð
„Bahá’íar halda ekki jól sem slík,“
segir Ólafur. „Sem íslendingar og
meðlimir í fjölskyldum þar sem fólk
er kristdð tökum við auðvitað þátt í
jólahaldinu að einhverju marki.
Þetta var einhvemtíman orðað sem
svo í minni fjölskyldu að jólin væm
alltaf heima hjá ömmu og afa. Við
tökum þátt í jólunum með fjölskyld-
unni því við viljum ekki skera okkur
úr og erum alls ekki á móti jólunum.
Auðvitað má svo sem segja að jólin
séu að nokkm leytd hætt að vera
kristin hátíð en hafi þess í stað snúist
upp í að vera hátíð mammons, og
kannski tökum við að einhverju leyti
þátt í því. Þegar dætur okkar vora
yngri gáfum við þeim alltaf jólagjaf-
ir, enda fannst okkur ekki réttlátt
gagnvart þeim að þær fengju jóla-
gjafir ffá öllum nema okkur foreldr-
unum. Nú hefur fjölskyldan stækkað
og við höldum enn þessum sið. Við
höfum svo okkar eigin hátíð, sem er
hátíð gjafa og gestrisni, en hún er
undanfari föstu og er haldin síðast í
febrúar. Þá gleðjum við hvert annað
með gjöfum, höldum fjöl-
skylduboð og leggjum
áherslu á samvera, eins og
hefð er fyrir hjá kristnum
mönnum um jólin. I raun
hefur bahá’í trúin ekki tekið
neina sérstaka afstöðu gagn-
vart hátíðum eins og jólunum
því hver maður og hver þjóð
tekur þetta bara á sinn hátt.“
Trúum á fleiri
spámenn
Ólafur segir bahá’í trúna
yngstu trúarbrögð heimsins.
Samkvæmt þeim eiga öll trú-
arbrögð heims sameiginleg-
an, guðlegan upprana.
„Helstu trúarbrögð heimsins
hafa komið ffam með vissu milhbili
þegar sendiboðar ffá Guði koma til
að ffæða mannkynið. Þannig trúum
við á Jesúm Krist, Múhameð og alla
hina spámennina. Við köllum þetta
stighækkandi opinberun og segjum
að kennarinn kenni nemendum sín-
um í samræmi við það sem þeir hafa
hæfileika tdl að meðtaka. Þess vegna
sendir Guð spámenn sem opinbera
okkur sannleikann efdr því sem við
höfum getu tdl þess að meðtaka
hann. Yngsti ffæðarinn sem hefur
komið er Bahá’u’lláh, sem stofnaði
bahá’í trúna árið 1863. Örlítdð á
undan honum kom reyndar annar
sendiboði, Bábinn, árið 1844, ogvið
miðum okkar tímatal við komu
hans. Hjá okkur er því árið 163
núna. Þar sem við trúum því að öll
trúarbrögð komi ffá Guði má í sjálfu
sér segja að við séum líka kristdn.
Þegar ég gerðist bahá’íi gerðist ég
kristinn affur. Sem unglingur ákvað
ég að kristin kirkja höfðaði ekki til
mín og hætti að starfa með henni.
Eftir að ég gerðist bahá’íi gerðist ég
eiginlega meira kristinn en ég hafði
verið áður. Munurinn er sá að við
trúum á fleiri spámenn en bara Jesú
Krist. Við viðurkennum því öll trú-
arbrögð, en það er ekki víst að öll
trúarbrögð viðurkenni okkur. Eg vil
þó taka það ffam að við teljum okk-
ur ekkert æðri þeim sem aðhyllast
önnur trúarbrögð, bahá’í trúin er
bara næsti hlekkur í keðjunni. I
ffamtíðinni mun koma annar sendi-
boði, Bahá’u’lláh talaði um að þús-
und ár myndu líða ffá komu hans
þar til næsti spámaður yrði sendur,
og þá mun enn bætast hlekkur í
keðjuna..“
Eining mannkyns
Það er því ekkert í bahá’í trúnni
sem bannar Ólafi að fagna jólunum,
og það gerir hann með
fjölskyldu sinni. „Þessar
forsendur trúar okkar
banna sumé ekki að við
höldum upp á jólin, eða
hvaða aðra trúarhátíð sem
er og við leyfum okkur al-
veg að taka þátt í jólahald-
inu upp að vissu marki.
En ef við ættum að halda
upp á allar helgihátíðir
allra trúarbragða heims
gerðum við ekki mikið
annað,“ nú hlær Ólafur
og verður dálítdð dreym-
inn á svip. „Það væri nátt-
úrulega voðalega gaman,
en ég held að fáir hafi efni
á eilífum hátíðarhöldum.“
En hvaða hugmyndir
hafa bahá’íar um tilveruna og guð-
dóminn? „Grundvallarkenning
bahá’í trúarinnar er eining mann-
kyns, það er bara eitt mannkyn og
öll erum við íbúar þessa lands sem
heitir Jörð. Til þess að ná því mark-
miði verðum við að hlýta nokkram
grundvallarreglum. Ein þeirra er að
leggja niður fordóma gagnvart öðr-
um, hvort sem þeir snúa að kyn-
þætti, kynferði, trúarbrögðum eða
einhverju öðra. Auðvitað erum við
ekki öll eins, við höfum mismunandi
hörandslit, upplifum hlutina á mis-
munandi hátt og höfum mismun-
andi forsendur til þess að skynja
heiminn og guðdóminn. Þess vegna
leggjum við mikið upp úr sjálfstæðri
rannsókn á sannleikanum og
bahá’íar hafa því enga klerkastétt.
Þess í stað höfum við ákveðið stjóm-
kerfi og kosið er í ráð, og þá era all-
ir í ffamboði. Aldrei era lagðir fram
sérstakir framboðslistar og allur á-
róður er bannaður. Ef þú er kosinn
til þess að þjóna, þá þjónar þú. Við
leggjum líka mikið upp úr því að
rækta okkur sjálf andlega, til dæmis
með því að fasta einu sinni á ári. Þá
neytum við ekki matar ff á því að sól-
in kemur upp og þar til hún sest á
ný. Þessi fasta er í marsmánuði á
hverju ári. Föstuna endum við svo á
því að hefja nýtt ár, en nýársdagur
hjá okkur er 21. mars. Við biðjum
bænir og ástundum andlega lifhað-
arhætti, en það er lítið um sérstakar
hefðir eða trúarritúöl x bahá’í
trúnrú.“
Bindindisfólk
Bahaíar á Islandi era um fjögur-
hundrað talsins. Ólafur segir þá
leggja hart að sér við að breyta eigin
Hfemi og þannig endurspegla þær
kenningar sem trúin boðar. „Við
gerum ekkert, eða reynum að gera
ekkert, sem skapar óeiningu. Við
drekkum til dæmis ekki áfengi því
það er í mörgum tilfellum upp-
spretta mikillar óeiningar. Þetta er
bara okkar h'fsstíll og við höfum í
sjálfú sér ekkert á móti áfengi, það
bara tilheyrir ekki okkar h'femi að
neyta þess. Við leggjum líka mikla
áherslu á að byggja upp fjölskyldu-
böndin á sem réttlátastan hátt og
teljum hjónabandið heilaga stofhun.
Armað er að við bahá’íar tengjum
okkur ekki við tdltekirm stjómmála-
flokk, þó sum okkar kjósi. Annars
vinnum við að umreytingu án andófs
og reynum að leggja okkar á vogar-
skálamar til að stuðla að einingu og
velferð mannkyns.“
ALS
Þökkum samstarfið á árinu sem er að líða
Óskum nemendum, starfsmönnum og Vestlendingum
öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
HASKOLINN ABiFROST
www.bifrost.is
311 Borgarnes Sími: 433 3000