Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2006, Side 39

Skessuhorn - 20.12.2006, Side 39
.W tr cr §KgSSUIi©EK| MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2006 39 Stjóm Sparisjóðs Mýrasýslu árið 1983. F.v. Sigfús Sumarliðason, Gísli Kjartansson, Friðjón Sveinbjömsson sparisjóðsstjói, Magnús Sigurðsson, Þórarinn Jánsson, Rúnar Guðjónsson og Gísli V Halldórsson Friðjón Sveinbjörnsson fyrrverandi sparisjóðsstjóra. Stofnfé skyldi vera tíu millj- ónir og að hámarki rynni fimmtungur hagnaðar af reglulegri starfsemi spari- sjóðsins í Menningarsjóð- inn. Þótt sparisjóðurinn hefði löngum styrkt góð málefni, var með þessu búið að setja um slíka styrki fasta umgjörð. Fjölmörg verkefni í héraði hafa notið góðs af tilvist þessa sjóðs. „Við Sigfús gengumst eiginlega fyrir því að sjóð- urinn yrði stofnaður til minningar um Friðjón. Hafa margir sem standa að menningarmálum ýmis konar fengið styrki úr þess- um sjóð. Hæsta upphæð sem við höfðum greitt úr sjóðnum, þegar ég hætti, voru þrjár milljónir til Reykholtskirkjubyggingar, en þar hafa menn unnið stórvirki, sem er ómetanleg lyftistöng menningar í hér- aðinu. Héraðsmenn vita nú að þarna er liðs að leita.“ Félag aldraðra í Borgarfj arðardölum Nú búið með flest félagsstörf. Að baki liggur farsæll ferill sem margir hafa notið góðs af. Félags- aðild í ungmennafélaginu Brúnni er sjálflokið því nýlega var það lagt niður. Sama á við um sveitarfélag- ið. Bókasafnið, sem lengi var séð um með öðrum, á nú að taka af íbúum sveitarinnar. Framleiðenda- samvinnufélagið sem þátttaka hef- ur verið í mestalla æfina, er ekki lengur til. Enn er verið að syngja, bæði í Söngbræðrum og nú í vetur í kór eldri borgara hjá Jóni Þ. Björnssyni og svo er reglulega mætt á samkomur í félagi aldraðra. „Svolítið hef ég líka verið með í kór Reykholts- og Hvanneyrar- kirkna, þó ekki í vetur. Enginn fé- lagsskapur er betri en með fólki sem syngur. Þar eru nú flestir vin- ir mínir. Við Ragnheiður erum bæði í ellimannafélaginu, sem ég kalla svo. Komið er saman á hverjum miðvikudegi, en formlegir fundir sjaldnar. Þar er eitt og annað sér til gamans gert. Einhver kemur með skemmtiefni sem ekki hefur verið birt, og ef leyfi fæst er það sett í Gullastokkinn, sem við nefnum svo. Það er mappa sem við söfnum í þessum greinum, ljóðum og rit- gerðum. Eg geri nú svo sem ekki mikið í þessu félagi, en held utan um Gullastokkinn. Eg slæ efnið inn í tölvuna, prenta út og set í möppuna. Svo tókum við að okkur að endurskoða örneftiaskrár á fé- lagssvæðinu og sú vinna er komin vel áleiðis. Eg hef reyndar líka ver- ið að hnitsetja örnefni í Gilsbakka- landi. Er langt kominn með það, hvort sem ég lýk því nokkurn tím- an, ég er svo linur í löppunum. Það er nauðsynlegt upp á ffamtíðina að örnefnin séu geymd á vísum stað og haldist við, því nú umgangast menn landið á allt annan hátt en var og hætt við að þessi nöfh glat- ist ef ekki er aðgætt í tíma. Á sumr- in ferðumst við hjónakornin.“ Upplifað þúsund árin á einni mannsævi Sú kynslóð sem Magnús á Gils- bakka tilheyrir hefur að sumu leyti lifað þúsund ár Islandsögunnar á sinni ævi. Þessi kynslóð fær að kynnast gömlum vinnubrögðum sem horfin eru. Býr víða í torfbæj- um en lifir einnig allar þær ffam- farir sem yngra fólk þekkir ein- göngu í dag. Vatnaskil í íslensku samfélagi verður um stríðið. Þá eignumst við peninga í fyrsta sinn og ffamfarir eru stórstígar eftir það. En bretavinnan sleit menn líka upp, fólk sótti í að komast í hana. Ekki var verið að ferðast utan sveitar að neinu ráði á yngri árum og fyrsta ferð í Borgarnes var far- in fyrir fermingu. „Það eru forréttindi að hafa fengið að lifa svona miklar breytingar og margt ungt fólk skil- ur þetta ekki þegar ég er að reyna að lýsa um- hverfinu eins og það var. Eg tel mig ríkari fyrir vikið. Skilningur á þörf samhjálpar var trúlega meiri hjá minni kynslóð, við vissum hversu mikil- vægt það var að hver styddi annan. Allar framfarir á okkar tíð urðu í krafti samvinn- unnar. Samkenndinni þarf að viðhalda svo hagur íbúa í héraði haldi áfram að vænkast," sagði Magnús Sigurðsson að lokum. Dagur er að kveldi kominn. Haldið er af stað niður brekkuna. Bæjarhúsin hverfa sjónum í bak- sýnisspeglinum. Jöklarnir hneigja kolla sína í kveðjuskyni í tungl- skininu. Hugurinn fullur af fróð- leik og þakklæti. Blaðamaður hefur notið hverrar mínútu í návist Magnúsar og Ragnheiðar og gest- risni þeirra. Með tilhlökkun er hugsað til næsta fundar við þessi mætu hjón. BGK r Óskum Vestlendingum öllum gleðilegrajóla og farsældar á nýju ári. Þökkum samstarfið á árinu sem er að líða V E S T ö R L A N D J Bjarnarbraut 8 - Borgarnesi sími 433 7550 Konráð Konráðsson - Eyjólfur Torfi Geirsson Gleðileg jól Sendi mínar bestu óskir um gleðileg jól og farsæld ó nýju óri Þakka samstarfið ó órinu sem er að líða Magnús Stefánsson Félagsmálaráðherra www.xb.is ________________________

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.