Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2006, Qupperneq 42

Skessuhorn - 20.12.2006, Qupperneq 42
42 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2006 Systur áttu fyrirbura sama daginn Voru kallaðir Valentúiusartvíburamir Systurnar Drífa og Brynja Baldursdætur eru fæddar með árs millibili og hafa alltaf verið samrýndar. Arið 2004 kom í ljós að þær ættu báðar von á sínu öðru bami. Fæðingardagurinn var settur með mánaðar millibili en báðar áttu þær bömin á Val- entínusardaginn, þann 14. febr- úar á síðasta ári. Bömin vom fædd 11 og 7 vikum fyrir tímann og vógu aðeins 6 og 9 merkur. I ár urðu þær aftur bamshafandi á svipuðum tíma. Drífa og Brynja sögðu blaðamanni Skessuhoms frá þessari ótrúlegu tilviljun. „Okkur fannst alveg nógu merkileg tilviljun að það ætti bara að vera mánuður á milli fæðingar- daganna," segir Brynja og hlær. „Hildur Arney, dóttir Drífu, átti að fæðast 29. apríl og Einar Magni, sonur minn, þann 26. mars. Auðvitað var rosalega gam- an að vera svona samferða." Það vill reyndar þannig til að þær syst- urnar eru alls fjórar og þær þrjár elstu hafa alla tíð fylgst að í barn- eignum. „Anna systir okkar og ég áttum okkar fyrstu börn með fyrir það sem eftir var meðgöng- unnar. Eg var búin að vera þar í um mánuð þegar vatnið fór að morgni sunnudagsins 13. febrúar, en ekkert gerðist fyrr en upp úr kvöldmat. Hildur var svo fædd fimm mínútur yfir miðnætti." Brynja fór upp á Sjúkrahús Akraness klukkan 2 að nóttu og Einar Magni var fæddur innan við þremur klukkustundum síðar. „Eg fékk svokallað fylgjulos og var keyrð inn á deild án þess að hafa talað við neinn í fjölskyld- unni. Eg ætlaði nú ekki að fara að láta mannskapinn hafa áhyggjur af mér þegar Drífa var nýbúin að eignast eitt stykki Þumalínu!“ „Nei, þú varst að eiga bam!“ Einar Magni eyddi fyrstu klukkustundum lífs síns á Akra- nesi en var svo fluttur þaðan til Reykjavíkur í sjúkrabíl. I bílnum var hjúkrunarkona sem átti erfitt með að átta sig á aðstæðum. „Eg var að reyna að segja henni að systir mín hefði verið að eiga barn Systumar fengu ai bittast meí bömin ífyrsta skipti þegarþau voru orðin átta daga gömul. Þessi mynd er tekin viS það tœkifœri Brynja og Drífa með Valentínusartvíburana sína. Flökkusaga á Vestfjörðum Hildur Arney fæddist 11 vikum fyrir tímann, var 6 merkur og 41 cm. Einar Magni fæddist tæpum 7 vikum fyrir tímann, var 9 merkur og 42 cm. Litlu frændsystkinin vöktu athygli á sjúkrahúsinu. „Þau voru kölluð Valentínusartví- burarnir á vökudeildinni og þetta þótti rosalega sætt. Sú tillaga kom strax upp að láta fjölmiðla vita af þessu en við vildum fá frið svona til að byrja með. Við vorum samt alveg heimsffægar á spítalanum,“ segir Brynja og skellihlær. Drífa bætir því við að starfsfólkið hefði haft orð á því að svona tilfelli hefði aldrei komið upp áður. „Mér skilst að einhvern tímann hafi systur átt á svipuðum tíma en aldrei fyrirbura. Eiginlega fannst mér það fyndnast þegar frænka okkar sem býr fyrir vestan heyrði sögu úti í bæ um systurnar sem höfðu eignast fyrirbura sama dag- inn. Þetta var orðin flökkusaga á Vestfjörðum!“ Fengu að vera saman í stofu Sjálfar tóku systurnar aðstæð- unum með jafnaðargeði. „Það þykir mjög skrítið að liggja með systur sinni en við töluðum varla um þetta. Það gerðist svo hratt og var svo mikið brjálæði allt saman. Við eyddum dögunum í að mjólka okkur á milli þess sem við gáfum börnunum uppi á vökudeild. Drífa trillaði mér um allt í hjóla- stól og við fengum að vera saman í stofu,“ segir Brynja og Drífa bætir því við að systurnar hafi haft mikinn stuðning hvor af annarri. „RS vírusinn var búinn að vera skæður á þessum tíma. Þess vegna var búið að herða reglur um heimsóknir mjög mikið. Systir okkar mátti ekkert koma og mamma og pabbi fengu rétt að stinga inn nefinu. Að því ffátöldu kom enginn í heimsókn.“ Brynja viðurkennir að sjúkra- húsvistin hafi engu að síður verið erfið að mörgu leyti. „Eg var hræðileg á spítalanum, fannst allt ómögulegt og grenjaði yfir öllu. Aumingja Drífa, sém átti í raun miklu meira bágt, var alltaf milli- þriggja mánaða millibili," segir Brynja. „Þegar Drífa varð óffísk að sínu fyrsta barni reyndist Anna eiga von á sínu öðru. Þau fæddust með tveggja mánaða millibili. Svo fæðast þessi tvö sama daginn og loks urðum við Drífa ófrískar í ár. Eg átti í september en hún er skrifuð í febrúar. Engin okkar hef- ur náð að ganga með fram að áætluðum fæðingardegi og í hvert skipti kemur alltaf sitt hvort kyn- ið!“ Fæddust með 5 klukkustunda millibili Þrátt fyrir þessa runu tilviljana átti enginn von á því sem gerðist umræddan Valentínusardag. Drífa hafði legið inni á Landspít- alanum í fimm vikur áður en að fæðingunni kom. „Þegar ég var komin tæpar 24 vikur á leið kom í ljós að ég var með leghálsbilun og læknarnir sáu fram á að Hildur gæti fæðst hvað úr hverju. Eg var því lögð inn og þurffi að liggja en hún horfði bara á mig og sagði blíðum rómi: Nei, elskan - þú varst að eiga barn,“ segir Brynja og hlær. „Eg hélt áfram að reyna að segja henni hvað ég hefði mikl- ar áhyggjur af Hildi en hún benti bara á Einar og reyndi að sann- færa mig um að hann hefði það bara fínt.“ Drífa átti líka bágt með að trúa fréttunum í fyrstu. „Eg var á allt annarri deild af því ég var gengin svo stutt. Við vorum á vökudeild- inni til um það bil klukkan þrjú um nóttina. Svo fórum við bara að sofa. Þegar ég vaknaði um morg- uninn og leit á símann sá ég að Anna systir var mikið búin að reyna að ná í mig. Eg hringdi í hana og hún sagði mér að Brynja væri líka búin að eiga. Eg hélt þetta væri einhver lélegur brand- ari og var ekki alveg að skilja húmorinn." Frœndsystkinin eru afar samstíga í bókstaflegri merkingu - þau tókufyrstu skrefin með aðeins dags millibili.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.