Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2006, Page 43

Skessuhorn - 20.12.2006, Page 43
^&usuhuk. MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2006 43 Böm systranna. Vinstra megin sitja böm Drífu, Hildur Amey og Benedikt. Emilia Anna, elsta dóttir Brynju, situr með nýfieddan bróður sinn Amar Pálma og lengst til hægri er Ein- ar Magni. liður milli mín og ljósmæðranna.“ Drífa samsinnir því og hlær: „Þær sögðu alltaf: „Heldurðu að systir þín vilji hitt og þetta?“ En þetta var allt miklu meira áfall fyrir Brynju. Eg var búin að vera að undirbúa mig undir að eiga fyrir- bura vikum saman og hafði fengið tilheyrandi fræðslu. Þetta gerðist bara einn, tveir og þrír hjá Brynju.“ Konur með risastór böm Systurnar segja að þótt starfs- fólk Landspítalans hafi staðið sig vel hefði margt mátt bemr fara þessa fyrstu daga. „Það er mjög léleg aðstaða á spítalanum, bæði fyrir foreldra fyrirbura og foreldra veikra barna,“ segir Drífa. „Starfsfólkið gerir sitt besta en það hefur náttúrulega ekki tök á að taka mann í sálffæðitíma. Svo situr maður niðri á sængur- kvennagangi þar sem konurnar sitja í röðum með risastóru börn- in sín. Maður var eitthvað svo týndur." Einar Magni fékk að fara heim af sjúkrahúsinu eftir tvær vikur en Hildur Arney fékk ekki að fara heim fyrr en eftir tvo mánuði. Þá vóg hún aðeins 2,8 kg. „Hún var fjögurra mánaða þegar hún náði fæðingarþyngd sumra barna,“ segir Drífa. Hraust og heilbrigð Þótt frændsystkinin séu fædd fyrir tímann eru þau bæði hraust og heilbrigð. „Það hefur ekki ver- ið neitt meira að henni en öðrum börnum," segir Drífa um dóttur sína. „Hún verður veik en heldur í við jafnaldra sína í þroska þótt hún sé töluvert minni en þeir.“ Brynja segir það með ólíkindum hversu lík börnin eru. „Þau eru alltaf nákvæmlega jafnstór og jafnþung. Svo tóku þau fyrstu skrefin með aðeins eins dags millibili þótt hann hafi reyndar verið lengur að læra að labba. Það er alveg ótrúlegt hvað Hildur er dugleg í einu og öllu.“ Brynja er búsett á Akranesi en Drífa í Reykjavík. „Það er spurn- ing hvernig við skipuleggjum af- mælisveislurnar í framtíðinni,“ segja þær og hlæja. „Kannski við sláum þessu bara saman þótt þetta yrðu líklega 50 manna veislur með öllu föðurfólkinu!" SÓK VERKTAKI - Við byggjum upp - ...óskum Skagamönnum til hamingju me3 nýju verslunarmiístöðinal Snjómokstur á Vesturlandi um jól og áramót Vegagerðin mun hreinsa snjó eftirtalda daga, á eftirtöldum leiðum, ef þörf er á um jól og áramót: Dagana 21. 23. og 26. desember og 2.janúar. Allar aðalleiðir í Borgarfirði og einnig um Geldigadraga, í Reykholt og Húsafell. Allar aðalleiðir á Snæfellsnesi ásamt Utnesvegi að Hellnum, um Alftafjörð' og Skógarströnd. Einnig um Heydal, Bröttubrekku, Laxárdalsheiði, flf Svínadal, Reykhólasveit að Reykhólum og í Kollafjörð. #Á aðfangadag 24. desember og gamlársdag 31. desember verður þjónusta fram að hádegi á þessum sömu leiðum nema ekki um Geldingsdraga og : ekki frá Reykholti í Húsafell. Dagana 20., 22., 27., 28., 29., og 30. desember og 3. janúar erþjónustað " samkvœmt áætlun. #Á jóladag og nýársdag verður þjónusta frá kl. 10:00 á leiðum sem venjulega eru með vetrarþjónustu alla daga, það er Hringvegur, Akrajjallsvegur, Hvalfjarðarvegur, Snœfellsnesvegur frá Borgarnesi að Hellisandi um Fróðárheiði, um Vatnaleið og norðanvert Snœfellsnes milli Stykkishólms og Ólafsvíkur, í Búðardal um Bröttubrekku. ia Upplýsingar um færð eru veittar í síma 1777 og í talhólfí, í síma 1778 * Vegagerðin á Vesturlandi

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.