Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2006, Blaðsíða 46

Skessuhorn - 20.12.2006, Blaðsíða 46
46 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2006 Baríst fyrir bjartsýniimi Rætt við Þrúði Kristjánsdóttur í Búðardal Þrúður Kristjánsdóttir hefur ekki tölu á þeim nemendum sem hún hefur útskrifað úr grunnskól- anum í Búðardal. Hún kom þang- að fyrst árið 1962 með eiginmanni sínum, dalamanninum Sturlu Þórðarsyni, og var þá skólastjóri í tvö ár. Síðan hefur hún alltaf verið viðloðandi skólann og lengst af sem skólastjóri eða frá 1981 og til 2003. „Eg ætlaði aldrei að vera nema einn vetur við skólann," segir Þrúður og hlær sínum létta og smitandi hlátri. „Eg virðist ekki geta hætt, því ég er að kenna for- fallakennslu þessa dagana.“ Þrúður mun trúlega ekki hætta meðan hún hefur heilsu til að vinna og eftir áramótin tekur við kennsla við Menntasmiðju kvenna á Varmalandi í Borgarfirði sem þær systurnar Þrúður og Jóna Val- gerður standa fyrir. „Menntasmiðjan er í námskeiða- formi og kennt frá föstudegi til sunnudags sjö helgar í röð. Þetta er hugsað sem uppbygging og hvatning fyrir konur til frekara náms og stendur til boða öllum lega haldið þeim sið. „Eg hef alltaf verið svo heppin að vera í starfi sem ég elska þótt skólastjórastarfið sé þess eðlis að maður tekur það með sér heim og er skólastjóri allan sólarhringinn. Það hefur verið gaman að fylgjast með skólabörnunum í Dölunum gegnum tíðina. Eg hef geta fylgjst með þeim fram á unglingsárin, en eftir það missir maður af þeim þar sem obbinn fer burt eftir grunn- skólanám og það vantar þennan aldurshóp í sveitarfélagið. I seinni tíð hafa margir að vísu nýtt sér fjarnám, t.d. við háskólann á Akur- eyri og þar er um margar leiðir að velja og þann kost hefur ungt fólk og fólk á miðjum aldri notfært sér í seinni tíð. Það er hins vegar leitt að vita til þess að flestir þeirra sem fara í framhaldsnám suður koma aldrei aftur. Við rekum hér þjónustusam- félag í Búðardal en það er ekki vítt svið og þetta unga fólk fær ekki starf við sitt hæfi hér þótt það vildi. Það er mikil eftirsjá að þessu fólki og þess vegna skiptir miklu máli að það takist vel til með uppbyggingu hér í framtíðinni og að halda bjart- Þrúður Kritjánsdóttir. Systumar ípeysufótum sem móðir þeitTa saumaði. Fremst á myndinni situr Jóhanna móðir þeirra en systkinin eru frá vinstri: Jóna Valgerður, Þrúður, Fjóla Guðrún, Laufey Erla, Freyja, Gucjón Amar, Matthildur Herborg, Jakoh Krisján ogAnna Karen (sem gat uf augljósum ástaðum ekki skrýðst sínum búningi við þetta tœkifieri). hef alla ævina barist fyrir bjartsýn- inni og hef tekið þátt í ýmsu sem ég hef talið geta aukið á hana. Eg ásamt öðru góðu fólki gáfum hér út blað í 10 ár sem hét Dalablaðið. Það kom út mánaðarlega fyrstu árin, en svo vorum við í lokin orðnar tvær til að halda því gang- andi og þá kom það út 4 sinnum á ári. Hér vantar ekki hugmyndirnar, en það þarf fjármagn og bolmagn til þess að koma góðum verkum í framkvæmd og þar steytir yfirleitt á skeri. Helsta vonin í Dalabyggð er að landbúnaðurinn styrkist og það gæti vel gerst og útlitið er betra en oft áður. Það eru að verða breyt- ingar í mjólkurstöðinni í Búðardal, störfum þar er að fækka og við treystum varlega loforðum um annað og það er skiljanlegt að íbú- unum ói við, ekki hvað síst meðan lítið fer fyrir annarri uppbyggingu. Það eru líka heilmiklir mögu- leikar í ferðaþjónustu hér. Hún hefur verið að eflast undanfarin ár og þar má til dæmis benda á Ei- ríksstaði og Leifssafnið sem verið er að koma á fót í Búðardal. Við búum á söguslóðum og það hefur verið sagt að sagan í Dölunum sé eitt best varðveitta leyndarmál á landinu og það þarf að tengja stað- inn við söguna og gera hana sýni- lega til að fá fólk til að stoppa leng- ur hjá okkur. Eg tók þátt í samvinnuverkefni á vegum Evrópusambandsins sem nefndist Viking Destination og lauk í vor. Við gerðum áætlun fyr- ir skólabúðir að Eiríksstöðum. Verði eitthvað úr hugmyndum sem þar komu fram þyrfti að byggja skála sem nýttist undir kennslu á vorin og haustin, en gæti hýst veit- ingasölu, fyrirlestra og ýmis konar námskeiðahald þess á milli. Það liggur ekki enn fyrir niðurstaða í því máli, en þarna þyrfti að koma til stuðningur sveitarfélagsins við verkefnið svo hægt væri að sækja um styrki. En það vantar einnig einhvers konar iðnað hingað. Það hafa margar skemmtilegar hugmyndir litið dagsins ljós án þess að nokkuð kæmi út úr þeim. Eg var ein af þeim sem barðist fyrir Dalaleir, en konum á Vesturlandi. Það er kom- ið víða við og meðal námsefnisins er enska, íslenska, tölvuvinnsla sjálfstyrking, ræðulist, fundar- stjórn, fjármálastjórn og frum- kvöðlafræði svo eitthvað sé nefnt. Þetta nám gefur engin réttindi, en það er mjög góður grunnur að frekara námi. Konur á öllum aldri hafa sem betur fer verið duglegar að nýta sér þetta tækifæri og nú þegar er ég líklega einnig með ís- lenskunámskeið fyrir útlendinga í Búðardal eftir áramótin. Eg hef gert það áður og nú er kominn nýr hópur fólks sem þarf að komast í íslenskunám." Eftirsjá að ungxx fólki Þrúður á ekki langt að sækja dugnaðinn. Hún er strandamaður að uppruna, dóttir Kristjáns Guð- jónssonar og Jóhönnu Jakobsdótt- ur og er næstelst níu systkina. Hún var alin upp í Reykjafirði og í Látravík til firnm ára aldurs og fluttist þaðan til Isaíjarðar. A æsku- heimilinu voru verk aldrei látin úr hendi falla og Þrúður hefur greini- sýninni þótt það geti verið erfitt. Það er heldur ekki til að lyfta andanum að fá þá umsögn í einu dagblaðanna að staðurinn sé í upp- talningu yfir mestu krummaskuð landsins. Þetta átti auðvitað að vera fyndið, en börnin lesa þetta og við sem umgöngumst þau vitum að svona umfjöllun hefur neikvæð áhrif á þau. Þetta eru niðrandi um- mæli og til skammar að láta þau frá sér fara en ég hef sagt það við börnin að staðurinn sem þau búi á verði aldrei öðruvísi en þau geri hann sjálf. Eg er viss um að það yrði ekki liðið að taka fyrir ein- hverja götuna í Reykjavík og íbúa hennar og dæma á þennan hátt.“ Vantar fjármagn og bolmagn Þrúður hefur aldrei dregið af sér við að berjast fyrir uppbyggingu og bættum hag Dalamanna. „Eg veit að ég þyki afskiptasöm, en mér finnst að maður verði að taka þátt í að móta samfélagið og þjóna því meðan maður getur. Eg Skólahúsið í Búðardal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað: 51. tölublað (20.12.2006)
https://timarit.is/issue/404138

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

51. tölublað (20.12.2006)

Aðgerðir: