Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2006, Síða 51

Skessuhorn - 20.12.2006, Síða 51
SBrassmigftBWi MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2006 51 Með jólakveðju úr Borgamesi Héðan úr Borgarnesi er allt gott að frétta. Verið er að byggja fjölda húsa við Kvíaholt og Stöðulsholt, bæði parhús og einbýlishús, tvær blokkir eru í byggingu við Arnar- klett, svo það ætti nú ekki að vera mikil húsnæðisekla í „Nesinu" þegar allt þetta húsnæði verður til- búið. Byrjað er að grafa fyrir Menntaskóla á gamla íþróttavell- inum, en áætlað er að byggingu hans verði lokið fyrir næsta haust. Það verður frábært fyrir ungling- ana okkar að geta stundað fram- haldsnám hér heima. Hafin er bygging leikskóla við Ugluklett, sem er ný gata í Bjargslandi og á hann að vera tilbúinn næsta vor. Til að mæta eftirspurn eftir leik- skólaplássum var svokallað Skalla- grímshús tekið undir leikskóla meðan beðið er effir að nýi leik- skólinn verði tilbúinn. Endurbæt- ur eru hafnar á gamla mjólkursam- laginu. Byrjað er á húsum við Brákarbraut meðfram gamla KB planinu, þar stóð áður gamli bragginn suðurfrá eins og sagt var. Eg vona bara að ég tapi ekki útsýni heiman frá mér (já, svona getur maður nú verið eigingjarn). Sumarið var nú ekkert sérlega gott, lítið um sólskin og blíðviðri, það verður bara betra næsta sumar. Heyskapur gekk brösuglega hjá okkur. Nú verðum við að kaupa hey handa hrossunum, það er eitt- hvað sem við höfum ekki þurft að gera áður. Hollvinasamtök Englendinga- víkur eru mjög ánægð með árið sem er að líða. Búið að gera gömlu steinbryggjuna svona líka fína, skafa ofan af gömlu hleðslunni og hún löguð þar sem þurfa þótti. I neðra pakkhúsinu var opnuð sýn- ing 16. september um Pourquoi- Pas? strandið. Þá voru liðin70 ár frá þessum atburði út af Mýrum. Var opnun sýningarinnar eins kon- ar vígsla pakkhússins, í glampandi sól og logni. Maður fyllist stolti hversu vel til tókst með pakkhúsin sem sóma sér svo vel nýuppgerð. Næst er að byrja á gömlu búðinni og gera hana upp. 22. mars n.k. er 140 afmæli verslunar við Brákar- poll. Gaman væri að halda upp á afmælið næsta sumar með ein- hverjum hætti í Englendingavík. Það sem hæst ber á þessu ári hérna í „Nesinu“ er án efa Land- námssetur Islands. Maður á ekki orð yfir að lýsa hrifningu sinni hversu vel hefur tekist til með allt á þeim bæ. Egils- og Landnáms- sýningarnar eru alveg meiriháttar svo ég tali nú ekki um Mr. Skalla- grímsson, alltaf uppselt á hverja sýningu, farið að auglýsa sýningar í apríl á næsta ári. Milli jóla og nýárs verður frumsýndur sögusöngleik- urinn „Svona eru menn,“ KK spil- ar og syngur og Einar Kárason segir sögu hans. Þetta verður áhugverð sýning. Eg leyfi mér að segja; Sigríður og Kjartan til ham- ingju og velkomin í Borgarnes, það var hvalreki að fá ykkur hing- að. Hjá mér hefur ýmislegt gerst á þessu ári. Eitt barnabarn bættist í hópinn, en hún var nú aðeins viku- gömul þessi elska þegar foreldrar hennar fluttu til Danmerkur með alla fjölskylduna. Þar ætla þau að vera við nám næstu árin. En nú hefur maður ástæðu til að skreppa oftar til Danmerkur og þangað er alltaf jafn gaman að koma. Móðir mín elskuleg kvaddi okkur 23. ágúst rúmum mánuði eftir 95 ára afmælið sitt. Eg segi nú bara að það er ekki mikið mál að verða svona aldraður ef maður fær að vera eins hress og ern eins og hún var. Það var sama um hvað var tal- að við hana hún var með allt á hreinu hvort heldur var körfubolti, tónlistarviðburðir eða aðrar uppá- komur, hún vildi fylgjast með sínu fólki og fylltist stolti þegar Borg- nesingar stóðu sig vel hvar sem var í heiminum. Því sagði hún: „Borgames er það besta ég veit, býsna er þar umhverfis fógur srveit alltaf er hún svo glöð og hress „the little lady from Borgamess. “ Ég vona að Vestlendingar og landsmenn allir eigi góða og frið- sæla jólahátið og að komandi ár verði okkur öllum gott og gæfu- ríkt. Jólakveðja úr Borgamesi, Ingibjörg Hargrave Gleðileg jól ogfarsœlt komandi ár , i ! s I Ó'skum mðákiptammmi akkar áem ag landsmmimun álliun cjleðileijra jála aij faráældar á kamandi ári. móálaptin a avinu áem er a ð líða. i ENGJAASI 2-8 - SIMI 433 9000 'X Æ

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.