Skessuhorn - 20.12.2006, Page 53
MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2006
53
✓
Agætu lesendur!
Brátt er árið 2006 á enda og þeg-
ar litdð er til baka finnst manni
stutt frá síðustu jólum. Það er
meira hvað tíminn flýgur áfram.
Hefur þetta eitthvað með aldurinn
að gera eða er klukkan farin að
ganga hraðar? Þetta er það sem
maður verður að sætta sig við og
hafa í huga að nýta tækifærin sem
gefast, því ekki verður betri tími
seinna, það er næstum því víst.
Arið 2006 hefur verið íbúum
Stykkishólms hagstætt. Þó dró
dökkt ský fýrir sólu þegar ungur
Hólmari lést í umferðarslysi rétt
við bæjardyrnar fýrir nokkrum
dögum. Svo hörmulegur atburður
hefur mikil áhrif á samfélagið. Þá
finnum við vel hvað stutt er í sam-
huginn og samúðina. Hér fýlgist
fólk hvert með öðru í þægilegri
fjarlægð, og þegar eitthvað bjátar
á, þá er nærveran til staðar. Svona
hörmulegt slys vekur hvern og
einn til umhugsunar hversu stutt
bilið getur verið milli lífs og
dauða. I umferðinni leynast hætt-
urnar. Því ber ökumönnum að sýna
aðgát í akstri og þegar umferðinni
er orðin svo mikil eins og dæmin
sanna er það ennþá mikilvægara.
Undirstaða hvers bæjarfélags er
atvinnulífið. A þessu ári hefur ver-
ið næg atvinna hér og er það þakk-
arvert. Fram til þessa hefur sjávar-
útvegurinn verið lang þýðingar-
mesti þáttur atvinnunnar. Frá
þeirri grein hafa peningarnir kom-
ið.
Nú eru 3 ár síðan að skelveiðar
voru bannaðar. Afleiðingar þess
hafa verið að koma í ljós síðan.
Mikilvægi sjávarútvegs í atvinnu-
lífinu hefúr minnkað tdl muna og
störfum hefur fækkað. Einn þátt-
urinn er að útgerð hefur mjög
dregist saman og eru aðeins gerðir
út 3 bátar sem eru yfir 20 tonn að
stærð.
Þrátt fýrir fækkun fólks í sjávar-
aútvegi hefur ekki komið upp at-
vinnuleysi. Þar vegur upp á móti
mikill uppgangur sem er í bygg-
ingaiðnaði. Mikið hefur verið
byggt í Hólminum bæði húsnæði
fýrir einstaklinga og stofnanir.
Hendur sem áður unnu á sjónum
hafa fengið verkefni í landi.
A árinu hefur verið unnið að
byggingu nýs leikskóla sem er um
550 fermetrar að stærð. Skipavík
hf í Stykkishólmi hefur séð um
verkið samkvæmt tilboði og nú sér
fýrir lok ffamkvæmda. Reiknað er
með að flytja í nýja húsið strax á
nýju ári og verður þá allt frágang-
ið; hús, búnaður og lóð. Það var
óvenjulegt að sjá að verið var að
planta trjám og þökuleggja um
miðjan nóvember eins og um há-
sumar væri. En allt virðist vera
hægt og óþarfi að horfa til árstíma.
Skipavík hefur haft fleirí verk-
efni á sinni könnu á árinu. Fyrir-
tækið byggði nýtt verslunarhús við
Aðalgötuna sem hefur verið tekið í
notkun. Þar eru vanir menn að
störfum og var byggingatíminn
stuttur, eða um 4 mánuðir. Næsta
verkefni er að byggja 6 íbúða rað-
hús sem á að vera tilbúið eftir 6
mánuði. Það ætti ekki að verða
mikið mál.
Nýtt pósthús er í byggingu og
heyrst hefur að KB banki hafi
fengið úthlutað lóð við Aðalgötuna
og hafi áhuga á að byggja nýtt hús-
næði undir starfsemi bankans. Að
loknum framkvæmdum við póst-
hús og banka losnar húsnæði sem
verður vonandi auðvelt að finna ný
verkefni fýrir sem skapa ný störf.
Skilyrði til búsetu í Stykkishólmi
hafa batnað til mikilla muna á síð-
ustu árum og samanburður við
höfuðborgarsvæðið er okkur ekki
lengur eins óhagstæður.
Þjónusta við bæjarbúa er mjög
góð á mörgum sviðum. Við höfum
gott sjúkrahús og heilsugæslustöð.
Lágvöruverslun hefur verið starf-
rækt í nokkur ár og samkeppni er
að komast á varðandi bensín. Ork-
an er að opna bensínstöð, en hing-
að til hefúr Olís verið með einu
bensínstöðina. Samkeppnin skapar
bættan hag bæjarbúa. Með kaup-
um Orkuveitu Reykjavíkur á Hita-
veitu Stykkishólms lækkaði hitun-
arkostnaður um 30%, sem bætti
hag bæjarbúa. Til viðbótar má
nefna góða sundaðstöðu, golfvöll
og veitingahúsaþjónustu.
Framtíð Stykksihólms er björt
þessa dagana. Ibúar af Reykjavík-
ursvæðinu hafa áhuga á að eignast
hér hús eða íbúðir. Það er gott til
þess að vita að þeir sjái kosti þess
að dvelja hjá okkur og staðfestir
það í huga okkar að hér er gott að
búa.
Með þessum orðum sendum við
útgefendum Skessuhorns þakkir
fýrir gott blað og Vestlendingum
óskir um gleðileg jól og farsæld á
nýju ári.
Gunnlaugur Auðunn Amason.
Gleðileg jól ogfarsœlt komandi ár
Þökkum samstarfið á árinu
sem er að líða
Efnalaug
tNJottahús
Borgarbraut 55
Borgamesi
s. 4371930
j