Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2006, Side 60

Skessuhorn - 20.12.2006, Side 60
60 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2006 Hefur alltaf haft þörf til þess að láta gott af sér leiða Rætt við Pauline McCarhty sem hefur þá köllun að hjálpa þeim sem hjálpar er þurfi - nú selur hún pelsa til stuðnings einhverfum börnum Heima í stofu á Skagabraut á Akranesi. í Málningarbúðinni á Akra- nesi hefur síðustu vikumar ver- ið rekinn eins konar markaður þar sem hægt er að kaupa pelsa, gamaldags kjóla, perlur og ýmis konar skart fyrir lítinn pening. Allur ágóði rennur til styrktar einhverfum bömum, en konan á bak við framtakið, Pauline McCarhty, segist hafa unnið að góðgerðarmálum svo lengi sem hún man eftir sér. „Eg hef alltaf haft ríka þörf til þess að láta gott af mér leiða og er í stanslausri leit að góðum hug- myndum til fjáröflunar fyrir verk- efni og samtök sem hafa það að markmiði að bæta samfélag okkar og styðja þá sem höllum fæti standa. Hugmyndin að þessum markaði kviknaði í kjölfar þess að ég keypti mér pels á Ebay fyrir um það bil tveimur árum og allsstaðar sem ég kom var fólk að dáðst að honum og óska sér þess að það ætti svona flík. Mér fannst þá alveg gráupplagt að panta nokkra pelsa í viðbót og selja þá á góðu verði í Kolaportinu til styrktar einhverf- um börnum. Eg er ansi hvatvís manneskja og rauk strax í að panta hundrað og tuttugu pelsa. Mér fannst þetta svo frábær hugmynd og í ákafanum spáði ég náttúrulega ekkert í innflutningsgjöld og tolla sem gerðu það að verkum að summa dollaranna sem borga þurfti fyrir pelsana átti eftir að hækka all verulega. En á endanum tókst mér nú að leysa þetta allt saman út og var lengi með bás í Kolaportinu. Það gekk vel og úr- valið jókst smám saman. Þegar þetta spurðist út fór fólk líka að koma með hluti til mín sem það þurfti að losa sig við og þannig rúllaði boltinn áfram. I júní flutti ég á Akranes og í haust fór ég á stúfana að leita að stað til þess að halda sölunni áfram, enda átti ég töluvert af dóti eftir. Eg kom að máli við Jóhönnu og Loga í Málningarbúðinni og datt í hug að ég gæti kannski leigt smá horn í búðinni þeirra undir markaðinn. Þau máttu ekki heyra á það minnst að ég borgaði nokkra leigu en buðu mér að koma með dótið og selja hjá þeim endurgjaldslaust. Þau eru yndisleg, bæði tvö, og ég er þeim ákaflega þakk- lát fyrir að taka svona vel á móti mér. Nú fyrir jólin verð ég hinsvegar með bás í Kolaport- inu dagana 21. til 23. desember þar sem ég sel pelsana mína til stuðnings einhverfum börn- um.“ Einhverfir eru ekki vitlaust fólk Ágóðanum af markaðnum hyggst Pauline nota til þess að koma á laggirnar nokkurs konar starfsþjálfun fyrir einhverf ungmenni, en sonur hennar er ein- hverfur og því þekkir hún vel til þeirra mála. „Á Islandi er að mínu viti unnið gott starf í þágu ein- hverfa barna upp að um það bil sextán ára aldri. En þá eru þau skil- in eftir í dálítið lausu lofti. Draum- urinn minn er að koma upp að- stöðu þar sem við getum kennt þessum krökkum að gera við bíla, rafmagnstæki og þess háttar og að- stoðað þau svo við að fá vinnu við hæfi. Þeir sem eru með einhverfu eru ekkert vitlausara fólk en ég og þú, oft er þetta meira að segja flug- greint fólk sem getur leyst flókn- ustu verkefni. En þau eru ekki góð í mannlegum samskiptum og ég þekki mjög marga sem hafa lagt mikið á sig til þess að fá vinnu en komast aldrei í gegnum atvinnu- viðtölin, þó þau yrðu án vafa frá- bær í því starfi sem þau eru að sækja um. Mig langar að koma upp aðstöðu þar sem hægt er að þjálfa þau í starfi og atvinnurekendur geta síðan komið og fylgst með þeim að störfum og látið það koma í staðinn fyrir viðtalið. Til þess þarf startkapital sem ég er að safna með þessu pelsastússi, en ég og sambýlismaður minn hyggjumst að örðu leyti vinni þetta í sjálfboða- vinnu. Við erum bæði öryrkjar og höfum því meira svigrúm en marg- ir aðrir til þess að taka að okkur svona sjálfboðaverkefni." Sérdeildin í Brekkubæjarskóla sú besta á landinu Einsog áður segir á Pauline ein- hverfan son og ástæða þess að fjöl- skyldan flutti til Akraness í sumar er sú að þeim var sagt að sérdeild- in í Brekkubæjarskóla væri sú besta á landinu fyrir börn eins og hann. „Við bjuggum á höfuðborgar- svæðinu og sonur minn hafði um nokkurt skeið átt mjög erfitt upp- dráttar í skólanum. Hegðun ein- hverfra er oft undarleg og það á við um hann. Sérstaklega þegar hann var yngri og því gátu krakk- arnir í skólanum ekki gleymt. Af þessum sökum varð hann fyrir mikilli stríðni og ég hafði orðið verulegar áhyggjur af andlegri líð- an hans. Við komumst í meðferð á BUGL, Barna og unglingageð- deild Landsspítalans, og sálfræð- ingurinn sem vann með okkur þar sagði að í fullkomnum heimi myndum við taka okkur upp og flytja á nýjan stað þar sem sonur minn gæti byrjað upp á nýtt. I nýj- um skóla á nýjum stað yrði honum tekið eins og hann er, en ekki dæmdur fyrir það sem hann ein- hverntíman var. Hann hafði nú svo sem ekki trú á því að ég léti verða af þessu, en ég vildi viti hvert við myndum flytja í þessum fullkomna heimi og hann sagði Brekkubæjarskóla á Akranesi með bestu sér- deild á landinu svo þang- að væri best að fara. Og við bara gerðum það, keyptum okkur yndislegt gamalt hús hér og fluttum á Akranes í júní síðast- liðnum.“ Pauline segir Brekku- bæjarskóla hafa staðið fullkomlega undir þeim væntingum sem hún gerði til hans og líðan sonar hans er allt önnur og mun betri en áður var. „Stuttu eftir að skólinn byrjaði var boðið til skemmtunar í Brekkubæjarskóla og þá var næstum liðið yfir mig af undrun þegar sonur minn birtist í hlutverki í leikriti uppi á sviði þar sem hann þurfti meira að segja að fara með smá texta. I gamla skólanum vildi hann aldrei taka þátt í neinu nema kannski vinna eitthvað á bak við tjöldin. Það er ákaflega vel um hann hugs- að í Brekkubæjarskóla. Hann hefur eignast vini og líður vel í skólan- um. I gamla skólanum var hann mjög mikið í sérdeildinni en í dag hefur hann meira sjálfsöryggi og getur þar af leiðandi fylgt jafnöldr- um sínum í almennum bekk mikið meira. Eg vil nota þetta tækifæri til að þakka öllu því frábæra fólki sem hefur aðstoðað son minn með þessum undraverða hætti.“ Giftist íslendingi í fjöldabrúðkaupi í Kóreu Pauline er fædd og uppalin í Skotlandi og sagan á bak við komu hennar til Islands er nokkuð sér- stök, en upphaflega kom hún hing- að sem trúboði fyrir Moon söfnuð- inn eftir að hafa gifst íslenskum manni í fjöldabrúðkaupi í Kóreu. „Eg er alin upp í Glasgow við ríg- inn á milli kaþólskra og mótmæl- enda og þegar ég kynntist Moon söfnuðinum, sem leggur áherslu á að Guð vinni í gegnum öll trúar- brögð, fannst mér heilmikið vit í því. Andinn í söfnuðinum var líka einstakur, trúboðarnir bjuggu í kommúnum og áherslan á sam- hjálp var mikil. Þetta var fyrir næstum tuttugu árum síðan. Eg hef kannski verið svona mikill hippi í mér, en þetta heillaði mig og ég gekk til liðst við söfnuðinn og gerðist trúboði. Moon söfnuð- urinn er sennilega þekktastur fyrir jöldabrúðkaup sín þar sem fólk, sem þekkist off ekki neitt, er parað saman í hjónabönd og í einu slíku giftist ég manni frá Islandi og fluttist með honum hingað. Ég hafði áður verið gift manni sem ég valdi mér sjálf, það gekk ekki. Mér fannst því alveg reynandi að fara þessa leið. Trúin er samblanda af kristni og spíritisma og fólk valið saman í hjónaband eftir andlegum leiðum, ef við getum sagt sem svo, og mörg þessara sambanda ganga vel. Mér fannst þetta því alls ekki Pelsaœvintýri Pauline hófst meó þessum pelsi sem hún klœóist og sem hún pantaói upphaflega á Ehay.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.