Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2006, Blaðsíða 74

Skessuhorn - 20.12.2006, Blaðsíða 74
74 MIÐVLKUDAGUR 20. DESEMBER 2006 s T^mnin/t-^ Er níðst á millistjómendiim á Gmndartanga? Um nokkurra ára skeið höfum við stjórnarmenn í Verkstjórafélagi Akraness hvatt stjórnendur á Grundartanga, þ.e. þá sem hafa stjórnendaábyrgð í verksmiðjunum og við útskipun, til að huga að fé- lagsaðild í félagi okkar. Menn hafa sýnt málinu áhuga og margir óskað eftir félagsaðild en síðan verið meinað það af yfirstjórnendum. Þetta á jafht við um verksmiðjurn- ''ár Norðurál og Járnblendifélagið en einnig fyrirtækið Klafa sem sér um þjónustu á hafnarsvæðinu. I fljóti bragði virðist sem að þarna hafi menn sammælst um að halda stjórnendum sínum utan stéttarfé- laga stjórnenda. Viðbárur yfirstjórnenda, þegar okkar fólk ræðir við þá eru þær helstar að þessir menn séu ekki raunverulegir stjórnendur, þeir hafi nánast enga stjómendaábyrgð og eigi því ekki heima í stjórn- endafélagi. Þetta segja þeir ekki við viðkomandi menn enda hverj- um manni ljóst að þetta er ekki +rétt. Hvað gengur mönnunum til? Það er spurning sem við höfum mikið velt fyrir okkur hvað þessum yfirstjórnendum gengur til með því að neita stjórnendum sínum um félagsaðild að stjórnendafélagi. Við vitum það auðvitað ekki fyrir víst hvað þeir em að hugsa en get- um ímyndað okkur eitt og annað. Það er t.d. hægt að láta sér detta í hug að þeir hafi kokgleypt þessa hugmynd frá Bandaríkjum Norður ýAmeríku þar sem menn hafa um langt skeið verið mjög andvígir fé- lagsaðild starfsmanna í stéttafélög- um og finnst það svo alls ekki koma til greina með stjórnendur. Ef þetta er rétt þá eru menn að gleyma því að allt samfélagsum- hverfi okkar hér á landi og stétta- félaga okkar er gjörólík því sem viðgengst í Ameríku. Ef þessir menn hafa haldið að stéttarfélags- aðild að stjórnendafélagi hindri stjórnendur í störfum þá hafa þeir aldeilis rangt fyrir sér. Því að það er þeim þvert á móti mikill styrkur, bæði faglega og félagslega að vera í hópi jafningja sinna sem glíma við svipuð vandamál og hafa stuðning af sterkum sjúkrasjóði og margvís- legri þjónustu samtaka okkar. Verkstjórafélögin hafa verkfallsrétt eins og önnur stéttarfélög en frá stofnun fyrsta félagsins 1919 þá hefur aldrei komið til vinnustöðv- unar á þeirra vegum. Samkvæmt lögum Verkstjórasambands Islands er stjórnendum óheimilt að taka afstöðu í vinnudeilu eða að fara í samúðarverkfall. Verkstjórafélögin eru 13 í landinu og mynda þau saman Verkstjórasambandið. Hvorki félögin né sambandið hafa nokkur tengsl við önnur stéttarfé- lög, enda banna lög sambandsins það. Það kann líka að vera að mál- in hafi einungis þróast svona á Grundartanga án yfirgripsmikillar stefnumörkunar. Við erum nú að vona að þeir sem markað hafa þessi viðhorf á Grundartanga sjái að sér og snúi við blaðinu. Er hægt að hindra menn? Það er ekki ólíklegt að fólk velti nú fyrir sér hvernig hægt sé að hindra það að menn gangi í stétta- félög. Er ekki frjáls félagaaðild? Fjalla ekki lög um þetta efni? Jú, aldeilis og má þá nefna að skv. 4. gr. laga um stéttarfélög og vinnu- deilur nr. 80/1938 með síðari breytingum er atvinnurekendum óheimilt að skipta sér af stéttarfé- lagsaðild starfsmanna sinna. Frelsi launamanna til aðildar að stéttarfé- lögum er einnig tryggt í samþykkt- um Alþjóðavinnumálastofnunar- innar, ILO nr. 87 og 98. Vinnuveitendur hafa hinsvegar oft á tíðum starfsumhverfi manna í hendi sér og starfsmenn og þá sér- staklega stjórnendur vilja síst af öllu troða illsakir við yfirmenn sína. Stjórnendur eru trúnaðar- menn vinnuveitanda á vinnustaðn- um og vilja helst ekkert gera sem spillir góðu sambandi þar á milli. A umsókn um félagsaðild í Verk- stjórafélag er krafist undirritunar bæði væntanlegs félagsmanns og forráðamanns vinnuveitanda sem vottar þá að viðkomandi gegni stjórnunarábyrgð og eigi heima í félagi stjórnenda. Það er okkur mikilvægt að báðir aðilar komi að málinu. I þessu felst auðvitað ákveðin hindrun ef vinnuveitand- inn neitar að samþykkja þetta. Stj ómendaábyrgð hverfur ekki Fyrir mann sem gegnir stjórn- unarstöðu er það mjög alvarlegt mál ef vinnuveitandinn viðurkenn- ir ekki stöðu hans. Það verður að gangast við því, þegar um stjórn- unarstarf er að ræða og þá skiptir engu máli hvað starfið er kallað, liðstjóri, hópstjóri, verkefnastjóri, verkstjóri eða eitthvað allt annað. Hvað sem starfið er kallað og jafn- vel hvort sem vinnuveitandinn við- urkennir stöðuna eða ekki, þá stendur full ábyrgð stjórnandans óhögguð. Við höfðum lengi trúað því að ábyrgð stjórnandans tak- markaðist af umboði vinnuveit- andans, en nú virðist sem svo sé ekki. Það er mikilvægt að menn þekki stöðu sína, því að það er mögulegt að menn beri meiri ábyrgð en þeir gera sér grein fyrir. Við þekkjum fjölmörg dæmi um það þegar reynir á ábyrgð stjórn- enda en í þessu samhengi er nær- tækast að nefna nýlegan Hæsta- réttardóm þar sem féll dómur um ábyrgð stjórnanda. Maður hafði slasast mjög alvarlega á vinnustað og er varanlega óvinnufær eftir. Honum var neitað um bætur vegna þess að hann væri verkstjóri og hefði átt að þekkja hætturnar á vinnustaðnum ásamt því að bera ábyrgð á því að hafa leiðbeint manni þeim sem svo stýrði stórum stálbita ofan á hann. Hvorki hinn slasaði né vinnuveitandinn sögðust álíta að hann hafi verið verkstjóri. Hæstiréttur dæmir engu að síður að hann beri sjálfur ábyrgð á tjóni sínu vegna þess að hann hafi verið verkstjórinn á staðnum. Það er ljóst að ábyrgð stjórnenda er mikil og oft meiri en menn gera sér grein fyrir. Það er því lágmarks krafa að forstöðumenn fyrirtækja standi með stjórnendum sínum í starfi, einnig á þann hátt að þeir njóta stuðnings af stéttafélagi manna í sömu sporum. Það er ávinningur að félagsaðild Við teljum að ávinningur stjórn- enda af því að vera í stéttarfélagi sé ótvíræður. Þá erum við ekki ein- göngu að vísa til þess að við erum líklega með einn allra sterkasta sjúkrasjóð landsins sem greiðir út af rausnarskap mun meira en al- gengast er. Þar halda menn líka réttindum eftir að þeir komast á eftirlaunaaldur. Þetta er mikilvægt en það kemur margt fleira til. Fé- lagsskapurinn sjálfur skiptir a u ð v i t a ð mestu máli. I Verkstj óra- sambandi Is- lands er ein- göngu verið að fást við vandamál stjórnenda og það er því auðvelt að fá ráðgjöf og stuðning við hæfi. Þar er til staðar góða innsýn í rekstur fyrirtækja og þau margvís- legu vandamál sem komið geta upp og snerta margvíslega þætti svo sem skipulagsmál, starfsmannahald og stöðu og samskipti einstaklinga. Skilningur og sérþekking er því til staðar ásamt mikilli uppsafnaðri reynslu. Við bjóðum að auki hlið- stæð þjónustu og gæði eins og þau sem almennt þekkjast hjá stéttarfé- lögum. Við höfum því trú á því að stjórnendur séu hvergi betur settir en í Verkstjórafélagi. Þar fái þeir þann stuðning sem allir hafa þörf fyrir. Það er því ljóst að það er verið að hafa af mönnum margvísleg gæði og öryggi með því að neita þeim um félagsaðild hjá okkur. Það er einlæg von mín að yfirstjórn fyrirtækjanna geri sér grein fyrir því að það eru sameiginlegir hags- munir bæði fyrirtækisins og starfs- mannsins að hann njóti stuðnings og hvatningar bæði frá fyrirtækinu og stéttarfélagi sínu. Eg hvet því forystumenn fyrirtækjanna á Grundartanga til að endurskoða afstöðu sína, standa með starfs- manninum og fjarlægja þessa hindrun úr götu þeirra. Birgir Eltnhergsson, VSFA. 7Jmninn' Leikskólinn Hraunborg - sveigjanlegur vistunartími í ljósi um- fjöllunar í Skessuhorni þann 6. des- ember síðast- liðinn um málefni leik- skólans Hraunborgar, tel ég rétt að varpa ljósi á málin frá sjónarhóli aðstandenda skólans. Þegar Hjallastefnan tók við rekstri leikskólans Hraunborgar á Bifröst var ljóst að þörf væri á að * mæta þeirri sérstöðu sem skólinn hefur. Þessi sérstaða felst fyrst og fremst í fernu: 1. Hraunborgarnemendur eru nánast allir börn háskólanema, sem vinna langan vinnudag en að hluta til er sá vinnutími sveigjanlegur og álagið breyti- legt eftir tímabilum. 2. Börnin í Hraunborg höfðu, með fáum undantekningum, níu og hálfs tíma vinnudag, fimm daga vikunnar. Flestum V. fullorðnum finnst það ærinn vinnutími fyrir sjálfa sig, hvað þá fyrir börn, enda er svo lang- ur vinnudagur barna í leikskól- um fátíður annarsstaðar. Samkvæmt upplýsingum sem undirrituð hefur frá skrifstofu umboðsmanns barna, hefur langur vinnudagur barna í leik- skólum, einmitt verið til um- ræðu þar og er töluvert áhyggjuefni, sem að líkindum verður tekið á í nýjum lögum um leikskóla. 3. Bömin sem hefja skólavist í Hraunborg, flytja nánast öll á Bifröst, um það bil daginn áður en skóli foreldranna hefst og því gefst ekki langur tími til aðlögunar nýrra barna. Hópaðlögun tuga barna sem nýflutt eru í glænýtt umhverfi, á afar skömmum tíma, er þess vegna nauðsynleg í Hraun- borg. 4. Fjöldi barna í Hraunborg var nánast sá sami frá klukkan 7:45-17:15 og því erfitt að byrja eða enda dagana á róleg- um nótum. Alagið á börnin er því nánast jafnt allar níu klukkustimdirnar. Það er alltaf höfuðmarkmið leik- skóla að vinna börnum allt til heilla og við skipulag starfsins í Hraunborg horfðum við á þá stað- reynd að í ljósi ofantalinna atriða var umhverfi barna hér á Bifröst ekki gott. Alagið væri mjög mikið á börn og foreldra og við vildum gera það sem við gátum til að bæta úr því. Hugmyndin var að aðlaga starf leikskólans að starfi Háskól- ans. Vistunartími barnanna gæti orðið sveigjanlegur og hægt væri að breyta honum tímabundið, lengja eða stytta eftir því sem vinnuálag foreldranna, vegna síns skólanáms, breyttist. Foreldrar gætu skipulagt vistun- artíma barna sinna, t.d. mánuð fram í tímann í samræmi við sína stundatöflu og borgað fyrir ná- kvæmlega þann tíma og þeir höfðu keypt á hverju tímabili. Með þessu móti myndi heildar- vistunartími barnanna styttast að einhverju marki. Dagarnir í Hraunborg myndu ekki byrja og enda jafnbratt og áður, þar sem barnafjöldinn væri ekki jafnmikill frá klukkan 7:45 að morgni, til klukkan 17:15 síðdegis og þannig myndi draga úr álagi á börnin. A föstudögum yrði lokað klukk- an 15:30, þar sem háskólinn starfar ekki lengur þann dag. Starfsfólk Hraunborgar var til- búið að koma til móts við háskóla- skipulagið og vinna þá hátíðisdaga sem Háskólinn heldur úti kennslu en taka þess í stað frí um páska þegar Háskólinn fer í frí, enda sýn- ir reynslan að fá börn eru á svæð- inu á þeim tíma. I jólafríi Háskólans yrði Hraun- borg lokað og þeir dagar gjald- frjálsir. Kennarar skólans tækju hluta sumarorlofs á þeim tíma og gæfist þá tækifæri til að skipuleggja skólann þannig að allir væru bún- ir með sitt sumarorlof, þegar hin snarbratta hópaðlögun nýrra barna hæfist eftir sumarlokun. Þessar hugmyndir voru kynntar á fjölmennum foreldrafundi í sept- ember og enginn hreyfði andmæl- um. Nýja skipulagið var því ákveðið og sett á vef Hraunborgar og á vef Háskólans til að tryggja að öllum yrði þetta kunnugt. Fjöldi foreldra kom að máli við leikskólastjóra til að þakka fyrir þau liðlegheit að geta með skömmum fyrirvara fengið tíma- bundna lengingu á vistunartíma barnanna sinna, þegar álagið var mikið. Margir tjáðu sig um að þeim fyndist nýja fyrirkomulagið gott og enginn kom að máli við undirritaða til að lýsa óánægju með það. Það var svo í kringum aðventu- byrjun að boð komu frá bæjar- stjóra um að það hefði borist kvörtun frá foreldri í Hraunborg vegna jólalokunarinnar. Undirrituð vissi þá ekki til þess að nein óánægja væri með þetta nýja fyrirkomulag en í ljósi þessar- ar kvörtunar ákváðum við að bjóða þeim foreldrum sem teldu sig þurfa, leikskólavist fyrstu þrjá dagana í jólafríi nemenda eða þar til háskólaskrifstofan lokaði. I samráði við bæjarstjóra gerð- um við svo ítarlega vefkönnun á- viðhorfum foreldra til hins nýja vistunartímafyrirkomulags. Nú hefur verið unnið úr þeirri könnun og eru niðurstöðurnar eft- irfarandi: 90,16% foreldra voru mjög eða frekar sammála því að hafa skólann opinn á þeim hátíðisdögum sem Háskólinn starfar. Séu þeir sem sem völdu að svara „hlutlaus" tald- ir með eru það 95,08% foreldra. 86,88% foreldra voru mjög eða frekar sammála því að Hraunborg lokaði í páskafríi nemenda í stað opnunar hátíðisdagana. Séu hlut- lausir taldir með er niðurstaðan 91,8% foreldra. 86,89% foreldra voru sammála því að leikskólinn lokaði í jólafríi háskólans og lokunardagar væru gjaldfrjálsir. Ef hlutlausir eru tald- ir með eru það 95,09% foreldra. 88,53% foreldra voru mjög eða frekar sammála því að hafa sveigj- anlegan vistunartíma og greiða einungis fyrir þann tíma sem þeir nota. Séu hlutlausir taldir með eru það 93,45% foreldra. 90,16% foreldra eru mjög eða frekar sammála því að hægt sé að breyta vistunartíma barnanna tímabvmdið meðan álag er mest í skólanum. Séu hlutlausir taldir með eru það 96,72% foreldra. Samkæmt þessum niðurstöðum virðumst við á réttri leið í viðleitni okkar til þjóna vel foreldrum og börnum, sem búa við þær sérstæðu aðstæður sem eru á Bifröst. A grundvelli þessara niðurstaðna munum við síðan taka ákvörðun um áframhaldið. Anna María Sverrisdóttir Leikskólastjóri í Hraunborg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.