Skessuhorn - 20.12.2006, Side 75
SBESSUHÖiEK
V5f F
MIÐVDCUDAGUR 20. DESEMBER 2006
75
/l/U/l/l*,.
Einkaframkvœmda - SSV á villigötum
í fréttum
fjölmiðla á
þriðjudag í
liðinni viku
var rætt við
Sigríði Fin-
sen, formann Samtaka sveitarfé-
laga á Vesturlandi um tvöföldun
Vesturlandsvegar. Þar kom ffam
hjá formanninum að hann vildi að
farið yrði í einkaffamkvæmd á tvö-
földun vegarins, ffá Reykjavík og
upp í Bifföst og að rætt yrði við
forsvarsmenn Spalar hf um að taka
verkið að sér.
Maður fer að velta fyrir sér,
hvers við eigum að gjalda, sem
búum á Vesturlandi og hvort allar
vegaffamkvæmdir sem framkvæma
þarf í þeim landshluta þurfi að fara
í einkaffamkvæmd. Reynsla okkar
hér á landi af einkaffamkvæmd er
sú að þeir sem þurfi að ferðast um
þessa vegi, eigi að borga fyrir af-
notin.
Sturla Böðvarsson, samgöngu-
ráðherra hefur ekki viljað heyra á
það minnst að ríkið taki yfir skuld-
ir Spalar hf vegna Hvalfjarðar-
gangna og að veggjald verði lagt
niður. Hann hefur hinsvegar
margoft biðlað til forsvarsmanna
Spalar hf um að þeir fari í gerð
Sundabrautar og að um verði að
ræða einkaffamkvæmd, sem myndi
vafalaust þýða það að vegfarendur
þurfi að borga fyrir afhotin.
Einnig hefur Sturla tilkynnt að
innan örfárra ára þurfi að tvöfalda
Hvalfjarðargöng, vegna þess að
umferð þar sé svo mikil að þau
anni þeim ekki óbreytt. Ef farið
verður að tillögum ráðherrans, þá
verður komið þrefalt veggjald á
þennan stutta vegspotta, frá
Reykjavík og yfir Hvalfjörð. Er
það sanngjamt?
Þegar formaður SSV lagði það
til í fjölmiðlum á þriðjudag, að það
þurfi að flýta tvöföldun Vestur-
landsvegar og að verkið yrði unnið
í einkaffamkvæmd hugsanlega af
Speh hf, var eins og sjálfur sam-
gönguráðherrann væri að tala, svo
lík vora sjónarmið formanns SSV
og ráðherrans.
Er ekki kominn tími til þess að
ríkið skili til baka einhverju af því
fjármagni, sem það hefur innheimt
sl. áratugi í formi vegaskatts sem
lagt hefur verið á eldsneyti. Eðli-
legt væri að ríkið byrjaði á því að
taka yfir skuldir Spalar hf vegna
Hvalfjarðarganga og í ffamhaldi af
því að leggja niður veggjaldið þar.
Svo þarf samgönguráðherrann að
hætta að hugsa um einkafram-
kvæmdir í þjóðvegakerfinu, það er
löngu búið að innheimta nóg í rík-
iskassann af sköttum sem nota átti
í uppbyggingu þjóðvegakerfisins.
Hvers eigum við að gjalda sem
búum á Vesturlandi og þurfum
mikið að nota umrædda vegi, þar
sem verið er að innheimta veggjald
og stendur tdl að innheimta meira
veggjald?
Kveðja,
Gísli B. Amason
www.skessuhorn.is
ffrí/i/u/i/t~,„
Samvera bama og
foreldra um hátíðimar
Desember er mánuður
vökunátta og prófa, stress og jóla-
undirbúnings, spennufalls og
afslöppunar; hversdagurinn breyt-
ir um takt og getur orðið erfiður
bömum, unglingum og foreldr-
um. Til að skapa jafnvægi er sam-
vera fjölskyldunnar því mikilvæg
sem aldrei fyrr.
Samverustundir fjölskyddunnar
eru sterkasti þátturinn við að
mynda góð tengsl. Þó fjölskyldur
séu ólíkar að gerð og stærð eiga
þær það sameiginlega meginverk-
efhi að búa þannig að bömum að
bestu kostir þeirra fái að njóta sín;
að fjölskyldulífið varðveiti og efli
heilbrigði og þroska bama og að
þau njóti hlýju, virðingar og ör-
yggis. Þannig verði þau betur í
stakk búin að takast á við verkefni
lífsins.
Rannsóknir hafa sýnt að því
meiri tíma sem böm, ungmenni
og foreldrar verja saman þeim
mun minni hætta er á að unga
fólkið leiðist út í misnotkun vímu-
efha. Þó að hvaða bam sem er geti
lent í vanda vegna áfengis- og
vímuefhaneyslu sýna rannsóknir
að aðstæður og atlæti sem börn
búa við skiptir miklu máli um
hvernig þeim reiðir af í lífinu. I því
er ábyrgð foreldra fólgin. Foreldr-
ar geta haft afgerandi áhrif á
áfengis- og vímuefnaneyslu bama
sinna eins og annað er varðar
hegðun þeirra og lífsvenjtir. For-
eldrar em mikilvægar fyrirmyndir.
Þar virðast gerðir þeirra og hegð-
un vega þyngra en orð.
Reglur um útivistartíma bama
og unglinga em fyrst og ffemst
settar til að vemda börnin okkar.
Það er marg sannað að efdrlitslaus»'
böm em líklegri en önnur böm til
að byrja að reykja og prófa áfengi
eða önnur vímuefni. Jafnfhamt er
þeim hættara en öðram til að
verða fórnarlömb eða gerendur
ofbeldisverka eða afbrota.
Við viljum hvetja foreldra að
sýna ábyrgð og við minnum á að
reglur um útivistartíma barna og
ungmenna era í fullu gildi - lika
um jól og áramót.
Munið að forvamir byrja heima
og foreldrar era mikilvægustu for-
vamafulltrúar barna og unglinga.
Með þetta að leiðarljósi viljum
við hvetja til samvista fjölskyld-s*
unnar um jól og áramót.
Gleðilegjól!
Heiðrún Janusardóttir,
Hafdís Dögg Hafsteinsdóttir og
Vdldís Sigurðardóttir
fr^ö/l/li/l/l^,.
Yfrrlýsingfrá Landssambandi eldri borgara, LEB
og Aðstandendafélagi aldraðra, AFA
Landssamband eldri borgara og
AFA - Aðstandendafélag aldraðra
lýsa miklum vonbrigðum með þá
niðurstöðu Alþingis við lokaaf-
greiðslu fjárlaga fyrir árið 2007,
að fella ffamlagðar breytingartil-
lögur: annars vegar um að frí-
tekjumark vegna atvinnutekna líf-
eyrisþega verði krónur 70 þúsund
á mánuði og hins vegar að Fram-
kvæmdasjóði aldraðra verði bætt
þau ffamlög sem farið hafa í rekst-
ur stofnana í stað framkvæmda
sem ákveðnar hafa verið á undan-
förnum áram og nema orðið um 5
milljörðum króna.
Eftir afgreiðslu fjárlaga fyrir
árið 2007 hefur ríkisstjórnin grip-
ið til smávægilegra leiðréttinga á
greiðslum til örorku- og ellilífeyr-
isþega. Hægt verður að flýta að-
greiningu frá tekjum maka, frí-
tekjumörk vegna atvinnutekna
samræmd milli öryrkja og aldr-
aðra og að unnt verður að dreifa
töku séreignasparnaðar yfir heilan
áratug. Halda menn að aldraðir
og öryrkjar hafi upp á heilu ára-
mgina að hlaupa?! Affam verður
þó hagstæðast fyrir elllífeyrisþega
að taka séreignarspamað út í einu
lagi áður en viðkomandi hefur
töku ellilífeyris.
Eftdr standa svo skerðingar m.a.
vegna tekna úr lífeyrissjóðum frá
fyrstu krónu. Sá sem býr einn og
hefur tekjutryggingu og heimilis-
uppbót heldur aðeins eftir 3.100
kr. af 10.000 kr. 69% fara í tekju-
skatt og skerðingu. Þá stendur
eftir krafan um hækkun grunnlíf-
eyris, sem verði óskertur til allra
lífeyrisþega.
Aðgerðir núverandi ríkisstjórn-
ar sýna, svo ekki verður um villst,
að fulltrúar ríkisvaldsins í sam-
ráðsnefndinni sálugu, höfðu ekki
viðunandi samningsumboð. Það
má því vera sérhverjum lífeyris-
þega ljóst, að stjórnarflokkunum
er ekki treystandi til að standa að
endurskoðun og heildarappstokk-
un almannatryggingakerfisins,
endurskoðun skerðinga og flutn-
ingi á málefnum aldraðra ffá heil-
brigðisráðuneyti tdl sveitarfélag-
anna. Til þess að vel megi tdl
takast, þarf samstöðu allra flokka
á Alþingi.
Sú tdllaga stjórnvalda sem sam-
þykkt var um 2 5 þúsund króna frí-
tekjumark á mánuði vegna at-
vinnutekna lífeyrisþega, nær allt
of skammt, enda um brot að ræða
af meðaltekjum í landinu. Nú er
vinnuaflsskortur í þjóðfélaginu og
með því að miða ffítekjumarkið
við 70 þúsund krónur á mánuði,
hefði skapast raunveralegur hvati
til þess að lífeyrisþegar nýttu
krafta sína frekar á vinnumarkaði
og bætt um leið kjör sín.
Frá 1992 hefur nærri helmingi
þess fjár sem landsmenn hafa
greitt í Framkvæmdasjóð aldr-
aðra, verið varið í rekstur og ýmis
önnur verkefni sem orka tvímælis
að séu í samræmi við lög, í stað
nýbygginga og endurbóta á hjúkr-
unar- og dvalahreimilum. Afleið-
inginn er mikill skortur á hjúkr-
unarrými og fjöldi aldraðra býr
enn á fjölbýli á hjúkrunarheimil-
unum. Með því að skila Fram-
kvæmdasjóði aldraðra aftur þeim
fimm milljörðum, sem teknir hafa
verið til rekstrar á undanförnum
áram, hefði skapast tækifæri til að
gera stórátak í búsetu- og umönn-
unarmálum aldraðra.
I ljósi þess að við blasir að gera
þarf stórátak í kjarmálum og bú-
setumálum aldraðra, verður það
að teljast óábyrgt af stjórnvöldum,
að láta líta svo út sem nú sé verið
að bæta stórlega hag aldraðra á
öllum sviðum. Ljóst er að LEB og
AEA þurfa að skerpa enn ffekar á
réttindamálum sínum og halda
áfram skeleggari baráttu en
nokkra sinni fyrr, með öllum tdl-
tækum ráðum. Málefni aldraðra *
þola enga bið.
Stjóm Landssambands
eldri borgara
Stjóm AFA - Aðstandendafélags
aldraðra
/l/U/l/l^,.
Saltvegaakstur
Gísla Ein-
arssyni leiðist
að aka eftir
söltuðum veg-
um eins og
fram hefur
komið í þessu
blaði. Mér leiðist að aka eftir sölt-
uðum vegum. Ennffemur þekki
ég ekki neinn sem óskar eftir að
þjóðvegirnir séu saltaðir. Bíllinn
minn getur rannið til í saltpæklin-
um rétt eins og bíll Gísla. Eg útbý
minn bíl á haustin með bestu fá-
anlegum vetrardekkjum (nagla-
lausum), og ég býst við því að svo
geri einnig þeir sem þurfa að aka
daglega 90 - 100 km eftir þjóð-
vegmurn.
Leiðin sem ég ek, er Akranes -
Reykjavík og til baka að kvöldi.
Sumir kaflar á þessari leið era
saltaðir meira, eins og gegnum
Mosfellsbæinn, og sumir heldur
minna, en samt allt of mikið, eins
og frá Hvalfjarðargöngum að
Mosfellsbæ. Og minnst er saltað-
ur kaflinn frá Akranesi að göng-
um. Þessir kaflar era yfirleitt salt-
bornir strax og frystir, jafnvel
áður en snjóar. Síðan þegar byrjar
að snjóa verður vegurinn blautur
og veiðir hvert snjókorn sem fell-
ur á hann, meðan ekki festir snjó á
ósaltaða veginum ef vindur er. Og
alltaf er það ósaltaði kaflinn sem
er fyrstur orðinn þurr í ffostinu
og þar er hálkan því yfirleytt
minnst. Því spyr ég; fyrir hvern er
verið að salta vegina og í hvaða
tilgangi? Er þetta gert af tómri ill-
kvittni þeirra sem ráða þessum
málum? Er einhver sem getur
sýnt fram á það með óyggjandi
rökum að það sé einhver bót af
þessum saltaustri? Svo ekki sé
minnst á allt tjónið sem þetta
veldur á bílunum! Og öll um-
hverfismengunin! Og allt saltið
og uppleysta tjaran sem berst inn
í Hvalfjarðargöng! Sú mengun
sem þangað barst síðastliðinn vet-
ur, var ekki hreinsuð fyrr en kom-
ið var fram á vor.
Og þá spyr ég; á ekki að fara að
hreinsa gólfið í göngunum? Eig-
um við að aka göngin í þessum
rykmekki og slæma skyggni, í all-
an vetur og fram á vor, rétt eins og
í fyrra? Eg óska eftir svari frá að-
ilum sem stjórna þessum málum.
Ennfremur vil ég að þeir gefi sig
fram, sem virkilega vilja frekar, og
telja sig þurfa að aka á söltuðum
vegunum. Þar sem bréffitari þyk-
ist svolítið umhverfissinnaður, þá
gleðst hann yfir því að sífellt færri
ökumenn kjósa að aka á nagla-
dekkjum. Enda bjóðast margir
vænlegir kostir í vetrardekkjum,
ýmist sérskornum dekkjum úr
mýkra og stamara gúmmíi, loft-
bóludekkjum og svo ýmis konar
harðkorna dekkjum sem öll eiga
það sameiginlegt að koma jafh vel
eða betur út úr prófunum, heldur
en nagladekk. Með allt þetta
ágætis úrval vetrardekkja sem er í
boði, þá er okkur gert að aka bara
í saltpækli þannig að eiginleikar
dekkjanna nýtast ekki einu sinni.
Eg spyr því aftur, fyrir hvern er
verið að salta vegina?
Eg vil að lokum skora, bæði á
stjórn Spalar og stjórn vegamála,
að svara þeim spurningum sem
beint er til þeirra í þessum pistli.
Stefán Magnússon