Morgunblaðið - 27.06.2019, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 27.06.2019, Qupperneq 52
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2019 Z-brautir & gluggatjöld Opið mán.-fös. 10-18 Faxafeni 14 | 108 Reykjavík | S. 525 8200 | www.z.is | Mælum, sérsmíðum og setjum upp Úrval - gæði - þjónusta Falleg gluggatjöld fyrir falleg heimili Marta María mm@mbl.is Ég hitti Ólaf Elíasson í Almhult í Svíþjóð þar sem hönnunardagar IKEA voru haldnir á dögunum. Í fyrra var samstarf Ólafs og IKEA kynnt en í ár er verkefnið komið lengra á leið þótt það komi ekki á markað fyrr en eftir tvö ár. Á hönnunardögunum var Ólafur og samstarfsverkenið með sér bás þar sem verkefnið var kynnt og fumgerð þess sýnd. Frumgerðin gefur óljósa sýn á það hvernig ljósið mun líta út þegar það kemur á markað. Ólafur er einn af þekktustu núlif- andi listamönnum í heiminum í dag. Hann er þekktur fyrir skúlptúra sína og innsetningar þar sem hann vinnur meðal annars með ljós, vatn og lofthita. Hann hannaði til dæmis glerhjúpinn utan um Hörpu sem gefur Reykjavík allt annan svip. Í vikunni bárust fréttir af því að hann hafi verið fenginn til að lýsa upp Sigurbogann í París með innsetn- ingu og verði verkið afhjúpað á næsta ári en kostnaðurinn við verk- ið er um 400 milljónir króna. Hann mun einnig opna stóra yfirlitssýn- ingu á verkum sínum í Tate Mod- ern-safninu í Lundúnum og mun sýningin opna í júní 2020. En hvers vegna vinnur einn þekktasti listamaður heims með fyr- irtækjum eins og IKEA? „Ég hef unnið í sjö ár með Little Sun, sem er góðgerðarverkefni, og höfum við selt um milljón ljós. Þeg- ar IKEA heyrði af því vildu þau koma í samstarf. Við erum umhverf- isvæn og gefum fólki möguleika á að leika sér með sólina, hlaða batteríin og hafa ljós,“ segir Ólafur og bætir við: „IKEA hefur verið að hugsa um svipuð mál og við hjá The Little Sun og hugsar mikið um sjálfbærni eins og hvernig tré verður að mublu og hvernig hægt er að nýta efniviðinn sem best. Þeir hjá IKEA buðu mér og fólkinu sem vinnur með mér í The Little Sun í Berlín á vinnustofu sem var mjög gaman. Þeir eru svo stórir og þess vegna býður verk- efnið upp á svo miklu meiri mögu- leika. Helst áskorunin er hvernig hægt er að framleiða eitthvað sem er nógu ódýrt til þess að fólk á Ís- landi og í Bangladess og víða um heim, geti keypt það.“ Ólafur segir að þau séu að reyna að finna rétta efnið í ljósið þessa dagana en það er ekki alveg fundið. Efnið þarf að vera sjálfbært og ódýrt og það verður að vera tryggt að efnið skemmi ekki náttúruna eft- ir 10, 15 eða 20 ár. „Þetta er allt öðruvísi ferli en þeg- ar ég er að vinna sem listamaður. Þá geri ég bara einn hlut og hann er kannski svolítið dýr. Ég er því að læra mikið af þessu því þetta er allt öðruvísi en ég er vanur að vinna.“ Hann segir að það sé líka áhuga- vert að skoða framtíðarheimilið og hvernig hugmyndir fólks um heimili eru að breytast. „Kúnnarnir hjá IKEA eru mikið ungt fólk sem býr þröngt og býr kannski þannig að það megi ekki bora í veggina. Þá er gott að eiga sólarplexus sem má hafa úti og inni og er færanlegur. Batteríið í ljósinu skiptir miklu máli. Það er svolítið eins og að eiga peninga í banka. Þegar það er hlaðið þá getur það lýst upp eða hlaðið raftæki eins og síma eða iPad. Það mun þó aldrei verða það öflugt að það geti knúið áfram sjónvarp eða stóra tölvu. Í fyrstu var hugmyndin að gera lampa sem er fastur við loft eða veggi en svo fórum við að skoða hvað það er sem ungt fólk sækist eftir. Ungt fólk í dag hagar sér allt öðruvísi en þegar ég var ungur. Þá sat ég við borð til dæmis en ungt fólk í dag liggur uppi í rúmi eða á gólfinu með tölvuna sína. Tölvan í dag er ekki föst neins staðar og þess vegna verður þetta að vera þannig að hægt sé að taka ljósið alltaf með sér. Hvort sem maður er að fara niður í geymslu eða út í bílskúr.“ Ólafur og framtíðarheimilið Ólafur Elíasson listamaður er að vinna með IKEA að ljósi sem er hlaðið með sólarorku. Þegar ég hitti hann á dögunum útskýrði hann fyrir mér hvers vegna hann hafi ákveðið að vinna með IKEA. Fegurð Hér má sjá frumgerð af ljósinu sem Ólafur Elíasson er að hanna í samstarfi við IKEA. Hér er ekki verið að fást við litapallettu eða annað heldur form og mikla notkunarmöguleika. Vinnur með IKEA Marta María Jónasdóttir og Ólafur Elíasson í Almhult í Svíþjóð. Heillandi heimur Lífsgæði fram- tíðarinnar snúast um sjálfbærni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.