Morgunblaðið - 27.06.2019, Side 54
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2019
LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800
SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646 Álfabakka 12, 109 Rvk • s. 557 2400 • bjorg@bjorg.is • Opið virka daga kl. 8-18
Sérhæfum
okkur í hreinsun
á viðkvæmum
fatnaði
„Slagorðið okkar í sumar er
„hækkaðu í gleðinni“ og ætlum við
heldur betur að standa við það,“
segir Sigurður Þorri Gunnarsson
eða Siggi Gunnars, dagskrárstjóri
K100. „Við breytum dagskránni
aðeins í sumar, lengjum morgun-
þáttinn til 10, svo tekur Erna
Hrönn við með bestu tónlistina og
létt spjall þar á eftir fram til kl.
14,“ segir Siggi sem mun svo stýra
nýjum sumarsíðdegisþætti frá kl.
14 til 18. „Áherslan verður á stutt
og hnitmiðuð viðtöl, góða tónlist,
skemmtun og svo ætlum við
náttúrlega að vera með puttann á
púlsinum á því helsta sem verður
um að vera hjá þjóðinni í sumar-
fríinu.“ Stöðin ætlar sér einnig að
vera dugleg að gleðja hlustendur
með hinum ýmsu glaðningum,
hvort sem það verða draumasum-
arfrí eða réttu græjurnar og gott-
erí til þess að hafa með í fríið. „Við
förum með bros á vör inn í sumar-
ið með létta sumardagskrá og
hlökkum svo til að kynna flotta
vetrardagskrá þegar líða tekur á
sumarið,“ bætir Siggi við en K100
hefur verið í miklum vexti á
síðastliðnum vetri og fagnaði ein-
um af bestu hlustunartölum frá
upphafi í síðustu viku.
Hækkum
í gleðinni
í sumar
Í gær hófst sumartíminn
á K100. Stöðin skipti
um ham og ný sumar-
dagskrá leit dagsins
ljós, sem verður í gildi í
júlí og ágúst.
Í sumarskapi Siggi Gunnars blóm-
legur í stúdíói K100.
Svanberg Halldórsson gekk 12
sinnum upp á Esju á einum sólar-
hring á dögunum. Hann kom
haltrandi í heimsókn til Ísland
vaknar á K100 á dögunum og
sagði frá þrekrauninn.
Ákvörðunin var tekin fimmtán
klukkustundum fyrir brottför. „Ég
hef verið þekktur fyrir að taka
skyndiákvarðanir í lífinu og þessi
fæddist þegar ég var að vafra á
Facebook, en þar sá ég mynd af
einhverri vitleysu sem ég fram-
kvæmdi fyrir tíu árum og ákvað að
núna væri kominn tími fyrir eitt-
hvað nýtt.“
Svanberg segist hafa reiknað
með því að vera einn á ferð, en
þar sem hann á svo góða vini og
fjölskyldu, endaði þrekraunin með
því að það voru einungis tvær
ferðir sem hann fór einn upp á
fjallið.
Hann viðurkennir að ferðin hafi
tekið á líkamlega og andlega og
þegar verkefninu var lokið voru
einungis fjórar tær heilar, á þeim
voru bæði sár og blöðrur og sömu-
leiðis missti hann þrjár neglur af
tánum. Hann sér ekki eftir að hafa
komið sér heim eftir að síðustu
gönguferðinni upp á þetta fjall
höfuðborgarsvæðisins var lokið.
islandvaknar@k100.is Meira en hálfnaður og farinn að þreytast.
Þrekraun fyrir Ljósið
Svanberg Halldórsson gekk tólf sinnum upp á Esju á einum
sólarhring á dögunum. Tilgangurinn var að safna áheitum fyrir
Ljósið, sem er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk
sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess.
Svanberg var bara nokkuð brattur eftir eina af fyrstu ferðunum. Þegar hér er komið sögu er farið að líða á seinni hluta átaksins.
Kominn að Steini í síðasta sinn.
Alveg búinn á því við heimkomuna.