Morgunblaðið - 27.06.2019, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 27.06.2019, Qupperneq 56
56 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2019 Davíð Ólafsson Viðskiptafræðingur og löggiltur fasteignasali 897 4732 davido@atvinnueign.is Síðumúli 13 - 108 Reykjavík - S. 577 5500 - atvinnueign.is Atvinnueign kynnir til leigu: Skrifstofuhúsnæði á 3. hæð samtals 417 fm með glæsilegu útsýni. Hæðin er innréttuð sem skrifstofu- og þjónustuhúsnæði með dúk á gólfum, 16 lokuðum skrifstofum, biðrými, fundarherbergi, snyrtingum og kaffirými. Lyfta er í húsinu. Gott og nýlegt húsnæði í mjög góðu ásigkomulagi. Laust 1. ágúst 2019. Ekki VSK-húsnæði. Allar nánari upplýsingar á og utan opnunartíma veitir: Davíð Ólafsson í síma 897 4732 - davido@atvinnueign.is Fasteignamiðlun STÓRHÖFÐI 21SKRIFSTOFUHÚSNÆÐI 50 ára Börkur er úr Breiðholtinu en býr í Mosfellsbæ. Hann er húsasmiður að mennt og er meðeigandi að fyrirtækinu Fjarðar- mótum. Maki: Guðný Ingibjörg Jónsdóttir, f. 1975, ritari hjá Trygginga- félaginu Verði. Börn: Eydís, f. 1993, Daníel Unnar, f. 2002, Jóhann Hlynur, f. 2003, og Stein- unn Fanney, f. 2011. Foreldrar: Guðmundur Ægir Jóhanns- son, f. 1951, leigubílstjóri hjá Hreyfli, bú- settur í Reykjavík, og Tove Bech, f. 1951, fv. stuðningsfulltrúi. búsett í Mosfellsbæ. Ólafur Börkur Guðmundsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Láttu ekki hugfallast, þótt margt sé á dagskránni. Reyndu að standa meira á eigin fótum. Dekraðu svolítið við sjálfa/n þig. 20. apríl - 20. maí  Naut Sambönd einkennast af óleystum verkefnum og opnum loforðum. Væri ekki upplagt að bjóða ættingjum í heimsókn? 21. maí - 20. júní  Tvíburar Búðu þig undir að gamall vinur valdi þér vonbrigðum. Gættu þín á þeim sem bjóða þér gull og græna skóga. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Einhver er með stuttan kveikiþráð í dag. Forðastu samskipti við viðkomandi. Rómantíkin svífur yfir vötnum. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það vekur aðdáun samstarfsmanna þinna, hversu vel þú heldur á málum í erf- iðri aðstöðu. Virtu skoðanir annarra. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þín sérgrein er að skipuleggja svo þú skalt vera óragur/órög við að flagga þeim hæfileika þínum. Forðastu að taka mikilvægar ákvarðanir ein/n og sér sem snerta fjölskylduna. 23. sept. - 22. okt.  Vog Varastu öll gylliboð, sem eiga að færa þér hamingju og auðæfi í einu vetfangi. Betri helmingurinn kemur þér skemmti- lega á óvart í dag. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú verður að hafa þig í frammi, ef þú vilt að aðrir komi til liðs við þig. Þótt eitthvað mistakist þá heldur maður bara áfram. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú getur ekki lengur vikist undan því að hafa frumkvæði að lausn mála. Huggaðu þig við það að öðrum líður eins og þér á þessum tíma. 22. des. - 19. janúar Steingeit Notaðu daginn til þess að ákveða hvernig á að skipta einhverju sem þú deilir með öðrum. Engum sem reynir að slá þig út af laginu verður kápan úr því klæðinu. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það sparar tíma að tala hreint út um hlutina og þá þarftu að temja þér að vera gagnorð/ur. Skráðu þig í nám upp á von og óvon. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þér tekst yfirleitt að laða að þér hluti, í stað þess að eltast við þá. Haltu aftur af þér þegar þú heyrir kjaftasögur sem þú veist að eru ekki sannar. Brussel. „Ég hafði mikinn tíma þá og ljósmyndabúð var rétt hjá þar sem ég bjó og ég fór sjálfur að framkalla í myrkvaherberginu í búðinni. Síðar spurði Guðmundur Kr. hvort ég vildi læra ljósmyndun og það var vel þegið því ég hafði áhuga á þessu.“ Fjölskylda Eiginkona Péturs er Dagmar Har- aldsdóttir, f. 1.4. 1964, viðburðastjóri og eigandi Concept Events ehf. For- eldrar hennar voru hjónin Haraldur Ágústsson, f. 25.9. 1926, d. 18.8. 1999, húsasmíðameistari í Reykjavík, og dam-búar finnst mér líkjast þeim sem ég hafði alist upp með. Ég á enn þá 96 ára gamla móður sem býr þar og ég tala reglulega við. Antwerpen er svip- uð Rotterdam, einnig hafnarborg og mjög skemmtileg en ég fílaði mig síst í Brussel enda lenti ég upp á kant við þjálfarann þar. Svo var frábært að búa á Alicante og gaman að kynnast Spánverjum ekki sem túristi. Ég hefði alveg viljað búa þar áfram en þeir bara borguðu mér ekki og skulda mér enn pening, en svona var þetta á þessum tíma í boltanum.“ Ljósmynduninni kynntist Pétur í G uðlaugur Pétur Brekkan Pétursson fæddist 27. júní árið 1959 á Akra- nesi. Fyrstu árin bjó hann á Efstabæ en flutt- ist seinna á Garðabraut. Pétur gekk í Barna- og gagnfræða- skóla Akraness. Snemma lágu leiðir hans í knattspyrnu og spilaði hann lengi erlendis. Þegar hann kom til baka hóf hann nám í ljósmyndun hjá Guðmundi Kr. Jóhannessyni í Nær- mynd og Iðnskólanum og útskrifaðist þaðan árið 1994. Eftir að hann lauk að spila knattspyrnu vann hann sem þjálfari og menntaði sig á þeim svið- um og er með UEFA – A-gráðu í þjálfun. Pétur byrjaði að leika með meist- araflokki ÍA 1976, varð Íslandsmeist- ari með félaginu 1977 og bikarmeist- ari 1978, þar sem hann skoraði eina mark leiksins gegn Val. Pétur hóf sama ár að leika með Feyenoord í Rotterdam og lék einnig með And- erlecht í Brussel, Antwerpen og Hercules sem er félag á Alicante á Spáni. Hann vann hollenska bikarinn með Feyenoord 1980. Pétur lék 41 landsleik og skoraði 11 mörk. Pétur kom aftur heim til Íslands 1986 og skoraði bæði mörk ÍA í 2-1 sigri á Fram í bikarúrslitunum sama ár. Ári seinna hóf Pétur að leika með KR og kom því félagi á ný í hóp þeirra bestu á Íslandi. Hann lék með KR-ingum til 1991. Pétur hefur verið þjálfari KR, Keflavíkur, Tindastóls, Víkings Rvík, Fram, aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins og 2. flokks Breiðabliks. Í dag þjálfar Pétur meistaraflokk kvenna í Val auk þess að reka ljós- myndastofu. „Þegar ég lít til baka þá er ég stolt- ur af því hvað ég gerði í fótboltanum og er enn þá að. Það má segja að allt manns lífsstarf hafi snúist um fót- bolta. Sáttastur er ég samt við fólkið mitt, fjölskyldu og börnin.“ Pétur hóf atvinnumannaferilinn hjá Feyenoord eins og áður sagði og líkaði vel þar. „Ég tel mig vera Rotterdam-mann, það er algjörlega mín heimaborg, ég kem úr hafnarbæ og vann í frystihúsinu þar og Rotter- Sigríður Dagmar Jónsdóttir frá Syðri-Grund í Svarfaðardal, f. 6.12. 1922, d. 5.5. 1983, starfsmaður Lands- banka Íslands. Fyrri eiginkona Pét- urs er Petrína Ólafsdóttir, f. 2.10. 1960, búsett í Svíþjóð. Dóttir Péturs og Petrínu er 1) Íris Dögg Pétursdóttir, f. 20.5. 1980, stuðningsfulltrúi í Falkenberg í Sví- þjóð. Maki: Eyþór Atli Einarsson kennari. Barnabörn: Nökkvi Dagur 10 ára, Bjarki Leó 7 ára og Mikael Darri 4 ára. Börn Péturs og Dagmar- ar eru: 2) Tara Pétursdóttir, f. 21.6. 1985, förðunarfræðingur og áhrifa- Pétur Pétursson, ljósmyndari, knattspyrnuþjálfari og fyrrv. landsliðsmaður – 60 ára Foreldrar Péturs og börn Frá vinstri eru Guðríður Elísa, Íris Dögg, Guðríður, Pétur eldri, Tara og Pétur Mar. Lítur stoltur yfir ferilinn Systkinin Frá vinstri: Bjarki, Jón Elís, Margrét Rósa og Pétur. Hjónin Dagmar og Pétur. Afinn Pétur ásamt barnabörnunum fimm og eitt er á leiðinni. 40 ára Þórarinn er frá Staðarbakka í Miðfirði, V-Hún. Hann er raf- virki að mennt og vinnur hjá Tengli og er einnig sauðfjárbóndi á Staðarbakka. Hann situr í stjórn Sauð- fjárbænda í Vestur-Húnavatnssýslu. Maki: Guðfinna Kristín Ólafsdóttir, f. 1973, vinnur hjá Fæðingarorlofssjóði á Hvammstanga. Börn: Inga Þórey, f. 2000, og stjúpsonur er Heiðar Örn Rúnarsson, f. 1995. Foreldrar: Rafn Benediktsson, f. 1952, og Ingibjörg Þórarinsdóttir, 1954. Þau eru sauðfjárbændur á Staðarbakka. Þórarinn Óli Rafnsson Til hamingju með daginn Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.