Morgunblaðið - 27.06.2019, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 27.06.2019, Qupperneq 59
ÍÞRÓTTIR 59 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2019 SAMSTARFSAÐILI HVAR SEM ÞÚ ERT Hringdu í 580 7000 eða farðu á sumarhusavorn.is Það sem er svo fallegt en um leið harkalegt við íþróttirnar er til að mynda það hve svaka- lega lítið skilur stundum á milli feigs og ófeigs. Þetta er kannski skýrast í úrslitaleik heimsmeist- aramóts. Úrslitin ráðast jafnvel ekki fyrr en eftir framlengingu eða vítakeppni en aðeins minn- ingin um meistarana lifir á með- an silfurliðið fellur í gleymsk- unnar dá. Svona alla jafna. Þegar korter var eftir af fjórða leik ÍR og KR í úrslitum Ís- landsmóts karla í körfubolta í vor var ÍR sex stigum yfir, á heima- velli, og þurfti bara þennan eina sigur til að vinna sinn fyrsta Ís- landsmeistaratitil í 42 ár. Í stað- inn vann KR leikinn og svo odda- leikinn á heimavelli og þar með sinn sjötta Íslandsmeistaratitil í röð. Á þeim rúmlega 50 dögum sem síðan eru liðnir hafa ÍR- ingar horft á eftir tveimur mik- ilvægustu leikmönnum sínum. Matthías Orri Sigurðarson fór í KR og Sigurður Þorsteinsson í atvinnumennsku. Eflaust verður reynt að fylla vel í skörðin, og enn er fullt af flottum leik- mönnum í ÍR, en útlitið er samt þannig að í vor hafi verið mögu- leikinn, með greini, fyrir félagið að ljúka sinni löngu bið eftir stóra titlinum. Nú verði ÍR að byggja upp nýtt lið og bíða í nokkur ár í viðbót hið minnsta. Karlaliði Selfoss í hand- bolta tókst einmitt að brjóta sinn ís í vor, á síðasta tímabilinu áður en besti leikmaður síðustu tveggja Íslandsmóta, Elvar Örn Jónsson, hélt í atvinnumennsku sem og þjálfarinn Patrekur Jó- hannesson. Það er afar dýrmætt fyrir félagið að hafa nýtt þennan möguleika, þó að grunnurinn hafi þegar verið lagður og verði áfram til staðar til að liðið geti barist í fremstu röð. BAKVÖRÐUR Sindri Sverrisson sindris@mbl.is FÓTBOLTI Andri Yrkill Valsson yrkill@mbl.is „Ég er mjög spenntur fyrir þessu. Mér leist vel á deildina í vetur og er tilbúinn að gera enn betur núna,“ sagði knattspyrnumaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson í samtali við Morgunblaðið, en hann hefur skrif- að undir þriggja ára samning við danska úrvalsdeildarliðið AGF. Jón Dagur, sem er tvítugur, kem- ur frá Fulham á Englandi þar sem hann hefur verið í unglinga- og varaliði frá árinu 2015 en var í láni hjá Vendsyssel í Danmörku á síð- ustu leiktíð. Þar var hann í lyk- ilhlutverki á sínu fyrsta tímabili í aðalliði en liðið féll úr úrvalsdeild- inni eftir að hafa tapað í umspili um áframhaldandi veru á meðal þeirra bestu. Jón Dagur vakti verðskuld- aða athygli fyrir framgöngu sína og spilaði meðal annars sína fyrstu leiki með A-landsliðinu í vetur. „Þetta var mjög flottur vetur og eitthvað sem maður var búinn að vera að bíða eftir. Ég var kominn á þann stað hjá Fulham að langa að fara að spila aðalliðsbolta og þá var mjög gott að komast inn í það hjá Vendsyssel. Það voru auðvitað von- brigði að falla, en það er bara eins og það er,“ sagði Jón Dagur. Áður en hann var lánaður burt hafði hann raðað inn mörkunum fyrir varalið Fulham, sem virkjaði klásúlu í samningi hans í vetur og framlengdi við hann til ársins 2020. Sjálfur vildi Jón Dagur komast frá félaginu. Sá ekki fram á tækifæri „Ég ákvað það eiginlega þegar ég fór til Vendsyssel að ég vildi standa mig þar og fara svo í burtu frá Ful- ham. Þetta voru mjög skemmtileg ár, að taka skrefið frá U18 ára lið- inu og upp í varaliðið, en svo þegar ég var kominn á fjórða tímabilið þá langaði mig að fara að spila með að- alliði. Ég sá ekki fram á það hjá Fulham og tímasetningin að fara á lán var mjög góð. Ég fer mjög sátt- ur og sé ekki eftir því að hafa farið til Fulham,“ sagði Jón Dagur, sem var aðeins 15 ára gamall farinn að spila í meistaraflokki HK áður en enska félagið bankaði á dyrnar. Hann segir að danska deildin henti sér vel og það sé kostur að hafa reynslu frá Englandi þar sem skiptir máli að vera sterkur. „Það er spilaður flottur bolti hérna inni á milli en þetta er meiri líkamleg barátta en ég hélt áður en ég kom hingað. En boltinn er mjög fínn, deildin er flott þar sem það mæta margir á leikina og umgjörðin er góð,“ sagði Jón Dagur. Undir mér komið að standa mig AGF hafnaði í níunda sæti af 14 liðum í deildinni síðasta vetur. Fleiri lið voru í sambandi við Jón Dag eft- ir frammistöðuna með Vendsyssel. „Það var einhver áhugi hér og þar, en ég var mjög spenntur fyrir þessu skrefi og er mjög ánægður að hafa valið AGF. Ég hef heyrt mjög flotta hluti um klúbbinn og leist vel á allt. Ég er því mjög spenntur að vera kominn hingað. Ég mun fá tækifæri og svo er það bara undir mér komið hvort ég fái stórt hlut- verk eða ekki,“ sagði Jón Dagur. Þegar hann var hjá Fulham bjó hann hjá enskri fjölskyldu og þurfti því að standa meira á eigin fótum hjá Vendsyssel síðastliðinn vetur. Það vakti nokkra kátínu að um svip- að leyti og hann var valinn í lið um- ferðarinnar í dönsku úrvalsdeildinni greindi hann frá því að honum hefði mistekist að sjóða pasta eftir leið- beiningum. „Maður þurfti aðeins að prófa sig áfram, en þetta er allt að koma núna,“ sagði hann og hló þeg- ar blaðamaður forvitnaðist hvernig staðan væri í dag. Stefnir nær landsliðinu Jón Dagur á ekki langt að sækja hæfileika í íþróttum. Faðir hans er Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Ís- lands- og bikarmeistara kvennaliðs Breiðabliks, og móðir hans er Haf- dís Ebba Guðjónsdóttir sem var í ís- lenska landsliðinu í handknattleik. Sigríður Sigurðardóttir, fyrst kvenna til þess að vera kjörin íþróttamaður ársins árið 1964, er amma hans og systir hans Val- gerður Ýr er viðloðandi handbolta- landsliðið. Sjálfur hefur Jón Dagur verið fastamaður í U21 árs landsliðinu þar sem hann hefur spilað 14 leiki. Fyrstu skrefin sem hann steig með A-landsliðinu í vetur, þar sem hann var í byrjunarliði í vináttuleik gegn Eistlandi og kom inn á sem vara- maður gegn Belgíu í Þjóðadeildinni og Svíþjóð þar sem hann skoraði í vináttuleik, hafa svo verið mikil hvatning. „Já, það er auðvitað stefnan að koma sér nær hópnum. En ég hef verið meira í U21 árs liðinu, einbeiti mér að því og líst vel á hlutina þar,“ sagði Jón Dagur Þorsteinsson. Tímabært að taka skrefið  Jón Dagur Þorsteinsson er spenntur að sanna sig hjá AGF  Sá ekki fram á að fá tækifæri í aðalliði Fulham  Steig fyrstu skrefin með A-landsliðinu í vetur Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Danmörk Jón Dagur Þorsteinsson á hraðferð með boltann í leik með U21 árs landsliðinu í haust. Hann hefur nú gert þriggja ára samning við AGF. Handknattleiksmarkvörðurinn reyndi Hreiðar Levý Guðmundsson mun leika með Val í Olís-deildinni á næstu leiktíð en hann féll með liði Gróttu úr deildinni á síðustu leiktíð. Hreiðari er ætlað að fylla skarð Einars Baldvins Baldvinssonar sem Íslandsmeistarar Selfyssinga hafa fengið að láni frá Val. Koma Hreiðars til Vals er hluti af fléttu félaganna en Hreiðar gerði samning við Selfoss en hefur nú verið lánaður til Vals. Hreiðar Levý er 38 ára gamall og á að baki 146 leiki með íslenska landsliðinu. Hann var í landsliðshópnum sem vann silfurverðlaunin á Ólympíuleikunum í Peking 2008 og bronsverðlaunin á Evrópumótinu í Austurríki 2010. Hann lék lengi sem atvinnumaður í Noregi, Þýskalandi og Svíþjóð. „Ég er bara mjög spenntur fyrir þessu og að taka enn eitt tímabilið. Það verður gaman að berjast á öðrum enda deildarinnar en ég hef gert síðustu tvö tímabil. Ég veit að Valur stefnir á að vinna titla og það er gaman að vera í þannig umhverfi,“ sagði Hreiðar Levý. gummih@mbl.is Hreiðar lánaður til Vals Hreiðar Levý Guðmundsson HK, sem verður nýliði í úrvalsdeild karla í handknattleik næsta vetur, hefur samið við Giorgi Dikham- injia, landsliðsmann frá Georgíu, um að leika með liðinu á komandi tímabili. Dikhaminija er 22 ára örv- hent skytta eða hornamaður og hef- ur verið fastamaður í landsliði Georgíu undanfarin tvö ár. Fyrr í þessum mánuði var hann í liði Georgíu sem vann alla sína leiki á Þróunarmóti IHF og sigraði þar Bretland í úrslitaleik. Hann lék í Makedóníu á síðasta tímabili. Landsliðs- maður til HK Ljósmynd/HK HK-ingur Giorgi Dikhaminjia er kominn í Kópavog frá Georgíu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.