Morgunblaðið - 27.06.2019, Qupperneq 66

Morgunblaðið - 27.06.2019, Qupperneq 66
AF DURAN DURAN Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Enska hljómsveitin DuranDuran tróð upp í Laug-ardalshöll í fyrrakvöld og var frammistaða hennar umfram væntingar mínar. Eftir að hafa séð slappan Billy Idol á sama sviði í fyrra, mann aðeins örfáum árum eldri en þá Duran-menn, mátti allt eins búast við álíka frammistöðu fé- laganna. En ónei, Duran Duran er í allt annarri deild, gæðahljómsveit skipuð færum tónlistarmönnum og söngvarinn, Simon Le Bon, er enn í fullu fjöri og röddin tær og há sem fyrr. Enda fyrrverandi kórdrengur af kyni húgenotta. Le Bon lék á als oddi og fé- lagar hans, bassaleikarinn John Taylor, trommarinn Roger Taylor og hljómborðsleikarinn ábúðarfulli Nick Rhodes, skemmtu sér líka vel og léku af miklum gæðum, svo mað- ur noti nú fótboltafrasa. Ber þá sér- staklega að nefna fumlaust samspil trommara og bassaleikara, að Rhodes ólöstuðum. Löngum hefur verið vitað að John er flinkur bassaleikari og Roger er fantagóð- ur trommari. Þegar við bættust svo lausamenn á gítar og saxófón og bakraddasöngkonur varð þetta hin fínasta nýrómantíkurveisla. Smellir á færibandi Hljómsveitin Vök hitaði upp gesti og hefur sú sveit farið vaxandi með ári hverju og sýndi á sér nýja og poppaðri hlið með útgáfu ann- arrar breiðskífu sinnar, The Dark, í mars síðastliðnum. Tónleikar Vak- ar voru virkilega góðir og Duran Duran til mikils sóma að fá slíka upphitunarsveit. Duran Duran lét aðeins bíða eftir sér og eftir heldur spaugileg- an inngang með þrumuhjóðum og leifturblossum komu félagarnir loks á svið og fluttu titillag Paper Gods, síðustu plötu sinnar, sem kom út fyrir fjórum árum. Frægð sveit- arinnar er auðvitað öllu minni nú en árið 1984 þegar ég var tíu ára og þurfti að velja milli tveggja liða, Duran Duran eða Wham-liðsins. Maður þótti verulega hallærislegur ef maður hélt upp á Wham og Dur- an Duran voru mínir menn (ég Wham-aði reyndar líka í laumi líka en það er önnur saga). „Paper Gods“ er sæmilegt lag og hentar svo sem ágætlega sem opnunarlag, byrjar hægt og færist svo í aukana. Heldur róleg byrjun á tónleikum þó en stuðið hófst heldur betur að því loknu. Miðaldra tónleikagestir voru ekki lítið kátir þegar fyrstu tónar „Wild Boys“ tóku að hljóma og á eftir fylgdu svo tvö af vinsælustu lögum sveitarinnar, „Hungry like the Wolf“ og „A View to a Kill“. Það síðastnefnda gladdi mig sér- staklega þar sem mér þótti það á sínum tíma besta lag allra tíma. Ég var reyndar tíu ára þegar ég komst að þeirri niðurstöðu. Á heildina litið var lagavalið vel heppnað hjá Duran Duran þetta kvöld. Eitt og eitt leiðindalag fékk að fljóta milli þeirra góðu (hljóm- sveitin hefur nefnilega gefið út ansi mörg léleg lög) og voru þau nýtt til klósettferða. Aðdáendur gátu þó ekki kvartað yfir smellaþurrð því hljómsveitin flutti, auk fyrrnefndra smella, lögin „Notorious“, „Ordi- nary World“, „Planet Earth“, „Girls on Film“, „Save a Prayer“, „The Reflex“ og „Rio“. Smellirnir hefðu gjarnan mátt vera fleiri en skiljanlega vill hljómsveitin ekki bara spila eldgömlu lögin. Sér- staklega þótti mér svo gaman að „White Lines (Don’t Don’t Do It)“ skyldi vera á efnisskránni, lag Grandmaster Flash og Melle Mel frá árinu 1983 sem Duran Duran flutti á tökulagaplötu sinni Thank You frá árinu 1995. Tónleikagestir virtust þó ekki kannast við lagið, einhverra hluta vegna, af viðbrögð- unum að dæma. „Syngdu það bara sjálfur“ Lagalistanum var formlega lokið eftir „Girls on Film“ en eftir hressilegt uppklapp tók hljómsveit- in þrjú aukalög. Reyndar sagði Le Bon að Duran Duran myndi ekki spila „fjandans „Rio““, benti á æst- an aðdáanda og sagði honum að syngja lagið bara sjálfur. En Símon hinn góði og félagar urðu að svara kalli fjöldans og „Rio“ hljómaði undir lok tónleikanna á meðan gestir köstuðu milli sín stærð- arinnar strandboltum. Le Bon var þá kominn í þurran bol sem á stóð „Wild boys keep swinging“. Var þar vísað bæði í lag Duran Duran, „Wild Boys“ og lag David Bowie, „Boys keep swinging“ sem finna má í fínni Duran Duran-útgáfu á YouTube. Hljómsveitin er aug- ljóslega hrifin af Bowie heitnum því fyrr á tónleikunum fléttaði hún „Space Oddity“ listilega inn í eitt lagið. Og Le Bon kvaddi gesti með þeim orðum að þeir væru dásam- legir, fallegir og vellyktandi. Takk, Símon! Dásamlegir, fallegir og vellyktandi Morgunblaðið/Hari Flottur Simon Le Bon sló aldrei af og röddin er ennþá há og tær líkt og hún var fyrir hartnær 40 árum þegar hann gekk til liðs við Duran Duran. » Smellirnir hefðugjarnan mátt vera fleiri en skiljanlega vill hljómsveitin ekki bara spila gömlu lögin. Morgunblaðið/Helgi Snær Confetti Duran Duran lét confetti-inu rigna yfir alsæla tónleikagesti. Morgunblaðið/Hari Símatími Gestir nutu sín vel og margir hverjir með símana á lofti. 66 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 2019 Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi Sími 535 4300 · axis.is Vandaðar íslenskar innréttingar Hljómsveitin Grúska Babúska kem- ur fram á tónlistarhátíðinni Gla- stonbury um helgina en hátíðin hófst í gær og lýkur 30. júní og mun Grúska Babúska koma fram þann dag á Croissant Neuf-sviðinu. Grúska Babúska var stofnuð árið 2012 og nú skipa hana fjórar konur, þær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir, Íris Hrund Þórarinsdóttir, Dísa Hreiðarsdóttir og Erla Stefáns- dóttir. Nýjasta plata sveitarinnar, Tor, var að mestu samin í Gla- stonbury á Englandi og kom út í fyrra. Kvartett Hljómsveitin Grúska Babúska. Grúska Babúska á Glastonbury Ljósmynd/Julie Rowland
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.