Þjóðarbúskapurinn

Issue

Þjóðarbúskapurinn - 01.04.1995, Page 7

Þjóðarbúskapurinn - 01.04.1995, Page 7
1. Inngangur og helstu niðurstöður Þjóðhagsstofnun birti í lok marsmánaðar fréttatilkynningu um þróun helstu þjóðhags- stærða árið 1994 og endurskoðaða þjóðhagsspá fyrir þetta ár. Eins og boðað var í fréttatilkynningunni er ritiöÞjóðarbúskapurinn nú gefíð út þar sem nánar er íjallað um þetta efni. Allar meginniðurstöður eru hins vegar þær sömu og lýst var í umræddri fréttati lkynningu. Þjóðarbúskapurinn hefur náð sér á strik efitir efnahagslægð 1988-1993. Hagvöxtur hér á landi á árinu 1994 var jafn og að meðaltali í öðrum aðildarríkjum OECD og spáð er að svo verði áfram á þessu ári. Þegar litið er til annarra hagstærða virðist nokkuð gott jafnvægi á flestum sviðum þjóðarbúskaparins. Verðbólga hefur verið lítil og horfur eru á að hún verði svipuð á þessu ári og að meðaltali í iðnríkjunum. Verulegur afgangur var á viðskiptajöfnuði á síðasía ári og flest bendir til að þróun hans verði einnig hagstæð í ár. Horfur eru á að nokkuð dragi úr atvinnuleysi á þessu ári, þótt hægt virðist ætla að miða í þeim efnum og atvinnuleysið sé óneitanlega mikið um þessar mundir á íslenska vísu. Þróunin hefur þó ekki verið jafn hagstæð á öllum sviðum. Þar skiptir mestu máli að hallinn á ríkissjóði er of mikill, ekki síst í ljósi þeirra hagstæðu skilyrða sem ríkja í þj óðarbúskapnum. Við þessar aðstæður blasir það verkefni við stjómvöldum að búa í haginn fyrir varanlegan hagvöxt og vaxandi atvinnu við skilyrði stöðugleika í verðlagsmálum. I því skyni er þrennt mikilvægast. I fyrsta lagi að koma á jafnvægi í ríkisfjármálum, þeim mun fyrr sem hagvöxturinn verður meiri. Þannig má skapa forsendur fyrir lækkun raun- vaxta og tryggja ró á gjaldeyrismarkaði. I öðru lagi að festa í sessi verðstöðugleikann. Stjóm peningamála gegnir mikilvægu hlutverki í þeim efnum. í þriðja lagi að stuðla að skipulagsbreytingum í þjóðarbúskapnum sem horfa til framfara og aukinnar hagkvæmni í atvinnulífí og opinberum rekstri. Helstu niðurstöður nýrrar þjóðhagsspár eru dregnar saman hér á efitir í fímm liðum. • Hagvöxtur - á mælikvarða landsframleiðslu - var 2,8% á árinu 1994 og þjóðar- tekjur jukust enn meira vegna viðskiptakjarabata, eða um 3,7%. Þetta er sami hagvöxtur og var að meðaltali í aðildarríkjum OECD. Spáð er að hagvöxturinn verði 3% á þessu ári og þjóðartekjur aukist svipað. I þessari spá felst því að hagvöxtur verði svipaður og í iðnríkjunum. Þegar horft er lengra fram í tímann eru horfumar óljósari. Hér er reiknað með að nokkuð hægi á hagvexti á árunum 5

x

Þjóðarbúskapurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðarbúskapurinn
https://timarit.is/publication/1367

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.