Þjóðarbúskapurinn

Issue

Þjóðarbúskapurinn - 01.04.1995, Page 31

Þjóðarbúskapurinn - 01.04.1995, Page 31
festingarvörum sem jukust um tæp 8%, á meðan innflutningur á rekstrarvörum jókst um rúm 4% og innflutningur á neysluvörum jókst einungis um 2!/2%. Aukinn innflutningur á síðasta ári á sér ýmsar skýringar. í fýrsta lagi kemur til aukinn kaupmáttur almennings, en kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann jókst um 0,5% í fyrra. í ljósi mikils samdráttar innflutnings á undanfömum árum er aukningin á síðasta ári minni en búast hefði mátt við miðað við reynslu fyrri ára. Innflutningur einkabíla dróst til að mynda saman á árinu þrátt fyrir aukningu kaupmáttar. í öðru lagi stafar hluti innflutningsaukningarinnar af meiri fjárfestingu í sumum greinum atvinnulífsins. Innflutningur á fjárfestingarvörum öðrum en flutningatækjum jókst þannig um rúm 9% á föstu verði. Útgjöld vegna þjónustu drógust saman um '/2% að raungildi á síðasta ári, þótt ferðum íslendinga til útlanda hafi ijölgað um 3% en útgjöld vegna ferðalaga lækkuðu um 7% á föstu gengi. Ástæða þessa er að úr innkaupaferðum hefur dregið. Útgjöld vegna samgangna jukust um rúmlega 1% á föstu gengi og þjónustuútgjöld af ýmsu tagi jukust sömuleiðis um rúm 3%. í heild jókst innflutningur vöru og þjónustu um 5,1% að magni til á síðasta ári miðað við árið 1993. Viðskiptajöfnuður Mikil umskipti hafa orðið í utanríkisviðskiptum á síðustu tveimur árum. I stað viðvarandi halla á viðskiptum við önnur lönd voru þau í jafnvægi á árinu 1993 og með verulegum afgangi 1994. Samkvæmt bráðabirgðatölum nam afgangur á viðskipta- jöfnuði 10,1 milljarði króna á síðasta ári eða sem svarar til 2,3% af landsframleiðslu sem er annar mesti afgangur á viðskiptum við útlönd frá lokum seinni heimsstyrjaldar- innar. 29

x

Þjóðarbúskapurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðarbúskapurinn
https://timarit.is/publication/1367

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.