Þjóðarbúskapurinn

Útgáva

Þjóðarbúskapurinn - 01.04.1995, Síða 33

Þjóðarbúskapurinn - 01.04.1995, Síða 33
4. Horfur 1995 Flest bendir til að sá efnahagsbati sem varð í fyrra muni sfyrkjast á þessu ári og að hagvöxtur verði svipaður í ár og í fyrra. Aukin þjóðarútgjöld bera uppi hagvöxtinn í ár gagnstætt því sem var í fyrra þegar hann stafaði af mikilli aukningu útflutnings. Þessi aukning þjóðarútgjalda ætti meðal annars að stuðla að því að atvinnuleysi minnki frá því sem það var á síðasta ári. Spáin sýnir ámóta afgang á viðskiptajöfnuði og í fyrra en verðbólga mun aukast lítillega, einkum vegna launabreytinga og aukinnar eftirspumar innanlands. Verðbólgan er þó talin verða um eða innan við það sem algengast er í helstu viðskiptalöndum. Þessi spá byggir meðal annars á því að almenn launaþróun verði í aðalatriðum í samræmi við kjarasamninga landssambanda innan ASI og vinnuveitenda sem undirritaðir voru í febrúar síðastliðnum. Um launaþróunina þarf hins vegar að hafa fyrirvara, bæði vegna þess að ýmsum kjarasamningum er ólokið og eins virðist vera töluverður þrýstingur á launahækkanir um þessar mundir. Vandi hagstjómar snýst því um að meta þessar aðstæður rétt og halda hvorki um of aftur af efnahagslífínu né slaka svo á taumhaldinu að þensla myndist. í ljósi reynslunnar er sérstaklega mikilvægt að nægilega fljótt verði brugðist við ef þenslumerki birtast. Hlutfallsleg breyting þjóðarútgjalda og landsframleiðslu frá fyrra ári og viðskiptajöfnuður sem hlutfall af landsffamleiðslu, 1981-1995 31

x

Þjóðarbúskapurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðarbúskapurinn
https://timarit.is/publication/1367

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.