Þjóðarbúskapurinn

Útgáva

Þjóðarbúskapurinn - 01.04.1995, Síða 34

Þjóðarbúskapurinn - 01.04.1995, Síða 34
Afli og útflutningsframleiðsla Afli sem bundinn er kvóta á fiskveiðitímabilinu 1. september 1994 til 31. ágúst 1995 var ákveðinn eftirfarandi: Aflaheimildir á fiskveiðiári 1994-1995 Breyting frá Þúsund tonn fyrra fiskveiðiári í tonnum Þorskur............................... 155 0 Ýsa.................................... 65 0 Ufsi .................................. 75 -10 Karfi.................................. 77 -13 Grálúða ............................... 30 0 Skarkoli............................... 13 0 Síld.................................. 120 20 Rækja ................................. 70 20 Humar ................................. 2,2 -0,2 Gert er ráð fyrir að þorskaflinn verði nokkru meiri en svarar til úthlutaðs aflamarks á fískveiðiárinu. Ástæðuna fyrir því má meðal annars rekja til ákvæða um veiðar báta minni en 6 brúttólestir með línu og handfærum, ákvæða um undirmálsafla utan aflamarks og álags við útflutning á óunnum afla. Veiði krókabáta er áætluð um 30 þúsund tonn, en krókabátar hafa farið verulega firam úr heimildum sínum á fyrri hluta þessa fískveiðiárs. Það leiðir svo afitur til að úthaldsdagar krókabáta skerðast í hlutfalli við þennan umframafla á næsta ári. Að öllu samanlögðu má áætla að þorskaflinn á Islandsmiðum verði um 165 þúsund tonn á þessu fískveiðiári. Þjóðhagsstofnun gerir ráð fyrir að afli ársins 1995 verði 0,7% meiri en árið 1994 reiknað á föstu verði. Áætlunin byggir á þeirri forsendu að þorskafli verði um 200 þúsund tonn á árinu og annar botnfískafli verði um 354 þúsund tonn. Þar af er þorskur úr Smugunni áætlaður 35 þúsund tonn sem er svipað og í fyrra og úthafskarfi, sem er utan kvóta, áætlaður 60 þúsund tonn. Mikil óvissa ríkir um veiðar utan fískveiði- lögsögunnar á þessu ári og jafnframt um veiðar frá september til ársloka, eða eftir að yfirstandandi fískveiðitímabili lýkur. Uthlutaðar aflaheimildir til íslenskra skipa á loðnuvertíðinni frá júlí 1994 til maí 1995 nema 817 þúsund tonnum. Keyptar aflaheimildir af Grænlendingum nema 20 þúsund tonnum til viðbótar. Frá júlí og fram til áramóta í fyrra veiddu íslensku skipin 210 þúsund tonn og frá áramótum hafa veiðst um 390 þúsund tonn þannig að ólíklegt er að veiðist upp í aflaheimildir. Loðnuafli á árinu 1995 er áætlaður um 800 þúsund tonn. Gert er ráð fyrir að botnfiskaflinn í heild dragist saman um 1,6% á föstu verði frá árinu 1994. Þjóðhagsstofnun reiknar með að annar afli verði óbreyttur. Þó er gert ráð fyrir að síld úr norsk-íslenska síldarstofninum eða Íslandssíld, eins og hún hefur verið kölluð, aukist úr 21 þúsund tonnum í 50 þúsund tonn. Að öllu samanlögðu reiknar Þjóðhagsstofnun með aukningu í útflutningsframleiðslu sjávarafurða um 3% milli áranna 1994 og 1995. 32

x

Þjóðarbúskapurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðarbúskapurinn
https://timarit.is/publication/1367

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.