Þjóðarbúskapurinn

Útgáva

Þjóðarbúskapurinn - 01.04.1995, Síða 40

Þjóðarbúskapurinn - 01.04.1995, Síða 40
hafa aukist umtalsvert frá því á miðju ári í fyrra og lausafjárstaða þeirra hefur rýrnað umtalsvert. Vinnumarkaður Samfara auknum umsvifum í þjóðarbúskapnum má ætla að atvinnuleysi fari minnkandi. Gert er ráð fyrir því að störfum fjölgi áfram á þessu ári, þó heldur minna en á árinu 1994. Störfum vegna átaksverkefna fjölgaði mikið á síðustu tveimur árum og voru þau í heild um 950 í íyrra, mælt í ársverkum. Ekki er gert ráð fyrir að þeim fjölgi mikið á þessu ári, verði í heild um 1.000. Að auki er gert ráð fyrir 1.250 milljóna króna framlagi ríkissjóðs til atvinnuskapandi verkefna á árinu, einkum til vegamála. Þetta er heldur minna framlag til atvinnuskapandi aðgerða en á árinu 1994. Atvinnuleysi var heldur minna tvo fyrstu mánuði ársins en á sama tímabili í fyrra. Atvinnuleysi í mars var hins vegar nokkru meira núna en í mars í fyrra og stafar það meðal annars af verkfalli kennara þar sem nokkur fjöldi starfsfólks skólanna, aðrir en kennarar, skráði sig atvinnulaust á meðan á verkfallinu stóð. I kjölfar verkfallsins hafa skólanemar einnig komið inn á atvinnuleysisskrá í einhverjum mæli. I heildina er gert ráð fyrir að atvinnuleysi verði minna að meðaltali í ár en það var í fyrra eða um 4,3% af áætluðum mannafla. Það samsvarar því að um 6.000 manns verði án vinnu að meðaltali. Aætlað er að vinnuframboð aukist um 1,1% og atvinnuþátttaka verði nánast óbreytt frá árinu 1994, eða um 77%. Vinnuafl og atvinnuleysi 1980-1995 5,0 4.5 4,0 3.5 S 3,0 I ca 2.5 S, 2,° g 1.5 S 1,0 0,5 0,0 Störfum hefur fjölgað jafnt og þétt frá 1992 eftir verulega fækkun frá 1987. Megin skýringin á þessum umskiptum er almennur efnahagsbati í þjóðarbúskapnum. Að auki hafa átaksverkefni Atvinnuleysistryggingasjóðs og sveitarfélaganna stuðlað að fjölgun starfa og jafnframt fækkað atvinnulausum, þar sem þessi verkefni beinast einkum að atvinnulausu fólki. í þriðja lagi hafa aðgerðir ríkisstjómarinnar til atvinnuskapandi aðgerða fjölgað störfum einkum í byggingastarfsemi. 38

x

Þjóðarbúskapurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðarbúskapurinn
https://timarit.is/publication/1367

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.