Þjóðarbúskapurinn

Útgáva

Þjóðarbúskapurinn - 01.04.1995, Síða 51

Þjóðarbúskapurinn - 01.04.1995, Síða 51
6. Annáll efnahagsmála 1994-1995 1994 Janúar Persónuafsláttur á fyrri hluta árs var ákveðinn 23.915 kr. á mánuði. Skatthlutfall í staðgreiðslu var ákveðið 41,84%. Tekjuskattshlutfall var lækkað úr 34,30% í 33,14%. Útsvarshlutfall í staðgreiðslu var 8,69%. Hlutfallið var raunar 8,64% í janúar, en þá lá ekki fyrir ákvörðun allra sveitarfélaga um útsvar. Þann 1. janúar lækkaði virðisaukaskattur af matvælum úr 24,5% í 14%. Samningurinn um Evrópskt efnahagssvæði tók gildi 1. janúar. Verkfall sjómanna hófst á miðnætti 1. janúar og náði það til á sjötta þúsund sjómanna alls staðar á landinu nema á Vestfjörðum. En þann 14. janúar setti ríkisstjómin bráða- birgðalög til að stöðva verkfallið. Með lögunum voru allir síðast gildandi kjara- samningar aðila framlengdir til 15. júní 1994. Febrúar Þann 1. febrúar voru skuldabréf ríkissjóðs boðin út á bandarískum skuldabréfamarkaði. Alls voru seld bréf fyrir um 200 milljónir dollara eða sem svarar til um 14,6 milljörðum króna. Bréfm eru með 0,57% álagi á vexti af 10 ára ríkisskuldabréfum Bandaríkjanna þannig að ávöxtun þeirra er um 6,2%. Þann 17. febrúar gaf sjávarútvegsráðuneytið út reglugerð um aukningu loðnukvótans sem nemur 97 þúsund tonnum. Með aukningunni var heildarkvóti íslenskra loðnuskipa á vertíðinni frájúlí til apríl 1.072 þúsund tonn. Mars Þann 7. mars voru gefin út lög um stöðvun verkfalls sjómanna og voru þau staðfesting á bráðabirgðalögunum frá því í janúar 1994. Ríkisstjómin samþykkti þann 22. mars að sækja um aðild Islands að Svalbarðasam- komulaginu. 49

x

Þjóðarbúskapurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðarbúskapurinn
https://timarit.is/publication/1367

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.