Þjóðarbúskapurinn

Issue

Þjóðarbúskapurinn - 01.04.1995, Page 55

Þjóðarbúskapurinn - 01.04.1995, Page 55
• að hækka persónuafslátt í takt við launaþróun fremur en verðlagsþróun og þannig mun afslátturinn hækka í heild um 2.150 kr. á næsta ári • að taka á greiðsluvanda vegna húsnæðislána • að lækka húshitunarkostnað á dýrustu svæðunum Þann 28. desember var gerð breyting á lögum um hlutafélög m.a. vegna samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Sama dag voru gefin út lög um einkahlutafélög. Helstu nýjungamar í lögunum eru að greina þarf á milli hlutafélaga og einkahlutafélaga. Einkahlutafélög ná til minni félaga. Flest hlutafélög hér á landi uppfylla þau skilyrði að geta talist einkahlutafélög. Þann 31. desember voru gefín út lög um lífræna landbúnaðarframleiðslu. Tilgangur laganna er að tryggja að framleiðsla, úrvinnsla, flutningur, geymsla og dreifing landbúnaðarafurða sem framleiddar eru með lífrænum aðferðum lúti ákveðnum reglum á lögbýlum og í fyrirtækjum sem hafa fengið vottun til notkunar á vörumerki lífrænnar framleiðslu. Fjárlög voru samþykkt á Alþingi þann 22. desember. Samkvæmt þeim verður rekstrarhalli A-hluta ríkissjóðs 7,4 milljarðar króna. Með samþykkt þingsályktunar um fullgildingu samnings um Alþjóðaviðskipta- stofnunina (WTO) þann 29. desember urðu íslendingar stofnaðilar að WTO. Samtímis var Marakess samningurinn (GATT-samningurinn) fullgiltur af íslands hálfu. Meginatriði hvað varðar landbúnað er að tollar leysa af hólmi magntakmarkanir og aðrar innflutningshindranir. 1995 Janúar Þann 1. janúar tók gildi reglugerð um gjaldeyrismál. í henni er m.a. kveðið á um að gjaldeyrisviðskipti vegna inn- og útflutnings vöru og þjónustu skulu vera óheft, svo og fjármagnshreyfingar og gjaldeyrisviðskipti vegna þeirra, nema annað sé ákveðið í lögum. Þann 1. janúar tók gildi ný atvinnugreinaflokkun Hagstofu íslands, ÍSAT 95. Febrúar Þann 2. febrúar keypti Seðlabanki Islands íslenskar krónur fyrir 2 milljónir dollara, eða um 134 milljónir króna, í því skyni að styrkja gengi krónunnar. Aðgerðin var liður í að halda gengi íslensku krónunnar innan 2,25% frá svonefndu miðgengi. Þann 7. febrúar hækkaði Seðlabanki Islands vexti sem gilda í viðskipum bankans við innlánsstofnanir. Þannig hækkaði ávöxtun í endurkaupasamningum og endursölu- samningum um 0,4 prósentustig. 53

x

Þjóðarbúskapurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðarbúskapurinn
https://timarit.is/publication/1367

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.