Þjóðarbúskapurinn

Útgáva

Þjóðarbúskapurinn - 01.04.1995, Síða 56

Þjóðarbúskapurinn - 01.04.1995, Síða 56
Þann 21. febrúar voru samþykktir kjarasamningar á hinum almenna vinnumarkaði, milli aðildarfélaga Alþýðusambands íslands og Vinnuveitendasambandsins. Megin atriði samningsins voru eftirfarandi: • Samkvæmt samningunum hækka öll laun um 2.700 krónur á mánuði frá undirskrift samnings. Til viðbótar hækka lægri launataxtar sérstaklega um 100 krónur fyrir hverjar 4.000 krónur sem taxtinn er lægri en 84.000 krónur. • Samið var um sérstakar launabætur sem greiðast 1. maí og 1. desember 1995 og 1996. Launabætur reiknast þannig, að fundið er meðaltal heildartekna á tímabilunum 1. febrúar - 30. apríl og 1. september - 30. nóvember. Sú upphæð sem þannig er fundin er dregin frá 80.000 krónum miðað við fullt starf allan viðmiðunartímann. Viðmiðunarupphæðin lækkar í hlutfalli við starfshlutfall og starfstíma á tímabilinu. Upphæð launabóta er helmingur þannig fenginnar niðurstöðu. Orlof er innifalið í launabótum. • Frá l.janúar 1996 hækka öll laun um 2.700 krónur á mánuði. • Desemberuppbót verður 15.000 krónur á árinu 1996 og þaðan í frá. Samningurinn gildirtil 31. desember 1996. Forsenda kjarasamninganna var yfirlýsing ríkisstjómarinnar um aðgerðir í kjölfar þeirra. Aðgerðir ríkisstjómarinnar voru efitirfarandi: • Verðtrygging ljárskuldbindinga miðast framvegis við framfærsluvísitölu. Jafnframt verður unnið að því að draga úr verðtryggingu í áfongum. • Frá 1. apríl 1995 verður heimilt að draga 2% af framlagi launþega í lífeyrissjóð frá skatttekjum. Frá 1. júlí 1996 hækkar hlutfallið í 3% og 1. júlí 1997 verður framlagið að fullu frádráttarbært. • Eingreiðslur í almanna- og atvinnuleysistryggingakerfinu verða greiddar í samræmi við ákvæði um eingreiðslur í kjarasamningum. • Ríkisstjórnin beiti sér fyrir afgreiðslu frumvarps þar sem hlunnindagreiðslur vinnuveitenda til launþega vegna ferða til og frá vinnu teljist ekki til skattskyldra tekna. • Heimilaður verður frádráttur vegna ferða sem famar eru á vegum atvinnurekenda án tillits til Qölda ferða á ári þó þannig að hámark í hverri ferð sé 30 dagar. • Niðurgreiðsla á húshitunarkostnaði verði aukin. • Endurskoðuð verði reglugerð um endurgreiðslur á kostnaði vegna ferða- og dvalarkostnaðar vegna sérfræðiheimsóknar og innlagna á sjúkrahús. • Skipuð verði nefnd sem geri tillögur um aðgerðir til að lækka framfærslukostnað heimilanna, sérstaklega til að lækka vöruverð á landsbyggðinni. • Ríkisstjómin mun beita sér fýrir því að frumvarp um framhaldsskóla verði afgreitt á Alþingi en með því frumvarpi eru skapaðar forsendur til margvíslegra breytinga á verk- og starfsmenntun. • Skilgreint verður til hvaða aðgerða eigi að grípa í skuldbreytingum hjá þeim sem eru í greiðsluerfiðleikum í húsnæðislánakerfmu. Afskriftir í félagslega kerfinu verði lækkaðar úr 1,5% í 1%. Þrengd verði skilyrði fyrir vaxtahækkun í félagslega kerfinu. Stefnt verður að fjölgun greiðsludaga vegna vaxtabóta og að greiðslur þeirra gangi til greiðslu afborgana af lánum hjá Húsnæðisstofnun. Því verður beint 54

x

Þjóðarbúskapurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðarbúskapurinn
https://timarit.is/publication/1367

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.