Skessuhorn


Skessuhorn - 17.06.2015, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 17.06.2015, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 25. tbl. 18. árg. 17. júní 2015 - kr. 750 í lausasölu Fluconazol ratiopharm Fæst án lyfseðils Er þér annt um hjartað? Eru bólgur og verkir að hrjá þig? Hátíðisdagur Lokað ��. júní frá kl. �� Starfsfólk Arion banka í Borgarnesi fagnar aldarafmæli kosningaréttar kvenna. Í tilefni ��� ára afmælis kosningaréttar kvenna þann ��. júní mun Arion banki gefa starfsfólki frí eftir hádegi. Útibúið í Borgarnesi verður lokað frá kl. ��. Önnur starfsemi bankans verður takmörkuð. Hraðbankar Arion banka, netbankinn og Arion appið verða sem fyrr aðgengileg viðskiptavinum. Til hamingju með ��� ára afmæli kosningaréttar kvenna. Garðakaffi Við lengjum opnunar tímann hjá okkur helgina 19. – 21. júní og verður opið frá kl. 8 – 23 föstudag og laugardag. Við munum bjóða upp á morgunverð í tilefni daganna og verðum með ýmis tilboð. Einnig munum við bjóða upp á kvöldverð föstudags- og laugar- dagskvöld, ásamt bjór, víni og öðrum áfengum drykkjum. Endilega kíkið við í Garðakaffi í Safnaskálanum. Sími: 433-5566 SK ES SU H O R N 2 01 5 Þátttakendur með hönnunarverk sín. F.v. Anna Kristjánsdóttir sem hreppti annað sætið, Ragnheiður Kristjánsdóttir sigurvegari, Ásta S. Alfreðsdóttir sem átti einu hekluðu húfuna, Linda Ýr Stefánsdóttir sem tók við viðurkenningu fyrir hönd Margrétar Þorvaldsdóttur og lengst til hægri er Jóhanna Einarsdóttir sem hafnaði í þriðja sæti. Á myndina vantar einn þátttakanda, Kristrúnu Sigurbjörnsdóttur. Gulustu og glöðustu húfurnar Í síðustu viku voru afhent verðlaun fyrir ÍA-húfusamkeppni Gallerý Snotru á Akranesi og heimaleikja- hóps ÍA. Heimaleikjahópurinn er félagsskapur sem sér um kaffi- veitingarnar í hálfleik á Akranes- velli. Að sögn aðstandenda húfu- samkeppninnar vakti það athygli þeirra hve fáir stuðningsmenn skörtuðu gula litnum í stúkunni á leik karlaliðsins gegn Leikni í Breiðholtinu fyrr í sumar. Kalt var í veðri, flestir kappklæddir og gul- ar Skagatreyjurnar í besta falli í felum undir úlpum áhorfenda. Þá hafi kviknað sú hugmynd að efna til húfusamkeppni til að reyna að gera gula litinn meira áberandi í stúkunni. Gallerý Snotra lét garn af hendi rakna til hönnuða auk þess sem allir þátttakendur fengu viður- kenningu í formi skarts og rósa frá Dýrfinnu Torfadóttur og bíó- miða fyrir tvo í boði Bíóhallarinn- ar. Alls bárust átta húfur í keppn- ina frá sex hönnuðum. Dóm- nefnd valdi svo þrjár bestu húf- urnar og stuðningsmenn ÍA fengu að velja sína eftirlætis húfu í hálf- leik í leiknum gegn Fylki. Fór svo að húfur Ragnheiðar Krist- jánsdóttur voru valdar besta hug- myndin en hún sendi þrjár húfur í keppninni. Annað sæti hreppti Anna Kristjánsdóttir en hennar húfa var einnig valin vinsælust af stuðningsmönnum ÍA. Húfa Jó- hönnu Einarsdóttur var valin í þriðja sætið og fékk hún einn- ig viðurkenningu fyrir fallegt og nosturslegt handverk. Húfurnar verða til sýnis í Gall- erý Snotru næstu daga og einnig verða þar til sölu allar uppskrift- irnar. Norðurálsmót ÍA verður um næstu helgi. Þá næstum tvöfald- ast íbúatalan á Akranesi þegar á annað þúsund pollar í fótbolta etja kappi á Jaðarsbökkum. Í miðju Skessuhorns í dag er að finna gagnlegar upplýsingar fyrir gestina, um mótið. kgk Þann 19. júní árið 1915 fengu ís- lenskar konur kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Reyndar aðeins þær sem voru fjörutíu ára og eldri. Þrátt fyrir skertan rétt urðu mikil hátíðarhöld í stærri bæjum landsins þegar fréttir bár- ust um að þetta baráttumál væri í höfn. Aldursákvæðin áttu síð- an að falla út smám saman og átti jafn réttur karla og kvenna að nást árið 1931. Við endurskoðun lag- anna var þessu ákvæði hins vegar eytt út og árið 1920 var afnumið það sem Bríet Bjarnhéðinsdóttir kallaði í háði í blaði sínu Kvenna- blaðinu; „hinn nafnfræga, íslenska stjórnviskulega búhnykk.” Fengu konur sama rétt og karlar í fram- haldi af sambandslagasamningum við Danmörku. Árið 1915 fengu vinnumenn 40 ára og eldri einnig kosningarétt og krafan um að geta greitt fjórar krónur í útsvar var af- numin. Þar með voru konur og vinnumenn orðin jafnrétthá karl- mönnum að þessu leyti. Skessuhorn að þessu sinni er til- einkað hundrað ára afmæli kosn- ingaréttar kvenna. Það á vel við að útgáfudagur blaðsins er þjóðhá- tíðardagurinn sjálfur. Blaðið verð- ur vonandi komið í hendur les- enda í tæka tíð fyrir 19. júní. Þess- ara tímamóta er minnst í Skessu- horni í dag og hefur blaðið af þessu tilefni dálítið annan blæ en venjulega. Rætt er við konur á ýmsum aldri og sagt frá nokkr- um sem voru upp á sitt besta fyr- ir réttri öld. Skessuhorn óskar ís- lenskum konum til hamingju á þessum tímamótum og óskar okk- ur öllum alls hins besta í jafnréttis- baráttu framtíðarinnar, því enn er langt í land að fullnaðarsigur náist. Landsmönnum öllum óskum við til hamingju á þjóðhátíðardaginn. mm Tímamóta í jafnréttis- baráttunni minnst Rafræn áskrift Ný áskriftarleið Pantaðu núna

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.