Skessuhorn


Skessuhorn - 17.06.2015, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 17.06.2015, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 20156 Menningar- og markaðsfulltrúi hættir GRUNDARFJ: Alda Hlín Karlsdóttir, menningar- og markaðsfulltrúi Grundarfjarð- arbæjar, hefur sagt starfi sínu lausu. „Það breyttust aðstæð- ur hjá fjölskyldunni. Við ætl- um því að flytja suður þar sem maðurinn minn sækir vinnu. Ég er að taka við spennandi störfum hjá Icelandic Gro- up. Þannig flyt ég mig um set yfir í sjávarútveginn. Mér hef- ur alltaf þótt sú grein mjög heillandi, er uppalinn í sjáv- arplássi, hef verið á sjó, unn- ið í fiski og er með punga- prófið,“ segir Alda Hlín létt í bragði. „En ég kveð starf mitt hér í Grundarfirði með tölu- verðum trega. Þetta er búið að vera góður tími fyrir okkur fjölskylduna. Grundarfjörður er æðislegur bær, hér er frá- bært fólk og gott að búa. Ég hef sömuleiðis átt gott sam- starf við fjölda fólks hér víða á Snæfellsnesi og hér er góð- ur kraftur,“ segir Alda Hlín. Staða hennar hefur verið aug- lýst til umsóknar hjá Grundar- fjarðarbæ. –mþh Styðja strandveiðar STYKKISH: „Bæjarráð Stykkishólms tekur undir með Landssambandi smábátaeig- enda að auka eigi aflaviðmið- un strandveiða og telur einn- ig að heppilegt væri að auka sveigjanleikann í kerfinu til að gera sjómönnum kleift að stunda veiðarnar við sem best- ar veðurfarslegar aðstæður og draga þannig úr óþarfa áhættu og auka arðsemi veiðanna.“ Þannig hljómar bókun sem bæjarráð Stykkishólms gerði samhljóða á fundi sínum í síð- ustu viku. Stykkishólmur bæt- ist þannig í stöðugt vaxandi hóp sveitarfélaga víða með ströndinni umhverfis land- ið þar sem sveitarstjórnir gefa svipaðar yfirlýsingar varðandi strandveiðarnar. -mþh Grænt ljós á niðurrif olíutanka HVALFJ.SV: Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur sam- þykkt heimild til olíufélagsins N1 um að fjarlægja fjóra olíu- geyma við fyrrum söluskálann Þyril á Miðsandi í Hvalfirði. Sækja þarf um tímabundið starfsleyfi vegna framkvæmd- arinnar til Heilbrigðiseftirlits Vesturlands. -mþh Gengið um sveitina REYKHÓLAR: Gönguhelg- in Gengið um sveit verður haldin á Reykhólum um næstu helgi, dagana 19. til 21. júní. Hún hefst á föstudag á því að hestar verða teymdir und- ir börnum. Síðan eru þrjár mislangar gönguferðir um helgina með leiðsögn auk þess sem hægt verður að fara í sund sér til hressingar. Nánari upp- lýsingar má finna á Reykhóla- vefnum. -mþh Planta 297 birkitrjám HVALFJ.SV: Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti einróma eftirfarandi tillögu oddvita á fundi sínum í síðustu viku. „Í tilefni 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna og þess að í ár eru 35 ár eru liðin frá kjöri Vigdísar Finnbogadóttur í embætti forseta Íslands sam- þykkir sveitarstjórn að kaupa 297 birkiplöntur til gróðursetn- ingar. Birkiplönturnar eru jafn- margar kvenkyns íbúum sveit- arfélagsins og er stefnt að því að þær verði gróðursettar þann 27. júní nk. í samvinnu við Skóg- ræktarfélag Skilmannahrepps. Samþykktin rúmast innan gild- andi fjárhagsáætlunar.“ –mþh Credo kórinn í Reykholti REYKHOLT: Credo kórinn, samkirkjulegur kór frá Dallas í Bandaríkjunum, er á ferðalagi um Ísland um þessar mundir og heldur tónleika í Reykholts- kirkju fimmtudaginn 18. júní kl. 20.30. Stjórnandi kórsins er Dr. Jonathan Palant og á efnis- skránni er kirkjuleg tónlist frá ýmsum tímum. Aðgangseyrir er kr. 1.000 og rennur til upp- byggingar í Reykholti. –fréttatilk. Jónsmessu- tónleikar Bjartmars DALIR: Laugardaginn 20. júní heldur Bjartmar Guðlaugsson tónleika í Leifsbúð í Búðar- dal. Á tónleikunum fer hann í léttu spori yfir tónlistarferilinn og flytur sín þekktustu lög og kannski eitthvað nýtt. Milli laga rifjar hann upp ýmsar skemmti- sögur sem tengjast textunum. Aðgangseyrir er 2.500 kr. og hefjast tónleikarnir kl. 22:00 og standa í tvær klst. með 15 mín- útna hléi. –fréttatilk. Ronaldo nærföt og sokkar á Norðurálsmótinu Tilboð dagana 18. - 20. júní SK ES SU H O R N 2 01 5 Opnunartími: Mán-fös kl. 10-18 Lau kl. 10-15 Þú skorar... í CR7! 20% afsláttur af Cristiano Ronaldo eða CR7 nærfata- og sokkalínunni fyrir herra og drengi á aldrinum 4-15 ára Ingimar Garðarsson bakari á Akra- nesi hefur auglýst bakarí sitt Brauð- val til sölu. „Ég hef verið í þessu í 37 ár og finnst komið gott. Ferill- inn byrjaði einmitt hér í þessu hús- næði sem ég er í núna við Skóla- brautina á Akranesi þegar ég byrj- aði að vinna hérna hjá Herði Páls- syni bakarameistara árið 1977,“ segir Ingimar í samtali við Skessu- horn. Á þessum áratugum hefur hann stundað bakstur bæði á Akra- nesi og í Búðardal. Það var svo nú í febrúar á þessu ári að Ingimar opnaði Brauðval í húsnæðinu við Skólabraut. Þar er bæði bakarí og kaffihús, mitt í gamla miðbænum á Akranesi. mþh Bakaríið Brauðval til sölu Ingimar Garðarsson bakari við störf sín.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.