Skessuhorn


Skessuhorn - 17.06.2015, Qupperneq 12

Skessuhorn - 17.06.2015, Qupperneq 12
MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 201512 fræðslumála í Borgarbyggð sem skilað var í maí síðastliðnum. Hér er mesta hitamálið að hætta á rekstri Grunnskóla Borgarfjarðar á Hvanneyri þar sem kennsla hefur verið fyrir börn í 1. - 4. bekk. Þetta skal gerast eftir lok næsta skólaárs 2015-2016. Kanna á vilja foreldra barna á Hvanneyri og nágrenni til þess hvort nemendur sæki skóla að Kleppjárnsreykjum eða í Borgar- nes. Einnig á að skoða hvort vilji sé til þess að starfræktir verði 1. og 2. bekkur á Hvanneyri í samstarfi við leikskólann Andabæ. Faglegir kost- ir þess verða metnir. Leita á sam- starfs við Landbúnaðarháskóla Ís- lands varðandi fækkun skólamötu- neyta á Hvanneyri frá og með haustinu 2015. Einnig skal unnið að því að sam- eina starfsstöð Grunnskóla Borg- arfjarðar á Varmalandi í eldra skólahúsnæði á Varmalandi. Stefnt verði að því að allir nemendur verði komnir undir eitt og sama þak haustið 2015. Einnig skal skoð- að að sameina Grunnskóla Borg- arfjarðar á Varmalandi og Klepp- járnsreykjum í eina starfsstöð. Miklar breytingar á skólahaldi Hagræða á í stjórnun og starfs- mannahaldi í grunnskólum sveit- arfélagsins. Sérfræðiþjónusta við skólana skal efld með áherslu á gæði skólastarfs og samvinnu skólastofnana og endurskoðun fer fram á starfsemi sérdeildarinnar Kletts í Grunnskólanum í Borgar- nesi. Lagt er til að ferðum skóla- bíls í Borgarnesi verði fækkað frá og með haustinu 2015. Auk þessa á að skoða hagkvæmni þess að leikskólinn Hnoðraból verði staðsettur í eða við húsnæði grunnskólans á Kleppjárnsreykj- um. Dagforeldrum verði boðið húsnæði til leigu í Reykholtsdal til að mæta þörf fyrir dagvistun. Inn- tökualdur í leikskólum Borgar- byggðar verði 18 mánuðir frá júní 2015. Athugað verði að inntaka í leikskóla verði tvisvar á ári. Samningur um skólavist barna í Laugargerðisskóla verði fram- lengdur til næstu þriggja skólaára með þeim hætti að greitt verði fast gjald á nemenda. Fundin verði aðstaða fyrir Tón- listarskóla Borgarfjarðar tíma- bundið í samráði t.d. við Grunn- skólann í Borgarnesi og Mennta- skóla Borgarfjarðar þangað til að skólinn flytur í nýtt húsnæði. Nú- verandi húsnæði verði selt. Í fram- tíðinni verði gert ráð fyrir aðstöðu fyrir Tónlistarskólann inn í hús- næði Grunnskólans í Borgarnesi í samræmi við fyrirliggjandi hug- myndir byggingarnefndar. Efla skal stjórnsýslu á sviði fræðslumála og mannauðsstjórn- unar. Markmiðið er aukinn fag- legur stuðningur við skólastarf og eftirfylgni með skólastefnu Borg- arbyggðar til framtíðar. Ljúka á gerð skólastefnu fyrir sveitarfé- lagið fyrrihluta árs 2016. Framtíð- arsýn í skólamálum verði unnin í tengslum við mótun skólastefnu þar sem áhersla verði lögð á árang- ur í námi og kennslu. Ráða á verk- efnisstjóra í hlutastarf í sex mán- uði til að sinna þessum verkefnum í samstarfi við hagsmunaaðila. Víðtæk sala fasteigna Þegar þessar tillögur höfðu verið af- greiddar með samþykki meirihluta og hjásetu minnihluta var borin upp tillaga um sölu eigna. Skóla- húsnæði Grunnskóla Borgarfjarð- ar á Hvanneyri skal selt með fyrir- vara um að afhendingartími verði sumarið 2016. Selja skal húsnæði sem áður hýsti Húsmæðraskólann á Varmalandi með fyrirvari um af- hendingartíma er taki mið af því þegar allir nemendur verði komn- ir með aðstöðu inn í skólahúsnæði grunnskólans á Varmalandi. Fjórar íbúðir í fjölbýlishúsi á Varmalandi verða settar á sölu. Salur á efstu hæð fjölbýlishúss Borgarbraut 65a í Borgarnesi verði seldur undir íbúðir fyrir eldri borgara. Borgar- braut 23 þar sem nú er Tónlistar- skóli Borgarfjarðar verði seld. Fyr- irvari er gerður um að fundin verði aðstaða fyrir skólann í samráði t.d. við Grunnskólann í Borgarnesi og Menntaskóla Borgarfjarðar þang- að til að skólinn flytur í nýtt hús- næði. Selja á íbúðarhúsnæðið sem nú hýsir leikskólann Hnoðraból í Reykholtsdal. Gerður er fyrir- vari um afhendingu sem miðast við að leikskólinn verði kominn í annað húsnæði á Kleppjárnsreykj- um. Selja á einbýlishús og útihús á Kárastöðum. Gerður er fyrirvari um að afmarka þarf lóð umhverf- is húsin. Auk þessa á að selja hluti Borgarbyggðar í Límtré Vírneti og Vélabæ. Auk þessa skal skoðað nánar með sölu annarra eigna og eignarhluta á grundvelli fyrirliggj- andi skýrslna um eignir og rekstur og skipulag fræðslumála með þeim fyrirvörum sem þar eru gerðir. Í tillögum starfshóps um eign- ir Borgarbyggðar var einnig lagt til að eignarhlutur Borgarbyggðar í Orkuveitu Reykjavíkur yrði seld- ur en það var ekki rætt á þessum fundi sveitarstjórnar né nein tillaga um slíkt borin upp. mþh Fundarsalur sveitarstjórnar í ráð- húsi Borgarbyggðar í Borgarnesi var fullur út úr dyrum þegar 129. fundur sveitarstjórnarinnar var haldinn á fimmtudag. Það kom ekki á óvart þar sem vitað var að til afgreiðslu yrðu umdeild mál varð- andi rekstur skóla og sölu eigna. Flestir þeirra íbúa sem voru mætt til að hlýða á fundinn áttu hagsmuna að gæta varðandi skólanna og þá einkum Hvanneyrardeild Grunn- skóla Borgarbyggðar. Þarna voru foreldrar, afar og ömmur. Sveitar- stjórnin samþykkti á fundinum að fara í gagngerar breytingar á skóla- rekstri. Auk þess verður fjöldi fast- eigna sveitarfélagsins boðinn til sölu svo lækka megi skuldir. Þeg- ar meirihluti sveitarstjórnar hafði samþykkt niðurskurðartillögur, án mótatkvæða minnihlutans sem sat hjá, þá gengu íbúar sem sátu fund- inn á dyr til að lýsa vanþóknun sinni. Þar bar hæst ákvörðun um að hætta rekstri grunnskóladeildar á Hvanneyri. Ætla að rétta reksturinn af Aðgerðirnar sveitarstjórnar eru liður í því að bæta fjárhag Borgar- byggðar og unnar í samstarfi við ráðgjafasvið endurskoðunarfyrir- tækisins KPMG. Þessi áætlun hef- ur hlotið heitið „Brú til framtíðar.“ Markmiðið er að sveitarfélagið nái fram 200 milljóna jákvæðum af- gangi í rekstri sínum (framlegð) í síðasta lagi árið 2017. Þannig verði hægt að fjárfesta fyrir þá upphæð árlega að meðaltali án þess að skuldir sveitarfélagsins aukist. Á fundinum bar meirihluti sveit- arstjórnar, sem skipaður er fulltrú- um Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks, upp tillögu um að hér eftir skuli unnið að fjórþætt- um markmiðum í starfsemi Borg- arbyggðar sem allar lúta að hag- ræðingu og bættum rekstri. Svo- kölluð framlegð verði bætt um 200 milljónir króna fyrir 2017. Rekstur þess sem kallað er B hulti starfsemi sveitarfélagsins á að verða sjálf- bær. Undir þann hluta falla sorp- hirða, félagslegar íbúðir, hjúkr- unarheimilið Brákarhlíð, Hjálm- aklettur, Menntaskóli Borgar- fjarðar ehf., Nemendagarðar MB ehf. og Fjallskilasjóðir. Jafnframt þessu skulu skuldir Borgarbyggðar í framtíðinni endurspegla samsetn- ingu eigna og greiðslugetu sveit- arfélagsins. Skuldir skulu lækkað- ar með sölu eigna fyrir allt að 500 milljónir króna. Grunnskóli lagður niður á Hvanneyri Eftir að þessi aðgerðaáætlun hafði hlotið samþykki var haldið áfram og samþykktar margþættar og viðamiklar breytingar á skóla- rekstri Borgarbyggðar. Þar var komið að viðkvæmustu málunum sem hafa vakið hvað mestar deil- ur og umræðu í sveitarfélaginu. Þetta var gert á grundvelli skýrslu vinnuhóps um rekstur og skipulag Það vakti athygli viðstaddra á fundi sveitarstjórnar Borgarbyggðar að minnihluti hennar sat hjá í öllum at- kvæðagreiðslum um tillögur meiri- hlutans um uppstokkun skólamála og sölu eigna. Aðeins tveir fulltrú- ar minnihlutans báðu um orðið og fluttu sitthvora ræðuna sem báð- ar voru stuttar. Geirlaug Jóhanns- dóttir fulltrúi Samfylkingar kvað sér hljóðs um aðgerðaráætlunina „Brú til framtíðar.“ Síðan bað Sig- ríður Júlía Brynleifsdóttir varamað- ur Vinstri grænna um orðið þegar afgreidd var tillagan um uppstokk- un á skólarekstri sveitarfélagsins. Þetta var í fyrsta sinn sem hún tók sæti í sveitarstjórn í fjarveru Ragn- ars Frank Kristjánssonar aðalmanns VG. Fellst á þörf fyrir hagræðingu Sigríður var eini fulltrúi minnihlut- ans sem lagði fram bókun á fundin- um sem hjóðar svo: „Tillagan sem hér er lögð fram um hagræðingu í fræðslumálum þarfnast frekari skoð- unar. Vinstri græn í Borgarbyggð leggja á það áherslu að byrja á að móta skólastefnu til framtíðar, setja markmið og síðan aðgerðaráætlun sem unnið er eftir. Hér í Borgar- byggð byggjum við samfélag og síð- an aðgerðaráætlun sem unnið er eft- ir. Hér í Borgarbyggð byggjum við samfélag á góðum grunni, sem hef- ur alla burði til að móta sér sérstöðu í skólamálum til framtíðar. Nauð- synlegt er að hlusta á vilja kjósenda sem hefur komið skýrt fram að und- anförnu. Byggjum á þeirri sérstöðu og þeim byggðarkjörnum sem hér eru, löðum að okkur fólk, fælum það ekki frá með fljótfærnislegum hag- ræðingaraðgerðum.“ Í samtali við Skessuhorn að lokn- um fundi sagði Sigríður að hún væri sammála því að hagræða þurfi í rekstri Borgarbyggðar. „Ég styð hins vegar ekki allar þær aðgerðir sem á að fara í. Ég hefði viljað hafa þetta betur ígrundað. Ég er á móti því að verið sé að leggja niður starfsstöðv- ar skóla í samfélagi sem við erum að reyna að byggja upp og laða fólk að flytja til. Þess vegna sat ég hjá við af- greiðslu tillagnanna,“ sagði hún. Hjáseta ekki sama og samþykki Sigríður hafnar því að hjáseta sé sama og þögn sem þýði samþykki. „Nei, mér finnst það ekki. Ég lagði fram bókun varðandi fræðslumál- in þar sem afstaða mín kemur fram. Hefði ég greitt atkvæði gegn tillög- unum þá hefði ég jafnframt verið að lýsa því yfir að allt væri í góðu lagi með efnahag Borgarbyggðar. Að við þyrftum ekkert að gera. Það fannst mér ábyrgðarleysi.“ Hún segist að mestu leyti geta fallist á ákvarðan- ir um sölu eigna. „Þó er þarna ein eign sem ég get ekki sætt mig við að sé seld. Það er húsnæði Grunn- skólans á Hvanneyri. Sú sala gerir þá ákvörðun að loka skólanum svo gott sem óafturkræfa. Salan á skólahús- næði var ekki inni í tillögum starfs- hópsins sem fjallaði um sölu eigna. Meirihlutinn bætir henni inn að eig- in frumkvæði. Það kom á óvart að sjá hana á sölulista.“ mþh Minnihlutinn sat hjá við afgreiðslu tillagnanna Sigríður Júlía Brynleifsdóttir varafulltrúi VG þurfti að taka afstöðu til erfiðra mála á sínum fyrsta sveitarstjórnarfundi. Borgarbyggð fer í sölu eigna og uppstokkun skólamála Sveitarstjórnarfulltrúar Borgarbyggðar afgreiddu tillögurnar án mikillar umræðu á fundinum. Minnihluti Samfylkingar og Vinstri grænna sat hjá í atkvæðagreiðslu en allir í meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks samþykktu. Það var þéttsetinn fundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar þar sem tillögurnar voru bornar upp og samþykktar enda fjöldi fólks mættur til að fyljast með. Björn Bjarki Þorsteinsson forseti sveitarstjórnar í ræðustól.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.