Skessuhorn


Skessuhorn - 17.06.2015, Blaðsíða 29

Skessuhorn - 17.06.2015, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 2015 29 Sendum íslenskum konum baráttukveðjur í tilefni aldarafmælis kosningaréttar Dagbjört Agnarsdóttir flutti til Snæfellsbæjar í fyrrahaust. Þó hún hefði búið mjög víða á landinu þá var byggðin undir Jökli henni framandi. „ Ég bara sótti um starf verkefnastjóra við Átthagastofu Snæfells- bæjar og sló svo til þegar mér var boðin staðan. Ég bjó þá í Reykjavík en er ekki borgar- barn að upplagi og mig lang- aði að flytja út á land. Að flytja hingað er ein af mínum bestu ákvörðunum í lífinu. Hér hafði ég aldrei búið áður og svæðið var alveg nýtt fyrir mér. Ég er mikið náttúrubarn og finnst gaman að fara í gönguferðir. Hér eru endalausir útivistar- möguleikar,“ segir hún. Með rætur á landsbyggðinni Aðspurð segir Dagbjört að hún hafi verið mjög fljót að aðlagast samfélaginu í Snæfellsbæ. „Já, það má segja að allt hafi smellpass- að. Eftir þennan dásamlega vet- ur sem við höfum haft þá líst mér mjög vel á allt hérna,“ segir Dag- björt og hlær. „Starfið er mjög skemmtilegt og fjölbreytt. Ég fer mikið um, hef mjög gaman af því að njóta náttúrunnar hér. Það er svo margt að skoða hérna í Snæ- fellsbæ og á Snæfellsnesi. Sem ný- búa hefur mér verið tekið mjög vel hér. Þetta er gott samfélag og ég fékk hér mjög gott húsnæði. Í dag bý ég á fínum stað í bænum með fallegt útsýni yfir höfnina og út á Breiðafjörðinn.“ Dagbjört er Vestfirðingur að uppruna. „Ég er ættuð frá Bíldudal og ólst þar upp að einhverju leyti. En ég hef búið mjög víða á land- inu. Foreldrar mínir fluttu mikið þegar ég var að alast upp. Síðan hef ég gert það sama, bæði í tengslum við vinnu og nám. Sem búsetustaði get ég nefnt Skagaströnd, Akur- eyri, Kirkjubæjarklaustur, Djúpa- vog, Reykjavík og Hóla í Hjalta- dal í Skagafirði. Ég bjó á Hólum í ein þrjú ár. Þar lagði ég stund á há- skólanám í ferðamálafræðum,“ út- skýrir hún. Sinnir ferða- og menningarmálum Eftir að náminu lauk á Hólum ákvað Dagbjört að flytja þvert yfir landið og setjast að á Kirkjubæj- arklaustri þar sem hún fékk starf. „Ég var verkefnisstjóri Friðar og frumkrafta. Þetta var og er verk- efni sem snýr að því að efla byggð í Skaftárhreppi til dæmis með því að fjölga atvinnutækifærum og verja það sem fyrir var í sveitarfélaginu. Einnig starfaði ég þar sem mark- aðsstjóri á Hótel Laka. Ég varð að flytja þaðan vegna húsnæðisskorts á svæðinu og fór þá til Reykjavík- ur. Þaðan flutti ég svo hingað til Ólafsvíkur í lok september á síð- asta ári og hóf störf hér við Átt- hagastofu Snæfellsbæjar.“ Á Átthagastofunni hefur Dag- björt stöðu sem verkefnastjóri. Auk þess er hún markaðs- og kynning- arfulltrúi fyrir Snæfellsbæ. Nám- ið frá Hólum og starfsreynsla eftir það nýtist henni því vel. „Hér við Átthagastofuna störfum við tvær konur, það er ég og Rebekka Unn- arsdóttir. Við sinnum kynningar- málum og menningarmálum hér í bænum ásamt því að stýra þess- ari samfélagsmiðstöð sem Átthag- astofan er. Ég er mikið í samskipt- um við ferðaþjónustuaðila í Snæ- fellsbæ.“ Sterk upplifun á Snæfellsnesi Þennan sólríka júnídag er fjöldi erlendra ferðamanna einmitt staddur í Átthagastofunni. Það er greinilegt að hún er einnig upp- lýsingamiðstöð enda miðsvæðis í Ólafsvík. Í ljósi þessa og menntun- ar Dagbjartar er eðlilegt að spjall okkar þróist í að ræða ferðaþjón- ustuna á Snæfellsnesi sem er mjög ört vaxandi atvinnugrein. Hvernig metur Dagbjört stöðu greinarinn- ar nú eftir að hafa kynnst henni í vetur? „Helsti styrkurinn er auð- vitað þessi mikla náttúrufegurð og þjóðgarðurinn hér utanvert á Snæfellsnesi. Það er mikil sérstaða í framboði á ferðaþjónustu hérna á svæðinu, bæði í afþreyingu og gistingu. Það svo mikill karakter í öllu. Hér eru margir sterkir og litríkir persónuleikar sem starfa við ferðaþjónustuna. Mér finnst þetta skína í gegn og leiða til þess að öll upplifun hér verður sterkari en ella. Þetta ásamt fjölbreytninni gefur öllu líflegan og skemmtileg- an svip. Það er enginn að gera ná- kvæmlega eins og hinn.“ Í mörg horn að líta Dagbjört segir að ferðamenn hafi sótt Snæfellsnes í allan vetur sem leið. Aukningin var mikil frá fyrri árum. „Það tók kannski smá tíma að kveikja á því að það væri nóg að gera í ferðamennskunni í skamm- deginu. Það er miklu meira af ferðafólki núna en menn hafa átt að venjast. Samfara því þarf að huga að mörgu. Veikleikinn núna er kannski helst sá að það þarf að kynna betur hvar er opið yfir vetrartímann þannig að það nái til ferðafólks. Hér er mjög margt í boði allan ársins hring, miklir möguleikar á útivist og alls kyns afþreyingu. Ferðaþjónustan er að breytast úr því að vera atvinnu- vegur sem stendur yfir frá byrjun júní til loka ágúst. Þetta er orð- in heils árs atvinnugrein og það kallar auðvitað á nýjar áskoran- ir,“ segir Dagbjört og kvíðir ekki verkefnaskorti framundan. mþh Dagbjört Agnarsdóttir verkefnastjóri Átthagastofu Snæfellsbæjar: „Ein af mínum bestu ákvörðunum í lífinu að flytja hingað“ Dagbjört Agnarsdóttir fyrir framan gamla Pakkhúsið í Ólafsvík. Dagbjört er mikið fyrir útvist og nýtur hennar mjög á Snæfellsnesi. Hér með Lón- dranga í baksýn. G.Hansen dekkjaþjónusta Dalbraut 2, 355 Ólafsvík

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.