Skessuhorn


Skessuhorn - 17.06.2015, Blaðsíða 34

Skessuhorn - 17.06.2015, Blaðsíða 34
MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 201534 Við sitjum með Rögnu Ívars- dóttur í borðsalnum á Hótel Glym í Hvalfirði. Hér er hún að hefja sitt sjöunda starfsár við hótelið. Hvalfjörður er vakn- aður til lífsins eftir umhleyp- ingasaman vetur. Það örlar á grænum lit á birkikjarrinu í Saurbæjarhlíðinni þar sem hótelið stendur með fögru útsýni yfir og út fjörðinn. Undanfarin ár hefur hún stýrt Hótel Glym á umbrotatímum í þjóðfélaginu þar sem ferða- þjónustan hefur vaxið fram úr björtustu vonum flestra. Henni hefur tekist að færa reksturinn á réttan kjöl eftir að hafa komið að hótelinu sumarið 2009 án þess að hafa nokkurn bakgrunn úr ferða- þjónustunni. „Ég hafði aldrei starfað við áður við þá grein,“ segir hún. Í dag lifir hún og hrærist í Hvalfjarðarsveit, stýrir hóteli af röggsemi og hefur sínar skoðanir. Hóf ung þátttöku í stjórnmálum Ragna hafði mikla reynslu af félags- málum áður en hún hellti sér út í atvinnulífið. Við fáum hana til að lýsa því stuttlega. „Ég starfaði inn- an stjórnmálanna og var mjög virk í Framsóknarflokknum. Stjórn- málaþátttaka mín hófst þegar ég var ung kona, ófrísk og með barn á brjósti í baráttunni með Ingibjörgu Pálmadóttur frá Akranesi,“ rifjar Ragna upp og brosir við. „ Ég tók það skýrt fram í upphafi þegar ég var beðin um að koma í pólítík að ég ætlaði ekki að vera Barbie-dúkka upp á punt. Þarna var ég komin til að hafa áhrif. Ég var formaður kjör- dæmasambands Framsóknarflokks- ins í mörg ár og leiddi starfið fyr- ir Framsóknarflokkinn þegar kjör- dæmin á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra voru sam- einuð í Norðvesturkjördæmi. Ég var varaformaður kjördæmisráðs flokksins í hinu nýja kjördæmi og sat í landsstjórn. Ég gegndi ýmsum trúnaðarstöðum, ekki síst á Vestur- landi þar sem ég bjó. Meðal annars var ég stjórnarformaður Náttúru- stofu Vesturlands í Stykkishólmi og vann mikið við að koma henni af stað á sínum tíma. Ég var alla tíð mjög virk í sjálfu flokksstarf- inu, gerði flest nema vera kjörinn fulltrúi, sat hvorki í sveitarstjórn né á þingi. Mig langaði ekki til þess og sóttist ekki eftir þvi. Mér þótti hins vegar mjög gott að vinna með fólki og koma mínum hugsjónum áleiðis með þeim hætti.“ Í ferðaþjónustu fyrir tilviljun Undir lokin á sínum pólitíska starfsferli var Ragna orðin skrif- stofustjóri hjá Framsóknarflokkn- um. Þannig sá hún um öll dagleg mál í rekstri flokksins sem þá var í ríkisstjórn undir formennsku Hall- dórs Ásgrímssonar. „Öll þessi ár bjó ég í Staðarsveit á Snæfellsnesi og átti þar jörð ásamt þáverandi manni mínum. Ég var mikið í fjar- vinnu sem tengdist stjórnmálun- um og ók þá á milli Staðarsveitar- innar og höfuðborgarinnar, jafnvel daglega. Síðan seldum við jörðina og ég flutti til Reykjavíkur. Svo lét ég af starfi skrifstofustjóra flokksins árið 2007. Þá tók ég við yfirmanns- stöðu hjá Norvik samsteypunni sem á meðal annars BYKO verslanirn- ar. Síðan kom ég hingað að Glym árið 2009 og hef starfað hérna síð- an,“ segir Ragna. Hún bætir því að hún hafi svo sagt sig úr Framsókn- arflokknum í desember síðastlið- inn. „Það var sár ákvörðun en ég er óflokksbundin í dag.“ Ragna segir að hending hafi ráð- ið því að hún kom að reksti Hót- els Glyms. „Ég kom hér fyrst inn til að aðstoða fyrri rekstraraðila. Svo urðu tímamót þegar eigend- ur hótelsins ákváðu að taka sjálf- ir við rekstrinum um áramót- in 2010/2011. Ég var spurð hvort ég vildi verða hótelstjóri og þann- ig taka við því að stjórna daglegum rekstri fyrir þá. Ég féllst á það og hef aldrei séð eftir því.“ Seld norðurljós Ragna flutti upp í Hvalfjörð og inn á sjálft hótelið og gaf sig alla í starf- ið. „Ég leyni því ekki að ég tók við erfiðu búi. Það var mikið átak að koma hlutunum í rétt horf. Ég hafði auðvitað ákveðinn meðbyr í því að þarna fór erlendum ferðamönnum á Íslandi mjög að fjölga. Við höfum samt sem áður alltaf þurft að hafa töluvert mikið fyrir hlutunum hér á Glym, svo sem að sannfæra fólk um að koma hingað af Suðurland- inu eða úr Reykjavík. Við erum dýrt hótel en öðruvísi og viljum hafa það þannig. Ég tók þá ákvörðun í upp- hafi að halda því góða sem var hér og gera betur í því en losa okkur við það neikvæða. Á þeim grunni hef ég haldið áfram við að byggja þetta upp. Hér er opið allt árið, líka um jól og áramót. Það gengur ágætlega þó það komi tímar þeg- ar við vildum hafa meira að gera. Erfiðast er í september og októ- ber á haustin og svo í apríl og maí á vorin. Þá er sumarið ekki byrjað og norðurljósin eru búin.“ Blaðamaður hváir við þeg- ar Ragna minnist á norðurljós- in og vill fá að heyra meira um þau. Ragna útskýrir: „Norðurljós- in eru orðin mikil auðlind fyrir ís- lenska ferðaþjónustu. Hér kem- ur fólk og dvelur lengi og borg- ar mikið fyrir að sjá þau. Við erum með næturvaktir í að horfa til himins á veturna. Óski gestir eft- ir því þá hringjum við á herbergin og vekjum þá ef það sést til norð- urljósa. Svo erum við með heita potta bæði hér við sjálft hótel- ið og smáhýsi sem standa hér hjá og við leigjum einnig út. Fólk get- ur setið í þeim undir berum himni og horft á norðurljósin. Það er oft mikil stemning. Sumir gestir tárast við þessa sýn. Það er magnað að sjá hvað norðurljós hafa mikil áhrif á fólk sem hefur aldrei séð þau áður. Þetta er einstakt.“ Lítil mengun frá Grundartanga Þar sem við sitjum í borðsal hót- elsins má horfa yfir að stóriðju- svæðinu á Grundartanga sem er í aðeins um níu kílómetra fjarlægð í beinni loftlínu. Er ekki mikil ljós- mengun frá slíku svæði sem ger- ir norðurljósaskoðun á Glym ill- mögulega? „Við erum að selja norðurljósin alla daga hér yfir vet- urinn. Grundartangi truflar ekki neitt vegna þess að þar eru öll ljós yfirbyggð. Fæst ljós hjá þeim lýsa upp í himinhvolfið og passað mjög vel upp á að svo sé. Fyrir okkur hér á Hótel Glym í Hvalfirði þá er meiri ljósmengun sem kemur yfir Akrafjallið frá Akranesi, frið- arsúlunni í Viðey og frá höfuð- borgarsvæðinu, heldur en frá stór- iðjunni á Grundartanga. Það sést best hvað það er lítil ljósmengun frá Grundartanga að ljósmynd- arar hafa náð frábærum myndum af norðurljósunum héðan,“ svar- ar Ragna. Hún segir að starfsem- in á Grundartanga trufli ekki gesti sína á neinn hátt. „Ferðamennirn- ir koma hingað á hótelið á kvöld- in og sjá ljósin og spyrja þá gjarna hvaða sjávarþorp þetta sé. Í dags- ljósi gefa þeir Grundartanga vart gaum. Fólk er bara forvitið um það hvað sé þarna.“ Við stöldrum aðeins við Grund- artanga í þessu viðtali. Ragna er í miklu návígi við iðnaðarsvæð- ið þar. Bæði er hún hótelstjóri á Glym en hún hefur líka í nokkur ár verið búsett í húsi sem stendur rétt upp af firðinum aðeins um sjö kílómetra austur af iðnaðarsvæð- inu. „Í hægri suðvestan átt heyri ég karlana tala saman á bryggjunni á Grundartanga þegar ég sit úti á palli. Þar sem ég bý er mikil frið- sæld, kannski örlítil hljóðmeng- un en mér þykir það bara vina- legt að heyra mannamál af bryggj- unni. Það er engin loftmengun. Ég er búin að búa þarna í nokkur ár og verð ekki vör við að fuglalíf dali neitt. Það er bæði mikið og fjöl- breytt. Það eru engin óhreinindi í fjörunni eða neitt slíkt.“ Ragna Ívarsdóttir hótelstjóri í Hvalfirði: „Ég ætlaði aldrei að verða Barbie-dúkka upp á punt“ Ragna Ívarsdóttir hótelstjóri tók í fyrra við verðlaunum World Travel Awards sem Hóteli Glym hlotnaðist í flokki lítilla nýmóðins hótela í Evrópu. Þessi verðlaun kallast Óskarinn í ferðaþjónustu og eru mikill heiður. Ragna segir að meint mengun frá stóriðjunni á Grundartanga sé hvorki ógn við lífríki né ferðaþjónustu í Hvalfirði. Hér er hryssan sem kastaði tveimur folöldum við Eiðisvatn í landi Miðfells, skammt frá stóriðjusvæðinu á Grundartanga, og Ragna nefnir í viðtalinu. Ragna tók sjálf þessa mynd. Útsýnið er fallegt yfir Hvalfjörðinn frá Hóteli Glym.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.