Skessuhorn


Skessuhorn - 17.06.2015, Blaðsíða 32

Skessuhorn - 17.06.2015, Blaðsíða 32
MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 201532 Sendum íslenskum konum baráttukveðjur í tilefni aldarafmælis kosningaréttar Sigurborg Ágústa Jónsdóttir fæddist á Gestsstöðum í Kirkjubólshreppi á Ströndum fyrir 85 árum. Við Steingríms- fjörð ólst hún upp og bjó fram á unglingsár. En æskan var enginn dans á rósum. Hún var einungis tveggja ára þegar hún missir föður sinn í blóma lífsins. Við það er heimilið leyst upp eins og títt gerðist á þeim tíma þegar fyrirvinnan var ekki lengur til staðar. Litið var á konur sem hvert annað hjú sem ekki gætu framfleytt sér og börnum sínum og voru slík heimili því oft á tíðum leyst upp. Vægðarleysið var algjört. Móðir Sigurborgar þurfti að upplifa að heimilinu var tvístrað. Eigur fjölskyld- unnar boðnar upp; bústofn og innanstokksmunir seldir hæstbjóðanda á uppboði og hópnum tvístrað. Þetta var í miðri kreppu 1932. „Lífið er svo fullt af tilviljunum. Sama dag og faðir minn dó í kjöl- far skammvinnra veikinda, þá fæð- ist drengur suður í Reykjavík sem síðar átti eftir að verða maðurinn minn. Hvítasunnan hefur líka ein- hvern veginn einnig verið örlagatími í mínu lífi. Þá dó maðurinn minn langt um aldur fram og þá fædd- ist ég sjálf,“ segir Sigurborg Ágústa þegar sest er niður með henni fyrir skömmu í stofunni heima á Báreks- stöðum í Andakíl. Sigurborg Ágústa, eða Bogga eins og hún er jafnan kölluð af samferðarfólki sínu, fagn- aði nýverið 85 ára afmæli sínu. Hún er vel ern en segist nú vera að ná sér eftir mistök við lyfjagjöf sem kost- uðu hana nærri því lífið. „Það þarf að bæta eftirlit með öllum þessum lyfjum sem er verið að dæla í okkur við hinu og þessu. Það munaði bara hársbreidd hjá mér, en nú er þetta allt að koma aftur og bráðum fer ég aftur að komast á hestbak. Þar líð- ur mér best, ríðandi viljugum hesti,“ segir Bogga. Áfall reið yfir En fyrst að uppvextinum norður á Ströndum og því hvernig örlögin léku Boggu grátt þannig að sjálf seg- ist hún hafa verið hálfpartinn rænd æskunni. „Við vorum fimm systkin- in og ein fóstursystir. Ég var yngst í hópnum. Mamma mín gat aldrei neitt aumt séð og hafði tekið stúlk- una að sér til fósturs auk okkar systk- inanna.“ Haustið 1932 veiktist Jón Níelsson faðir Boggu þegar hann hafði verið við störf í sláturhúsinu á Hólmavík. Fyrst kom hann heim en var fluttur með Súðinni til Reykja- víkur þar sem hann lést á Landakots- spítalanum nokkru síðar. „Þá var svo mikil fátækt að það voru áhöld um hvort hægt væri að flytja kistuna aft- ur heim í Steingrímsfjörð. Það fékkst þó gert með góðri hjálp. Þá var börn- um aldrei sagt neitt um svona vofeif- lega hluti, minna var talað við þau en gert er í dag. En við sáum kistuna en máttum einskis spyrja. Mamma sagði mér frá þessu öllu löngu síðar.“ Eins og gefur að skilja varð fráfall heimil- isföðursins mikið áfall fyrir fjölskyld- una. „Þarna stóð móðir mín Guðbjörg Aðalsteinsdóttir, allt í einu uppi með okkur fimm systkinin og fósturdótt- ur að auki, elsta barnið sextán ára og það yngsta tveggja ára. Hún var auk þess með á framfæri sínu aldraða móður sína og tendamóður sem var blind og rúmliggjandi. Þær mæðg- ur bjuggu á Heiðarbæ um veturinn. Um vorið voru svo allar eigur okk- ar bornar út á hlað og boðnar upp ásamt kindunum, kúnni og hrossun- um. Þarna voru eigur mömmu seld- ar; strokkur og ker, pottar og önnur eldhúsáhöld, kistur og innanstokks- munir, allt nema föt og rúmfatnaður og örfáir persónulegir munir. Allt var boðið upp og slegið hæstbjóðanda. Raunar er alveg ótrúlegt til þess að vita að svona lagað skyldi gert. En því miður þá þekkist enn í dag þetta harðræði þegar fólk missir fótana peningalega. Stundum skortir okk- ur sem þjóð þann hlýhug sem þarf til að gera samfélagið manneskjulegra.“ Bogga getur þess að móðir henn- ar hafi vitað hvert stefndi með upp- boðið. Áður en til þess kom, þegar uppboðshaldararnir voru væntanleg- ir á bæinn, þá brenndi hún söðul sem faðir hennar hafði gefið henni. „Hún gat ekki hugsað sér að söðullinn yrði seldur. Þetta var hennar persónu- lega eign og enginn annar skyldi fá hann.“ Varð „gamalt“ barn En þar með var ekki öllum raunum fjölskyldunnar lokið. Ekkjan mátti sjá af börnum sínum í sitthvora átt- ina. Sjálf fór Guðbjörg til Karls bróður síns að Smáhömrum með soninn Halldór. Ólöf fór að Tindi, Aðalbjörg að Gestsstöðum, Sólrún að Kirkjubóli en Sigurborg Ágústa og Stefán bróðir hennar fóru með ömmu sinni Ágústínu að Heydalsá þar sem Aðalsteinn sonar hennar bjó. Hún lítur á Aðalstein sem fóstra sinn, hann reyndist henni vel. „Í raun var fjölskyldan leyst upp. Flest fórum við frá mömmu okkar og ég held ég geti sagt að ég hafi við þetta orðið „gam- alt“ barn. Æskunni var einhvern veg- inn stolið frá manni. Mér finnst að vantað hafi þessa samkennd í samfé- lagið okkar þarna norðurfrá og þann hlýhug sem manni finnst eftirá eðli- legt að fólki hafi átt að sýna við að- stæður sem þessar. Þetta tók á okkur börnin og auðvitað mömmu okkar líka. En þessar raunir kenndu manni að berjast fyrir rétti sínum, það þurfti og þarf vissulega enn,“ segir Bogga. Hleypti heimdraganum Bogga ólst upp á nokkrum bæjum við Steingrímsfjörð og byrjaði ung að umgangast hrossin á bæjunum. Fékk að beisla klárana í haganum og fara á bak. Hrossin batt hún traust sitt við og þau áttu eftir að fylgja henni síðar á lífsleiðinni og verða hennar áhuga- mál og lífselexír, ef svo má segja. Þau urðu vinir. Á barnsárunum fór Bogga meðal annars í vist í Tröllatungu þar sem hún átta ára gömul fékk að eigna sér hest. „Þá kynntist ég vel hvernig Litið við hjá Boggu á Báreksstöðum: Raunir fjölskyldunnar í æsku kenndu henni að berjast fyrir rétti sínum Sigurborg Ágústa Jónsdóttir, Bogga á Báreksstöðum. Hún stendur við samsetta ljósmynd sem börnin gáfu henni þegar hún varð sjötug. Þar er hún flengríðandi á viljugum gæðingi með borgfirsku fjöllin í bakgrunni. Ólafur og Bogga með börnin sín. Í aldursröð eru þau Ragnhildur Hrönn, Jón, Guð- björg, Guðmundur og Sigríður Ólöf. Vélaverkstæði Hillarí Nesvegi 9 340 Stykkishólmi Sigurður: 894 6023 Rúnar: 694 9323 HRAUN Restaurant - Café

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.