Skessuhorn


Skessuhorn - 17.06.2015, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 17.06.2015, Blaðsíða 23
Norð ur áls mót ið 2015 Norðurálsmótið á Akranesi er knattspyrnu- mót fyrir tápmikla stráka í 7. flokki, sem koma til að skemmta sér í leik og keppni. Allir þjálfarar, fararstjórar, foreldrar, systk- ini og aðrir ættingjar eru boðnir velkomn- ir á Skagann með strákunum. Mikil undir- búningsvinna liggur að baki mótinu og hafa skipuleggjendur hjá Íþróttabandalagi Akra- ness það að leiðarljósi að taka sem best á móti öllum og að mótið gangi vel fyrir sig. Um 800 einstaklingar á Akranesi koma að þeirri vinnu og þeim störfum sem þarf að sinna meðan á móti stendur, meðal annars 800 vöktum. Norðurálsmótið kallaðist í fyrstu Skaga- mótið en hefur síðan haft mörg nöfn eftir því hvaða fyrirtæki styrkja það hverju sinni, nú síðast Norðurál. Að þessu sinni er það haldið 19. - 21. júní. Í ár hafa 176 lið skráð sig til leik frá alls 30 félögum. Reiknað er með að yfir 6.000 manns verði gestkom- andi á Akranesi vegna mótsins og því ligg- ur nærri að íbúafjöldi bæjarins tvöfaldist þá daga sem mótið stendur en íbúar á Akra- nesi eru nú um 6.730 talsins. Með Skessuhorni í dag fylgir lítið sérblað um mótið og sitthvað sem tengist knatt- spyrnu á Akranesi. Það er von útgefanda að blað þetta nýtist vel gestum og upplýsi fólk um ýmis atriði sem Norðurálsmóti tengj- ast. Blaðið er fært gestunum ásamt viku- legu fréttablaði. Á meðfylgjandi mynd eru hressir ÍA strákar að veifa til áhorfenda fyr- ir leik á Norðurálsmótinu í fyrra. mm/ Ljósm. G Bjarki Halldórsson. Föstudagur 19. júní 08:30 - 11:00 Mæting á gististaði 10:30 - 11:00 Fararstjórafundur í Íþróttamiðstöð 11:00 Mæting í skrúðgöngu hjá bæjarskrif- stofunum (á móti Krónunni). 11:15 - 11:45 Skrúðganga að Akraneshöll 12:00 - 12:30 Mótssetning í Akraneshöll 13:00 - 19:00 Keppni 1. mótsdags. 13:00 - 19:00 Liðsmyndataka (tímasetning breytileg) 17:00 - 20:00 Kvöldverður (tímasetning breytileg) 22:30 - 23:00 Fararstjórafundur í Íþróttamiðstöð Laugardagur 20. júní 07:45 - 09:30 Morgunverður 09:00 - 12:00 Keppni 2. mótsdags - fyrri hluti 11:30 - 14:00 Hádegismatur (tímasetning breytileg) 13:30 - 16:30 Keppni 2. mótsdags - seinni hluti 10:00 - 18:00 Leikjaland Alltaf Gaman opið, sjárvarmegin við Akraneshöll 16:45 - 19:30 Kvöldverður (tímasetning breytileg) 19:30 - 20:30 Kvöldskemmtun í Akraneshöll og viðurkenningar 21:30 - 22:00 Fararstjórafundur í Íþróttamiðstöð 21:30 - 23:00 Foreldrakaffi (í boði foreldra KFÍA) í matsal Íþróttamiðstöðvar og myndasala Sunnudagur 21. júní 07:45 - 09:30 Morgunverður 09:00 - 12:00 Tæma skólastofur 09:00 - 13:00 Keppni 3. mótsdagsins 10:54 - 13:30 Pylsugrill við Norðurálsvöllinn Móti lokið DAGSKRÁ NORÐURÁLSMÓTSINS 2015

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.