Skessuhorn


Skessuhorn - 17.06.2015, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 17.06.2015, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 2015 13 „Þessar aðgerðir eru nauðsynleg- ar og ég er ánægður með hvern- ig til tókst við að móta tillögurn- ar. Auðvitað eru þetta á ákveðinn hátt stórar aðgerðir en við munum taka þetta af yfirvegun og gefa okk- ur þann tíma sem til þarf. Enda er það svo að við þurfum að hafa sam- skipti við foreldrasamfélagið og undirbúa ákveðnar breytingar. Ég vona að okkur auðnist að gera þetta sómasamlega,“ sagði Björn Bjarki Þorsteinsson forseti sveitarstjórnar Borgarbyggðar í samtali við Skessu- horn að loknum fundi á fimmtu- dag. Aðspurður sagði Björn Bjarki að hann teldi að þrátt fyrir erfið- ar ákvarðanir tryði hann því að nú tækist að lenda málum þannig að að- gerðir sveitarstjórnar muni lukkast. Óvænt sala skólahúsnæðis Athygli vakti að selja á húsnæði grunnskólans á Hvanneyri. Er það ekki ákvörðun sem mun gera lok- un skóla þar nánast óafturkræfa? „Húsnæðið var ein af þeim eignum sem voru nefndar í skýrslu starf- hópsins um rekstur og skipulag fræðslumála í Borgarbyggð. Við í meirihlutanum ákváðum hins veg- ar að stíga þetta skref að selja hús- næðið en ætlum ræða við foreldra- samfélagið varðandi fyrstu tvær bekkjardeildirnar. Við erum ekki að hætta starfsemi grunnskóla á Hvanneyri. Við höldum því opnu, sem og því að við höldum því opnu að börnin sem eru eldri fari upp að Kleppjárnsreykjum eða hingað nið- ur í Borgarnes. Tillaga starfshóps- ins var afdráttarlausari hvað þetta varðar en við göngum ekki svo langt. Salan á skólahúsinu er skil- yrt. Það húsnæði verður ekki af- hent kaupendum fyrr en 2016. Við erum náttúrulega með stóran leik- skóla sem er vannýttur. Það hefur verið horft til þess húsnæðis fyrir grunnskólastarf yngstu barnanna. Varðandi þau eldri þá eru fjarlægð- ir milli skólastofnana í okkar sveit- arfélagi ekki svo miklar. Það er stutt bæði upp að Kleppjárnsreykjum og í Borgarnes,“ sagði Björn Bjarki. Forseti sveitarstjórnar Borgar- byggðar sagðist vona að sú sala fast- eigna sem nú er lagt upp með gangi vel. „Það hefur verið spurst fyrir um fleiri en eina og fleiri en tvær eignir. Við sjáum að uppgangur er í samfélaginu. Ég hef trú á að það sé eftirspurn eftir þessum eignum sem við erum að setja í söluferli. Það er hreyfing á fasteignamarkaði og mikil uppbygging í ferðaþjónustu hér á þessu svæði. Vesturland hef- ur átt töluvert inni í þeim efnum. Við sjáum það bara á ferðamanna- straumnum sem hefur verið nú í vetur. Við erum komin á kortið,“ sagði Björn Bjarki Þorsteinsson. Lagði fram bókun Þegar meirihluti sveitarstjórn- ar hafði samþykkt hinar viðamiklu breytingar lagði Björn Bjarki fram eftirfarandi bókun: „Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur nú staðfest aðgerðaráætlun varðandi rekstur og rekstrarforsendur til næstu ára. Aðgerðaráætlunin er unnin í sam- starfi við ráðgjafavið KPMG og hef- ur fengið heitið „Brúin til framtíð- ar.“ Í áætluninni eru sett fram metn- aðarfull markmið sem unnið verður hörðum höndum við að ná. Haustið 2014 hófust aðgerðir varðandi hag- ræðingu í rekstri Borgarbyggðar og um síðustu áramót urðu allnokkrar hækkanir á álögðum gjöldum. Til að koma í veg fyrir frekari skatta- og gjaldskrárhækkanir og ekki síður til að ná fram ásættanlegri framlegð frá rekstri er farið í þessar viðamiklu að- gerðir nú. Eitt að höfuðmarkmið- um vinnunnar sem nú er hafin er að nýta aukna framlegð frá rekstri til þess að styðja enn frekar við það fag- lega starf sem unnið er í stofnunum Borgarbyggðar. Það er vilji sveit- arstjórnar að betur verði stutt við það góða starfsfólk sem starfsskyld- um sinnir fyrir sveitarfélagið í skól- um og stofnunum. Fasteignum, göt- um, gangstéttum og öðrum mann- virkjum þarf að halda betur við en gert hefur verið undanfarin ár. Það er trú okkar að með aðgerðarplan- inu „Brúin til framtíðar“ muni okk- ur auðnast að geta aukið fjármagn til viðhalds sem og fjárfestinga til fram- tíðar án þess að skuldir og skulda- hlutfall aukist. Það er á margan hátt bjart yfir í Borgarbyggð, fjöldi at- vinnutækifæra er í boði og allnokkr- ar fjárfestingar í farvatninu. „Brúin til framtíðar“ er innlegg í þá kröft- ugu vinnu sem í gangi er. Við vilj- um efla innviðina og gera þá starfs- semi sem sveitarfélagið stendur fyr- ir enn betra með því góða fólki sem hjá Borgarbyggð starfar.“ mþh Björn Bjarki Þorsteinsson forseti sveitarstórnar Borgarbyggðar: „Nauðsynlegar aðgerðir“ Björn Bjarki Þorsteinsson hefur fulla trú á því að þær aðgerðir sem nú á að fara í verði Borgarbyggð til heilla í framtíðinni. Sjá viðbrögð íbúa í Borgarbyggð á næstu opnu. SK ES SU H O R N 2 01 5 Fjölbreyttur matur við allra hæfi með eftirréttum GAMLA KAUPFÉLAGIÐ / KIRKJUBRAUT 11 / AKRANES / SÍMI: 431-4343 / WWW.GAMLAKAUPFELAGID.IS Hamborgarar, samlokur, pizzur, salöt, tandoori ofl.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.