Skessuhorn


Skessuhorn - 17.06.2015, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 17.06.2015, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 2015 31 Sendum íslenskum konum baráttukveðjur í tilefni aldarafmælis kosningaréttar Þjóðbraut 1 • Akranesi Sími: 431 3333 Smurstöð Akraness Smiðjuvöllum 2 - Sími: 431-2445 Fyrir rúmu ári sagði Skessuhorn frá því að Skagamærin Guðrún Valdís Jónsdóttir hefði fengið inngöngu í bæði Harvard og Princeton háskóla í Bandaríkj- unum. Hún átti þá eftir að gera upp hug sinn en að lokum varð Princeton fyrir valinu. „Það hjálpaði mér að taka ákvörðun að hafa heimsótt skólana, að finna stemninguna og tala við fótboltaþjálfarana í eigin pers- ónu. Princeton er minni skóli en Harvard, með um sex þús- und grunnnema og tvö þús- und framhaldsnema á meðan það eru 20 þúsund framhalds- nemar í Harvard. Aðaláherslan er því á grunnnámið í Prince- ton og mér fannst það kostur,“ segir Guðrún Valdís. Blaða- maður settist niður með Guð- rúnu og fékk að heyra um lífið í Princeton-háskóla, fótboltann og sitthvað fleira. Með allt á hreinu Guðrún Valdís er með stúdentspróf frá Fjölbrautaskóla Vesturlands og segist hafa komið vel undirbúin úr þeim skóla. „Ég tók líka eitt ár í Háskóla Íslands áður en ég fór, það hjálpaði mér helling, ekki spurn- ing. En þetta voru mikil viðbrigði. Mestu viðbrigðin voru fyrstu tvo mánuðina, kannski aðallega út af tungumálinu.“ Guðrún Valdís er í grunnnámi og stefnir á nám í sameindalíffræði. „Maður ákveð- ur aðalfagið í lok annars árs þann- ig að maður heldur eiginlega öllu opnu þar til á öðru ári. Við höfum samt val um áfanga og ég er búin að vera að taka áfanga sem undir- búa mig undir sameindalíffræðina, svo sem stærðfræði, eðlisfræði og efnafræði,“ segir hún. Hefðbundinn skóladagur hjá Guðrúnu Valdísi var langur í vetur. Hún vaknaði klukkan 9 á morgnana, var mætt í fyrsta tíma klukkan 10 og var meira og minna í tímum til að verða hálf fimm. „Svo fór ég beint á fótboltaæfingu í einn og hálfan tíma, í sturtu og fékk mér að borða með liðinu. Ég var kom- in upp á herbergi um klukkan 20 og lærði til eitt.“ Þá voru stundum tímar á kvöldin frá 19:30 til 22:30. „Um helgar reynir maður samt að gera eitthvað skemmtilegra, en stundum vildi maður vinna sér í haginn og þá fór tíminn í að læra.“ Hún segir kröfurnar vera hærri í Princeton en hún hefur áður þekkt og því sé góð skipulagning nauð- synleg. „Það er aldrei hægt að redda sér seinna, maður þarf alltaf að vera með allt á hreinu.“ Ótrúleg forréttindi Á meðan á dvölinni stendur býr Guðrún Valdís á heimavist skólans. Síðastliðinn vetur deildi hún að- stöðu með þremur öðrum stelpum. „Við vorum með eitt sameiginlegt herbergi og svo vorum við í kojum tvær og tvær í svefnherbergi. Ég var á elstu heimavistinni, sem er mjög falleg og gömul bygging að utan en gamaldags að innan, en ég fer á betri heimavist næsta skólaár.“ Hún segir það mjög lærdómsríkt að búa í svona mikilli nánd við fullt af fólki enda sé fólk alls staðar. Að sögn Guðrúnar er öll aðstaða í skólan- um til fyrirmyndar. Aðalbókasafnið sé til að mynda risastórt og þar séu flestar bækur á nemenda í Banda- ríkjunum. „Við höfum gott aðgengi að kennurum og leiðbeinendum og allir eru tilbúnir til að hjálpa. Verk- legu stofurnar og fyrirlestrasalirnir eru frábærir og prófessorarnir eru margir hverjir Nóbelsverðlauna- hafar. Það eru ótrúleg forréttindi að fá að læra í svona skóla. Ég get ekki kvartað yfir neinu, nema kannski kojunni og ég verð laus við hana í haust,“ segir hún ánægð. „Þetta er svolítið eins og í amerískri bíó- mynd. Það eru samt ekki systra- eða bræðrafélög í Princeton en í staðinn eru klúbbar sem nemendur skrá sig í. Þar er ýmislegt gert og það er af- drep fyrir nemendur. Maður getur byrjað í klúbbi á öðru ári en þeir eru mjög misjafnir enda mikið af mis- munandi fólki,“ heldur hún áfram. Mikið er um hefðir í Princeton. Ein þeirra er athöfn í kapellunni við skólasetninguna. Þá taka nýnem- arnir þátt í skrúðgöngu þar sem þeir ganga inn um stórt og gamalt hlið. „Þú mátt ekki labba aftur í gegn- um hliðið á meðan þú ert í námi því samkvæmt gamalli hjátrú útskrifast maður ekki ef það er gert. Eftir út- skriftina ganga svo allir út um hlið- ið aftur.“ Skólinn gengur fyrir Guðrún Valdís spilar sem mark- maður með fótboltaliði skólans. Hún segir alla aðstöðu þar einn- ig til fyrirmyndar. „Við fengum æf- ingafatnað, nokkur skópör, mark- mannshanska og töskur. Við erum með góðan klefa og völlurinn er nýr og flottur. En fótboltinn tengist skólanum og skólinn gengur fyrir. Ef það er til dæmis próf á kvöldin, þá eru æfingarnar búnar fyrr. Liðið þarf að halda ákveðinni meðalein- kunn og það er tekið tillit til þess,“ útskýrir hún. Liðið keppir í svokall- aðri Ivy league deild, þar sem keppt er við sex önnur lið. Ef vel gengur kemst liðið upp í landskeppnina. „Það tókst ekki á síðasta ári en við erum efnilegar. Það eru svo marg- ar ungar og góðar í liðinu, fáar eru á efsta ári. Það er mikil endurnýj- un, þetta er nánast nýtt lið á hverju ári.“ Guðrún kom heim í sumarfrí í lok maí. Hún mun starfa í Apó- teki Vesturlands í sumar og æfa og keppa með ÍA á meðan hún er á Ís- landi, áður en hún fer aftur út um miðjan ágúst. „Þá byrjar undirbún- ingstímabilið í fótboltanum sem stendur í einn mánuð. Skólinn byrj- ar svo um miðjan september. En annars fékk ég æfingaprógramm með mér heim og þarf að æfa sex daga vikunnar. Þannig að maður tekur í raun ekkert frí frá fótboltan- um,“ segir hún. Mikill fjölbreytileiki Guðrún Valdís segir að hún hafi verið hvött til að kynnast fleiri nem- endum en stelpunum í liðinu. Hún fór að þeim ráðum og hefur eign- ast marga vini á heimavistinni. „Það er alveg magnað að sjá hvað það er mikið af ólíku, hæfileikaríku og frá- bæru fólki þarna. Það væri synd ef maður myndi ekki nýta tímann til að kynnast sem flestum,“ segir hún. Aðspurð um hvernig staða kvenna sé úti miðað við á Íslandi segir hún að það sé mjög erfitt að bera það saman. „Þarna er svo mikill fjöl- breytileiki og vandamálin eru fleiri og öðruvísi. Jafnréttisbaráttan er ekki eins áberandi og á Íslandi. En það er kannski ekki alveg að marka það, þar sem maður lifir svolítið í sínum eigin heimi í vernduðu um- hverfi í skólanum, enda er Prince- ton stundum í gamni kallað app- elsínugula sápukúlan,” segir hún og hlær. Hún segist þó hafa orð- ið vör við brjóstabyltinguna „Free the nipple“ á Íslandi og sýndi vin- konum sínum myndir af íslenskum berbrjósta konum. „Þeim fannst þetta fáránlegt. Þær sögðu að ef þær myndu taka þátt í einhverju svona þá gætu þær lent í vandræðum í framtíðinni, til dæmis þegar þær væru í atvinnuleit. Það er bara svo allt öðruvísi hugsunarháttur úti en hér. Fólki finnst til dæmis óþægi- legt að fara í almenningssturtur. Ég hef orðið mun meira vör við þessa umræðu frá Íslandi en úti.“ Hún bætir því við að hugað sé að jafn- rétti kynjanna í skólanum. Þar séu flottar kvenkyns fyrirmyndir, svo sem Michelle Obama, sem útskrif- aðist frá Princeton, og að prófess- orarnir séu konur til jafns við karla. „Fyrrum forseti skólans er kona og formenn í skólanum eru bæði kon- ur og karlar. Ég hef aldrei séð neitt kynjamisrétti úti, til dæmis skipt- ist allur peningurinn sem skólinn leggur í íþróttir jafnt á milli kynja og það er mjög svipuð aðsókn á leiki hjá stelpum og strákum.“ Hún segir að í skólanum séu nemend- ur með ótrúlega mismunandi bak- grunn. „Hér á Íslandi erum við öll svo svipuð, en úti eru allir svo ólík- ir. Þarna er fólk af öllum kynþátt- um, frá mörgum löndum og af mis- munandi trúarbrögðum. Maður er alltaf að læra og maður lærir ekki síður af því að umgangast svona marga sem hafa ólíka sögu að segja. Við höfum áhrif á hvort annað og höfum mótandi áhrif á skoðanir og viðhorf hvors annars. Ég hef lært mikið af því að kynnast svona fjöl- breyttu fólki,“ segir Guðrún Valdís Jónsdóttir nemandi í Princeton-há- skóla. grþ Er nemandi í einum virtasta háskóla heims Guðrún Valdís er nemandi í einum af bestu háskólum heims. Guðrún Valdís og Halla Margrét, systir hennar, við Nassau Hall í Princeton. Guðrún Valdís og Hannah Winner, annar markmaður í liðinu, eftir sigur- leik.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.