Skessuhorn


Skessuhorn - 17.06.2015, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 17.06.2015, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 201522 Sendum íslenskum konum baráttukveðjur í tilefni aldarafmælis kosningaréttar Frá því að hún man eftir sér vildi hún verða prestur. Alin upp í kringum fólkið á Amt- mannsstígnum, í KFUM og K, síuðust inn áhrif sem mótuðu unga snót. Hún vildi boða fagnaðarerindið og ætlaði að verða prédikari. Viðmæland- inn er sr. Auður Eir Vilhjálms- dóttir sem sótti um prestaköll í gríð og erg, vígðist til Suður- eyrar í Súgandafirði, fyrst kvenna árið 1974. Síðar sótti hún aftur um prestaköll í gríð og erg. Baráttan um „brauð- in“ var mikil en hún efldist við hverja raun. „Nei, pabbi var ekki prestur, en móðurbróðir minn og ömmu- bræður og svo var séra Frið- rik fjölskylduvinur í föðurfjöl- skyldu minni. Ég fékk gott upp- eldi í guðfræði í sunnudagaskólan- um í KFUM og K á Amtmanns- stíg og svo í starfinu sem fylgdi,” segir séra Auður Eir Vilhjálms- dóttir í byrjun spjalls. „Ég vissi bara að ég ætlaði að vera prédik- ari, vera innan um fólk, breiða út fagnaðarerindið, þannig að það var aldrei annað á borðinu en að verða prestur. Ég man einu sinni, eftir að ég varð prestur sjálf, þegar menn á þingi í útlöndum voru að guma af prestsstarfi sínu. Ég fann hvað ég öfundaði þá, alveg þangað til ég mundi að ég var sjálf prestur og gat alveg eins öfundað sjálfa mig.” Og nú skellihlær Auður. „Nei, ég hugsaði aldrei um að konur væru ekki prestar, mig grunaði aldrei að þetta yrði það stórmál sem raun- in varð. Þegar Dalla dóttir mín tal- aði á hátíðafundi sem vígðar kon- ur og fleiri héldu á 40 ára vígslu- afmæli mínu sagði hún að eigin- lega hafi verið ómögulegt hérna að konur yrðu prestar. Hún sagði að ein kona hafi þó haldið að það væri mögulegt og hafi svo gert það mögulegt. Mér fannst vænt um þessi orð og um allt sem stelpurn- ar sem komu á eftir mér hafa sagt um sameiginlega baráttu okkar. Við stofnuðum samstarfshóp um kvennaguðfræði þegar þær voru enn í guðfræðideildinni og það var ógleymanlegt starf. Kvennakirkj- an tók svo kvennaguðfræðina að sér og hefur gert mikla hluti. Ég hef mikla trú á öllum þessum kon- um, safnaðarkonunum og hinum prestvígðu konum. Kvennaguð- fræðin gaf okkur nýjar hugmyndir og heldur því áfram en fyrsti tím- inn kemur auðvitað ekki aftur. En kvennaguðfræðin er sílifandi og gefur okkur hugmyndir sem við notum núna.” Baráttan um brauðið “Mér fannst alltaf að kirkjan væri aðallega menn í jakkafötum. En þeir tóku mér vel þegar ég vildi koma í hópinn. Flestir, ekki al- veg allir samt. Ég féll umhugsun- arlaust í hópinn í guðfræðideild- inni og prestastéttinni. Ég held að það hafi verið konurnar í rósóttu kjólunum, konurnar í söfnuðunum sem vildu ekki fá mig. Margar, en ekki allar. Margar studdu mig með ráð og dáð en kusu mig ekki. Mér þótti það afar slæmt að þær kusu mig ekki en ég skildi það samt eins og ég held við margar höfum gert sem fórum nýjar brautir. Þeim fannst við ógnun, en við vorum það ekki. Er talið berst að fyrsta prests- starfinu segir Auður. „Ég sótti aft- ur og aftur og aftur um embætti sem ég fékk ekki. Við urðum að fá kosningu í söfnuðunum til að vígjast og fá embætti. Flest okkar heimsóttu fólk og gáfum út bækl- inga, hvoru tveggja til að reyna að sannfæra fólkið um að við værum best. Þetta var skelfilegt og hneisa fyrir kirkjuna. Þessi vinnubrögð gerðu okkur að keppinautum en við áttum að standa saman í þétt- um hópi til að boða fagnaðarerind- ið. En í kosningum var allt í húfi, framtíð okkar og fjölskyldunnar. Og þetta kostaði mikla peninga og mikinn tíma.“ Auður bjó með fjöl- skyldu sinni í Frakklandi. En þegar þau komu heim í frí var hún stað- ráðin í að fá vígslu. Og það varð. Nokkur brauð voru á lausu og hún valdi Súgandafjörð. Þar voru þrír menn í sóknarnefnd, tveir rosknir og einn á miðjum aldri, þeir réðu hana á stundinni og Sigurbjörn Einarsson biskup vígði hana þetta haust, árið 1974. Sest að í Þykkvabæ Auður fór aftur til Frakklands en kom aftur og aftur heim til að sækja um brauð sem voru laus, eftir árið í Súgandafirði. Þegar fjölskyldan flutti heim 1978 var laust presta- kall í Rangárvallasýslu, í Þykkva- bæ, Árbæ og Kálfholti. “Ég var eini umsækjandinn og fékk lög- mæta kosningu. Ég þjónaði þessu frábæra fólki í tuttugu ár og mun alltaf elska það eins og fólkið i Súgandafirði. Í Þykkvabænum tók ég upp nýjan sið. Í miðri viku vann ég kirkjustörf í Reykjavík, aðallega sálgæslu og biblíulestra og annað starf með kvennahópum. Mörg- um utan minna safnaða fannst það fráleitt svo ég fór á milli safnað- arfólks míns til að útskýra sjón- armið mitt. Ég sagðist halda að þetta yrði framtíðin í kirkjunni, að prestar utan þéttbýlisins byggju í söfnuðum sínum, ynnu fyrst og fremst þar og þekktu allt sitt fólk. En ynnu líka með öðrum prest- um í þéttbýlinu og kæmu stundum með presta þaðan í sína söfnuði til margs konar kirkjustarfs. Nú er verið að fækka prestum í dreif- býlinu en hin aðferðin væri miklu betri.“ Fólk vill halda í völd „Ég held að það sé vaxandi streita milli vígðra og óvígðra í kirkjunni. Það er ekki skemmtiefni að segja það en ég held það sé nauðsynlegt að rannsaka það. Ég held að sumt safnaðarfólk, alls ekki allt samt, telji að kirkjan sé prestakirkja og vilji taka að sér að ráða yfir prest- unum. Þau sem hafa völd vilja yfir- leitt ekki sleppa þeim. En prestur- inn þarf að vera frjáls frá söfnuð- inum til að geta þjónað honum og safnaðarfólkið er jafn frjálst til að boða fagnaðarerindið. Við þurfum öll að vinna saman. Og við þurf- um þess núna þegar margs konar vandi steðjar að kirkjunni. Við höf- um margs konar hugmyndir sem á að ræða. Ég hef þær hugmyndir að það eigi að ráða presta til allrar kirkjunnar en ekki einstakra safn- aða og láta prestana flytjast eftir einhvern árafjölda. Þá fær söfnuð- urinn nýja presta svo allt safnaðar- fólkið fær fyrr eða síðar prestinn sem þau vildu helst hafa. Og prest- arnir brýnast í nýjum störfum. Það tekur tíma að finna hvernig á að gera þetta og við höfum tím- ann til þess.“ Auður telur að allir prestar eigi að húsvitja, það sé ein- stakt og stórkostlegt og svo mik- ið tækifæri fyrir kirkjuna sem felist í því. „Hver einasti prestur getur gert þetta. Stéttin er flott með frá- bæru fólki, það þarf bara að finna taktinn í göngulaginu. Við erum ólík og íslenska þjóðkirkjan leyfir okkur að vera það. Ef okkur auðn- ast að vinna saman, þessum gömlu og þessum nýju þá kemur eitthvað gott út úr því. Þessir yngri hafa fengið okkar vinnu í arf en sam- an höfum við allt að vinna,“ segir Auður Eir Vilhjálmsdóttir að lok- um. bgk Menn í jakkafötum og konur í rósóttum kjólum Rætt við séra Auði Eir Vilhjálmsdóttur fyrsta kvenprestinn á Íslandi Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir, fyrsta konan sem fékk prestvígslu á Íslandi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.