Skessuhorn


Skessuhorn - 17.06.2015, Blaðsíða 44

Skessuhorn - 17.06.2015, Blaðsíða 44
MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 201544 Vörur og þjónusta R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 Hilmir B ehf Alhliða pípulagningaþjónusta hilmirb@simnet.is facebook.com/hilmirbehf Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is Vélabær ehf. Bæ í Bæjarsveit Alhliða viðgerðarþjónusta á bílum, dráttarvélum og vélum tengdum landbúnaði Smur og hjólbarðaþjónusta velabaer@vesturland.is S K E S S U H O R N 2 01 3 Pennagrein Laugardaginn 20. júní kl. 23.55 verður haldin hátíð sem ber nafnið Menningarvitar á Jónsmessu. „Hug- myndin er sú að halda litla tónleika eða sögustund í sem flestum vit- um landsins á sama tíma. Biðla ég til allra landsmanna að fara að sín- um vita og eiga þar í það minnsta hálftíma stund saman,“ segir Hilm- ar Sigvaldason vitavörður á Akra- nesi. Í Akranesvita mun Anna Jóns- dóttir halda tónleika, en hún tók upp geisladiskinn VAR í Akranes- vita síðastliðið haust. „Anna er með þessum tónleikum að hefja útfáfu- tónleikaröð, þar sem hún syngur á afar óvenjulegum stöðum svo sem lýsistankinum á Djúpavík, en geisla- diskurinn er einmitt að hluta til tek- inn upp í þessum tanki auk þess sem hann var tekinn upp í Akranesvita,“ segir Hilmar og bætir við: „Ég von- ast til að þessi viðburður verði hald- inn sem víðast og takmarkið er að halda viðburði í öllum 104 vitum landsins. Svo verður bara að koma í ljós hversu vel til tekst, en ég er bú- inn að hafa samband við fjölda fólks víðsvegar um landið og fengið frá- bærar viðtökur alls staðar við þessari hugmynd minni.“ mm Hvetur til viðburða á sama tíma í 104 vitum landsins Hornbjargsviti. Ljósm. hs. Það má segja að síðustu miss- erin hafi eng- in lognmolla ríkt yfir upp- sveitum Borg- arfjarðar. Hér hafa allir sem eiga hamar verið við byggingu annað hvort náttúrubaða við Deildartungu eða hótels í Húsa- felli. Þessum verkefnum fylgir óneit- anlega fólk, ekki tímabundið, heldur ungt fólk sem vill búa í Borgarfirð- inum og sér hér fram á bjarta fram- tíð til handa sér og börnum sínum. Á sama tíma og hamarshöggin og sag- irnar óma um fjörðinn bárust þau tíðindi neðan af Borgarbraut að nú þyrfti að spara, og þar sem mestir fjármunir færu í fræðslumál væri jú réttast að hreinsa upp þá brauðmola. Reyndar er þetta gamalkunnugt stef sem við hér í uppsveitum erum orð- in álíka þreytt á og jólalögum þegar komið er fram í janúar. Því var farið í þá vinnu að sýna hversu mikil samstaðan væri um skólana. Við sem hér búum kunnum nefnilega að láta í okkur heyra eft- ir síendurteknar aðfarir að skólunum okkar, sem sveitarstjórnarfólk þekk- ir mæta vel. Skemmst er frá því að segja að 20% kosningabærra manna í sveitarfélaginu skrifuðu undir yf- irlýsingu þess efnis að öllum starfs- stöðvum GBF yrði hlíft í þessari hagræðingarvinnu. Þess ber að geta að undirskriftalistanum var safnað í upphafi sauðburðar, en fyrir þá sem ekki þekkja til til sveita er það mesti háannatími sauðfjárbænda, sem og að einungis var farið um starfssvæði GBF. Í kjölfar þessa var einnig boð- að til íbúafundar í Logalandi þar sem sveitarstjórn var boðið að hlýða á skoðanir íbúa. Skemmst er frá því að segja að þverskurður samfélags- ins kom upp í pontu og skoðanirn- ar voru allar á einn veg, íbúar vilja ekki að hróflað sé við starfsstöðv- unum. En hvers vegna ekki? Er það óumsegjanleg hræðsla við breyting- ar? Er það af því að hér ofan Borg- arfjarðarbrúar séum við svo þjök- uð af tilfinningasemi? Nei, ekkert af því er málið. Skólarnir skipta höfuð- máli fyrir byggðaþróun og byggða- stefnu sveitarfélagsins til framtíðar. Sú skoðun hefur verið margoft kom- ið á framfæri síðan í vor og reynd- ar síðustu fimm árin frá því að þessar hugmyndir komu fyrst fram. Á síðasta fundi sveitarstjórnar fyr- ir sumarfrí var loks tekin ákvörðun, Hvanneyrardeild GBF yrði slátr- að endanlega vorið 2016 en skoð- að yrði hvort Varmaland eða Klepp- járnsreykir yrðu næstir á skurðar- borðið. Jafnframt var ákveðið að selja gríðarlegan fjölda eigna, eign- arhluti í minni félögum og svo mætti áfram telja. Því er mér spurn, hver er nauðsyn þess að loka Hvanneyr- ardeild GBF strax og þá Kleppjárns- reykjum eða Varmalandi í kjölfar- ið? Hver er tilgangurinn með því að samþykkja svo róttækar og um- fangsmiklar breytingar á skólastarfi í Borgarfirði, áður en farið er í að búa til skólastefnu fyrir sveitarfé- lagið? Hverjar telur sveitarstjórnar- fólk líkurnar á því að fá fagfólk úr héraði með sér í þá stefnumótunar- vinnu þegar búið er að hundsa vilja þeirra svo ítrekað? Kæra sveitarstjórnarfólk, ég er vissulega hávær, en ég er ekki í minni- hluta hvað varðar skoðanir mínar á skólamálum hér ofan brúar. Hunsun ykkar á vilja íbúanna er lítilmannleg og er ykkur því miður ekki til fram- dráttar. Þið hafið öll tromp á hendi til að hjálpa okkur að gera Borgar- byggð að blómlegasta sveitarfélagi landsins með allri þeirri uppbygg- ingu sem hér fer fram þessi misserin. Borgarbyggð er eitt víðfeðmasta og fjölbreyttasta sveitarfélag landsins, en þegar svoleiðis sveitarfélag getur einunigs veitt einsleita þjónustu, þá verður einhver að víkja. Virðingarfyllst, Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir. Höf. er íbúi á Kleppjárnsreykjum, kennari við GBF og móðir tveggja verðandi nemenda GBF, hvar sem það verður. Ég er þessi háværa týpa Ljósmóður Dag ur í lífi... Nafn: Jóhanna Ólafsdóttir. Fjölskylduhagir/búseta: Bý á Akranesi með frábærum einstaklingum, Elvari Má, Hörpu Kristnýju og tíkinni okkar, henni Jasmín. Starfsheiti/fyrirtæki: Ég er ljós- móðir og vinn á Heilbrigðisstofn- un Vesturlands á Akranesi. Áhugamál: Held að fjölskyldan sé mitt helsta áhugamál og þeirra tómstundir fylgja með, en ég eyði mörgum helgum yfir vetrartímann horfandi á badminton. Finnst líka gaman að lesa góða bók, ferðast og njóta náttúrunnar og svo er fátt dásamlegra en að sitja með pabba í góðu veðri á sumrin í brekkunni við Norðurálsvöllinn og horfa á fótboltaliðin okkar. Dagurinn: Fimmtudagurin 11. júní 2015. Klukkan hvað vaknaðirðu og hvað var það fyrsta sem þú gerð- ir? Vaknaði kl. 06:45 og byrjaði á morgunsturtunni. Fór svo og ýtti mjúklega við börnunum mínum – mömmur eru víst bestu vekjara- klukkurnar. Hvað borðaðirðu í morgunmat? AB-mjólk með banana. Hvenær fórstu til vinnu og hvernig? Fór til vinnu kl. 7:45 á Kiunni minni (hefði svo gjarnan viljað segja á hjólinu mínu). Fyrstu verk í vinnunni: Þennan dag var ég að vinna í mæðravernd- inni svo fyrsta verk var að kveikja á tölvunni, fara yfir bókanir dags- ins og finna til gögn í samræmi við það. Læddist svo að kíkja á deild- ina til að athuga hvort eitthvað af „mínum“ konum hefðu skilað sér í fæðingu... og viti menn! Hvað varstu að gera klukkan 10? Fékk til mín konu í mæðravernd og með henni fylgdi systir henn- ar og tvö af börnunum þeirra sem ég var svo heppin að hafa fengið að taka á móti þegar þau komu í þennan heim. Heimsókn sem setti skemmtilegan lit í daginn og knús- in sem ég fékk voru einstaklega orkugefandi og kossarnir blautir. Hvað gerðirðu í hádeginu? Há- degið notaði ég til að hringja í þær konur sem voru á símalista hjá mér, borðaði aðeins og leit við hjá parinu sem var að upplifa einn af sínu stærstu dögum þennan dag. Þegar maður hefur hitt kon- ur reglulega heila meðgöngu þá er erfitt að slíta sig frá þegar að stóru stundinni kemur! Hvað varstu að gera klukkan 14? Þá var ég með enn eina kon- una í mæðravernd, held ég hafi skoðað 14 konur þennan dag og talaði svo við nokkrar í síma. Hvenær hætt og það síðasta sem þú gerðir í vinnunni? Ég fór heim klukkan rúmlega fimm þennan dag en það síðasta sem ég gerði var að fara upp á deild og óska nýbökuðum foreldrum til hamingju með fæðingu frumburð- arins – þvílík dásemdarvinna sem ég er í! Hvað gerðirðu eftir vinnu? Ég byrjaði á því að fara í Húsasmiðj- una til að kaupa mér spýtur í skjól- girðinguna mína sem „ég“ (lesist pabbi) er að laga. Fór svo heim og sótti dóttir mína og saman fórum við upp á Safnasvæði og í Guð- nýjarstofu þar sem sýningin “Saga líknandi handa“ fer fram. Mæli svo sannarlega með þeirri sýningu fyrir unga sem aldna og að sjálf- sögðu fyrir bæðin kynin. Frábært framtak þar á ferð! Hvað var í kvöldmat og hver eldaði? Í matinn var heimabökuð pizza elduð af ást og umhyggju. Hvernig var kvöldið? Dásamlegt kvöld, setti blóm í nokkra potta á pallinum, þvoði tvær þvottavélar og hengdi upp, setti í uppþvotta- vélina og ryksugaði og skúraði – helgarþrifin næstum búin. Hvenær fórstu að sofa? Fór í rúmið um miðnættið. Hvað var það síðasta sem þú gerðir áður en þú fórst að hátta? Kyssti börnin mín góða nótt, það klikkar ekki sama hvort þau eru vakandi eða sofandi! Hvað stendur uppúr eftir dag- inn? Að nýtt líf kom í heiminn, svo fullkomið og fallegt. Eitthvað að lokum? Hugum vel að samferðarfólki okkar, munum að við erum fyrirmyndir barnanna okkar og leggjum okkur fram við að vera ljós í lífi annarra.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.